Síða 1 af 1

Dularfull Powerdown

Sent: Lau 20. Sep 2003 21:07
af Damien
Það hefur tvisvar komið fyrir í kvöld mjög dularfull power down.
Í fyrra skiptið var Winamp og Norton (að scanna) í gangi og í hitt
skiptið var ég á netinu (spjall.vaktin.is :D) og að scanna með Norton
(því það slokknaði á tölvunni áður en hann náði að klára).

Þetta gerist bara allt í einu. Bara svartur skjár og restart.

Í fyrra skiptið kom error log með engri ástæðu (bara
windows has recovered from a serious error) og í hitt skiptið kenndi hún skjákortinu
um ATI Radeon 9700 Pro (ég er með nýjustu drivera)

Veit einhver hvað er að?

Sent: Lau 20. Sep 2003 21:14
af elv
Moboið ?

Sent: Lau 20. Sep 2003 21:39
af Damien
neee... ég er með Asus P4P800 - DeLuxe
Mig grunar að þetta sé Windowsið... ég er ekki búinn að setja inn nein update eða Sp1.
Man það núna að þetta hefur komið fyrir áður, og þá var ég með marga IExplorer glugga opna og að scanna og að fletta gluggunum á fullu, þá slokknaði á henni.

Gæti nokkuð verið að þetta sé útaf því að Skjákortið vanti rafmagn?
Ég er með þetta tengt PSU > Skjakort > HDD > Lítið Ljós.
Þetta er nokkuð powersurge? ég hef verið að keyra margt þungt fyrir skjákort og hdd og allt í lagi...

Sent: Lau 20. Sep 2003 22:06
af elv
Hvernig kort ertu með, Psu, hve marga diska viftur?


http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=1583&highlight= Hérnu ert sjálfur að tala um moboið

gh

Sent: Lau 20. Sep 2003 23:25
af ICM
Ólíklegasti möguleikinn en má samt ekki útiloka, norton var að scanna í bæði skiptin afhverju þá ekki bara að hætta að nota hann eða re-installa honum, einusinni setti ég inn nortonav á eina tölvu án þess að gera neitt annað og það var ekki hægt að kveikja á henni án þess að nota boot disk, norton er oft á tíðum að fikta með mikilvægar system skrár og getur klúðrað miklu.

Sent: Sun 21. Sep 2003 12:46
af Damien
Jamm þetta er eikkað með Norton að gera.

Ég er með Antec TruePower 430W PSU og WD 120GB 8Mb en ég held
núna að það sé ekki málið...

Ég held að ég scanni með BARA Norton í gangi, þá er allt í lagi...

Thx fyrir hjálpina :wink: