Síða 1 af 1

li.. nux?

Sent: Þri 20. Nóv 2007 02:07
af biggi1
hæ krakkar.. ég var að setja upp linux ubuntu 6.06.. allt gott og blessað með það

svo fer ég að reyna að setja upp forrit. ég hef alist upp við það að geta einfaldlega klikkað á .exe skjal í windows og þá fer uppsettningin í gang.. en þetta er sko aldeilis ekki þannig í linux.. maður þarf að fara í terminal og skrifa hluti.. en samt ekki alltaf! stundum má maður fara í synaptic..
Ég veit ekkert hvað það er! :D

ójá, það er spurning líka.. er allt í linux þetta mikið flóknara en í windows?


ps. alltaf þegar ég reyndi að starta gaim msn draslinu, dettur það út.. ég fæ að sjá contact listann minn í hálfa sek og svo hverfur hann?

Sent: Þri 20. Nóv 2007 09:56
af arnason
Auðveldara þegar að maður kemst uppá lagið með það.

E.S
Nota aMSN...

Sent: Þri 20. Nóv 2007 12:05
af CendenZ
Hvaða distro ?

Re: li.. nux?

Sent: Þri 20. Nóv 2007 13:51
af ManiO
biggi1 skrifaði: ég var að setja upp linux ubuntu 6.06..



Ég giska að hann hafi sett upp Ubuntu 6.06. :wink:

Sent: Þri 20. Nóv 2007 14:03
af CendenZ
slepptu ubuntu og settu upp Linux Mint

mint er ubuntu preriggað með nvidia tool, ntfs tool og codecs.

linuxmint.com

ALGJÖR snilld fyrir þá sem eru að byrja í linux.

Sent: Þri 20. Nóv 2007 14:39
af Dagur
Það borgar sig frekar að uppfæra Ubuntu upp í 7.10

6.06 er t.d. með úrelta útgáfu af Gaim (það heitir pidgin núna)

Sent: Þri 20. Nóv 2007 16:16
af Zorba
Mér finnst aMSN þægilegast og það er með webcam support og já það er þess virði að uppfærra í 7.10 (gutsy)