Síða 1 af 1
Tool til Íslands
Sent: Sun 25. Nóv 2007 21:45
af bosi
Ég og félagi minn fengum þá geðveiku hugmynd að reyna að fá Tool til landsins með því að gera undirskriftarlista. Síðan myndum við senda meðlimum hljómsveitarinnar tengill á síðuna og hreinlega bara sína þeim hversu margir/fáir myndu vilja fá þá til Íslands. Samt er ekkert einu sinni víst að þeir vilja skoða póstinn frá okkur en hey, það skaðar aldrei að reyna!
Það tekur ekki nema kannski 2 mínútur að skrifa undir og þú þarft ekki einu sinni að skrifa alvöru nafnið þitt! Eina skilyrðið er að þú myndir þá mæta á tónleikana (ef þeir koma) eða a.m.k íhuga að mæta ;P.
http://www.tool.uk.tt/
Þetta er tengillinn á undirskriftar síðuna
Sent: Sun 25. Nóv 2007 21:56
af Birkir
Ég stórefast um að þeir séu til í að koma hingað á eigin vegum, það myndi þýða að þeir þyrftu að sjá um öll mál er tengjast tónleikahúsnæði, gistingu og bara öllu saman, einnig væri fjárhagslega áhættan í þeirra höndum.
Ykkur væri nær að senda þennan lista á Concert, RR eða önnur slík samtök.
Sent: Sun 25. Nóv 2007 22:14
af bosi
Við myndum þá bara safna smá lista kannski og síðan hafa samband við þessi samtök eða jafnvel bæði samtökinn og hljómsveitina, það verður bara að koma í ljós
skaðar ekki að reyna
Sent: Sun 25. Nóv 2007 22:38
af Blackened
Geðveik hugmynd..
en svona í alvörunni.. ég held að það séu bara því miður ekki nógu margir aðdáendur á íslandi til að það borgi sig
...Safniði bara smá peningum og farið á festival þarsem þeir eru að spila eða á tónleika bara..
...það gerði ég amk og sé ekki eftir því enda GEÐVEIK hljómsveit þar á ferð
Sent: Sun 25. Nóv 2007 22:46
af AngryMachine
Dope-User!!!
Sagði:
All i want is dope!! Alchohol and ciggies!! Meth-ampthetamine, amphetamine, egyptian meth, cocaine, heroine, lsd, e-pills, speed, crack-cocaine, morphine, has and pot!!! All i want is dope, alchohol, ciggies... Only one thing missing......... And it is.........TOOL!!!!
Ef þeir Tool liðar bráðna ekki við þetta þá eru þeir ekki mennskir.
Sent: Sun 25. Nóv 2007 23:26
af CraZy
Ég væri meira en lítið til í Tool til landsins en ég efa um að einhver svona listi virki
Sent: Sun 25. Nóv 2007 23:31
af hallihg
Hvað varð um SoaD?