Síða 1 af 2

Geforce 8800GT

Sent: Fös 26. Okt 2007 22:32
af hagur
Hafa menn eitthvað kynnt sér þennan nýja kjarna sem Nvidia er að fara að koma með á næstu vikum?

Hafið þið hugmynd hvenær þetta kemur í verslanir hérna heima?

Þetta er semsagt nýr kjarni sem mér skilst að sé í 45nm process.

Það sem gerir þetta kort spennandi er:

* Minni hiti og orkunotkun en núverandi high-end 8xxx kort
* Betra gaming performance en 8800GTS (!)
* Ódýrara en 8800GTS
* Gríðarlega öflugur hardware stuðningur við afspilun á HD efni (h.264), sem gerir það að verkum að CPU usage er nánast ekki neitt við slíka spilun

Þetta verður semsagt algjört "bang for the buck" kort.

Svo verður kortið single-slot ef marka má myndir sem ég sá af því á netinu, sem gerir það að verkum að ég kem því auðveldlega fyrir í Shuttle maskínunni minni.

Ég ætla allavega að hinkra með að kaupa mér nýtt skjákort í hana og sjá hvort að þetta kort fari ekki að detta inn fljótlega.

Hafið þið eitthvað kynnt ykkur þetta kort?

Sent: Fös 26. Okt 2007 23:11
af Yank
Já þetta lítur vel út.

65nm, 256bit memory stjórnun 512Mb, 112 stream processors,

Review á Kínversku, en virðist vel unnið ef þetta er ekki fake.
http://topic.expreview.com/2007-10-23/1 ... 255_1.html

Það er reyndar einnig von á fleiri kortum frá ATI/AMD í svipuðum flokki.

Sent: Fös 26. Okt 2007 23:19
af Fumbler
Hér má finna 2 myndir af MSI 8800GT
http://www.tweaktown.com/news/8399/index.html
Mynd

Sent: Fös 26. Okt 2007 23:26
af hagur
Yank skrifaði:Já þetta lítur vel út.

65nm, 256bit memory stjórnun 512Mb, 112 stream processors,

Review á Kínversku, en virðist vel unnið ef þetta er ekki fake.
http://topic.expreview.com/2007-10-23/1 ... 255_1.html

Það er reyndar einnig von á fleiri kortum frá ATI/AMD í svipuðum flokki.


Já, 65nm var það víst en ekki 45 eins og ég sagði :wink:

Sent: Lau 27. Okt 2007 00:32
af Son of a silly person
Góðan daginn. Ég er alveg tómur í þessu?

Þetta er kort er afl meira en 8800gts 320mb oc ?

Þetta er tilvalið fyrir þá sem horfa mikið á hásekerpu efni og eru minna í leikjum en sammt eitthvað? Vona að þetta setji ekki alla útaf laginu fyrir að vera heimskulegar spurningar.

Sent: Lau 27. Okt 2007 11:11
af hagur
Já, þetta kort er mitt á milli 8800GTS og 8800GTX í leikjaperformance, en gjörsamlega rústar GTS og GTX þegar kemur að spilun á HD efni.

Sent: Lau 27. Okt 2007 11:58
af Selurinn
Ég er samt að pæla í einu.


Menn ætla að fjárfesta í eitt stykki skjákort en þá er bara spurningin.


Á marr að skella sér á 8800GT eða jafnvel bíða eftir Geforce9?


Ég er nú svona aðallega að tala um hvort er meira virði fyrir peninginn.


Getur einhver lúmskur giskað hvað sirkar 9800 kortið myndi kosta þegar að það kæmi hingað.

Sent: Lau 27. Okt 2007 12:16
af GuðjónR
Regla #1 með tölvur og íhluti, aldrei að bíða eftir einhverju sem er öflugra en eitthvað annað...því þá getur þú beðið endalaust.

Sent: Lau 27. Okt 2007 14:23
af DoRi-
GuðjónR skrifaði:Regla #1 með tölvur og íhluti, aldrei að bíða eftir einhverju sem er öflugra en eitthvað annað...því þá getur þú beðið endalaust.

það er náttúrulega alltaf spurningin hvort að maður sé að bíða eftir einhverju sérstöku..

td 45nm örgjörvum eða álíka

Sent: Lau 27. Okt 2007 14:40
af Selurinn
GuðjónR skrifaði:Regla #1 með tölvur og íhluti, aldrei að bíða eftir einhverju sem er öflugra en eitthvað annað...því þá getur þú beðið endalaust.


Myndir þú samt versla þér 8800 GTS 320mb skjákort í dag þegar þú veist að 8800GT er væntanlegt eftir rúmlega viku og er miklu betra og ódýrara?

Svona tilvik ætti maður að bíða!

En bara spurning með 9800 kortið.....

Sent: Mán 29. Okt 2007 10:03
af hagur
Tommi er kominn með review um 8800GT:

http://www.tomshardware.com/2007/10/29/ ... page1.html

Kortið kemur út í dag.

Sent: Mán 29. Okt 2007 13:40
af ÓmarSmith
Bíður klárlega í nokkra daga eða örfáar vikur kannski.

8800GT er alveg með hælanna þar sem 8800GTX er í dag. En nota bene það er alveg eins von á 65nm 8800gtx línu sem er G92, áður en að 9800GTS og GTX kortin koma.

Annars ætla ég persónulega að uppfæra fljótlega upp úr áramótum. Fara í 9800GTS ;)

Sent: Mán 29. Okt 2007 18:00
af St1
kemur út í dag.
Þanig að við fáum það til landsins eftir +-+ 1-2 vikur?

Sent: Mán 29. Okt 2007 22:51
af Son of a silly person
St1 skrifaði:kemur út í dag.
Þanig að við fáum það til landsins eftir +-+ 1-2 vikur?


Sælir er að spá að skella mér á 2 í sli eða 1 gtx ? hvort er betra ?
Ég veit að 8800gt er með eitthvað voða hd spilun (er ekki alveg inní þessu)

Þar sem ég horfa meira á myndir og þætti en fer líka í leiki þá er ég að hallast á það að fá 2 8800gt 512mb

samkvæmt þessu review er það að koma vel út http://www.guru3d.com/article/Videocards/468/

Ég er að spila í 1920x1200

Sent: Mán 29. Okt 2007 23:14
af GuðjónR
ogeftirþessartværtilþrjárvikurþáverðurkomiðeitthvaðannaðogmeiraspennandisemkemureftir2mánuðieigumviðekkiaðbíðaeftirþvílíkaoghvergeturlesiðþettaruglmitt?

Sent: Mán 29. Okt 2007 23:25
af Son of a silly person
GuðjónR skrifaði:ogeftirþessartværtilþrjárvikurþáverðurkomiðeitthvaðannaðogmeiraspennandisemkemureftir2mánuðieigumviðekkiaðbíðaeftirþvílíkaoghvergeturlesiðþettaruglmitt?


:lol: en mikið er þetta rétt hjá þér. En ég ætla að fá mér 2 og sjá til með hvað kemur í framtíðinni.

Sent: Mán 29. Okt 2007 23:48
af Taxi
St1 skrifaði:kemur út í dag.
Þanig að við fáum það til landsins eftir +-+ 1-2 vikur?

8800GT verður til í Kísildal á þriðjudag/Miðvikudag. :D

Sent: Þri 30. Okt 2007 00:02
af hagur
Auh!

Eitthvað vitað um verð? Eða þarf ég kannski að bíða fram á þriðjudag, miðvikudag ... :oops:

Sent: Þri 30. Okt 2007 08:34
af ÓmarSmith
Kortið verður í kringum 25. 000

OG taka 2 svona í SLI, myndi frekar taka 1stk og sjá hvernig 9800GTS línan verður um áramót.

En þetta eru þínir peningar....

1GT er að slefa langleiðina í GTX hvað hraða varðar en 2stk eru ekki nema 5-20% hraðari í SLI ( en single GT kort )

Þannig að það má alveg miða við að GT í SLI sé svipað og GTX og kannski 10% betra Max.

Þetta er það

Sent: Þri 30. Okt 2007 09:54
af St1
ok hérna eru spec frá EVGA (OC)

8800GT SSC 512MB (Vs. 8800GT Standard)
Part Number 512-P3-N806-A1
Core Clock Speed 700MHz (vs. Standard 600MHz)
Stream Processors 112
Memory Clock Speed 2000MHz (Vs. Standard 1800MHz)
Memory Bandwidth 64.0GB/sec (Vs. Standard 57.6GB/sec)
Shader Clock Speed 1750MHz (Vs. Standard 1500MHz)

kostar Utb. 25.000 kr :D

[/b]

Sent: Þri 30. Okt 2007 10:07
af ManiO
Ómar, ekki gleyma að ekki allir leikir styðja SLI, sem er frekar stór galli.

Sent: Þri 30. Okt 2007 13:09
af Selurinn
Denial :)

Sent: Þri 30. Okt 2007 15:09
af ÓmarSmith
Hvaða leikir styðja ekki SLI ?

Og hvaða leikir sem eru að koma út á þessu ári sem eru worth playing munu ekki styðja SLI ?


Hmmm..

Sent: Þri 30. Okt 2007 16:46
af St1
Jæja þá er eitt komið.
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=577
29.999kr hjá Kísildals mönnum. :)

og var að fá póst frá vinum okkar hjá Tölvutækni.is
---------------------------------------------------------------------------------------
Sæll,
já, við verðum með 8800GT og eigum von á þeim rétt eftir helgi, líklega á milli mánudags og miðvikudags. Erum að skoða hvaða framleiðanda við ætlum að taka inn, höfum reynt að stíla meira á eVGA og BFG.
Get látið þig vita þegar nær dregur, bæði með nákvæmari dagsetningu og hvaða útfærslu á kortinu það verður (koma margar tegundir af misyfirklukkuðum kortum o.s.frv.)
----------------------------------------------------------------------------------------

Þá er það að sjá hvort þeir koma ekki með eitt Skrímsli frá eVGA. :D

Sent: Þri 30. Okt 2007 18:09
af Tappi
Núna var anandtech að koma með review
http://anandtech.com/video/showdoc.aspx?i=3140&p=1

Maður hefði samt haldið að G9x hefði komið með 9.kynslóðinni frá þeim..

Annars er þetta kort að rokka feitt!