Góður hljóðlátur PSU?
Sent: Fim 20. Des 2007 16:09
Ég er að leita að hljóðlátum PSU annaðhvort fanless eða með mjög hljóðlátri viftu og þegar ég segi hljóðlátt þá meina ég MJÖG hljóðlátt og að sjálfsögðu með sjálfvirkum viftuhraða miðað við hita. Mér finnst mikið af þessum svokölluðum "hljóðlátum" PSU sem er verið að auglýsa í tölvubúðum hérna vera algerir þotuhreyflar fyrir minn smekk. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað wöttin eru mikil má alveg vera 450W og ekki skiptir svo miklu máli þótt það heyrist aðeins í viftunni þegar fullt load er á vélinni það sem skiptir mestu máli að dótið sé algerlega hljóðlátt þegar vélin er í idle, já og það væri betra ef það færi ekki yfir 10 þús 
Ég hef áður átt SilenX 350W PSU sem var alveg dúndurgóður, ég hélt hann væri bilaður fyrst þegar ég setti hann í gang, því það heyrðist einfaldlega ekkert í honum. Ég held ég hafi keypt hann í Start á sínum tíma en því miður núna virðist enginn hérna á Íslandi vera með SilenX PSU til sölu.
Einhver með góða reynslu af hljóðlátum PSU?

Ég hef áður átt SilenX 350W PSU sem var alveg dúndurgóður, ég hélt hann væri bilaður fyrst þegar ég setti hann í gang, því það heyrðist einfaldlega ekkert í honum. Ég held ég hafi keypt hann í Start á sínum tíma en því miður núna virðist enginn hérna á Íslandi vera með SilenX PSU til sölu.
Einhver með góða reynslu af hljóðlátum PSU?