Minnisvandamál en samt ekki !? Galli í Windows?
Sent: Sun 23. Sep 2007 16:11
Ég er að lenda í ansi furðulegu minnisvandamáli sem virðist samt ekki vera minnisvandamál sem er bara fáránlega skrítið.
Vandamálið er að ég er t.d. bara að vinna mikið við vefsíðugerð og er oft að opna einhverja litla síðu í nýjum glugga af IE, oftast bara til að prófa eitthvað Javascript og þess háttar, og eftir hverja prófun þá loka ég glugganum og allt í lagi með það. En svo fer það allt í einu að gerast að file valröndin efst hverfur í einum glugganum svo hverfur takka valröndin næst og svo ef ég reyni þá að opna nýjann glugga af IE þá virkar það ekki og ef ég reyni að kalla fram Task Manager með CTRL+ALT+DEL þá kemur hann stundum ekki, en um leið og ég loka amk. eihverju einu af því sem ég hef í gangi þá virkar það en stundum kemur Task Manager eitthvað illa skaddaður, t.d. með tóma fleti og eitthvað rugl (sjá mynd niðri). Þetta hefur líka áhrif á allt annað í tölvunni, ég get t.d. ekki opnað önnur forrit þegar þetta gerist svo þetta er pottþétt vandamál í Windows en ekki bara IE
Þetta hefur gerst frekar oft hjá mér þegar ég hef verið að opna endalaust nýja IE glugga en ég hef samt aldrei fleiri en 4-5 opna í einu og það fyrsta sem mér datt í hug var auðvitað að þetta væri minnisvandamál svo ég keyrði FreeRAM XP Pro upp og notaði það til að fá meira minni og það virðist gera það en það lagar samt ekki þetta vesen sem er ansi furðulegt
Einhver sem hefur einhverja glóru um hvað ég get gert?
Ég er með Windows XP Pro SP2 og þetta er tölvan sem er í lýsingunni. Tölvan er bara búin að vera í gangi í um 6 daga samfleytt og win diskurinn hefur verið defraggaður nýlega og hann virðist vera í góðu lagi. Svo er ég með mjög fá forrit í gangi í bakgrunninum en það er bara Avira Antivir, Windows Uptime, DU Meter og vnc forrit.
Hér fyrir neðan er svo mynd af Task Manager eins og hann kemur stundum.
Vandamálið er að ég er t.d. bara að vinna mikið við vefsíðugerð og er oft að opna einhverja litla síðu í nýjum glugga af IE, oftast bara til að prófa eitthvað Javascript og þess háttar, og eftir hverja prófun þá loka ég glugganum og allt í lagi með það. En svo fer það allt í einu að gerast að file valröndin efst hverfur í einum glugganum svo hverfur takka valröndin næst og svo ef ég reyni þá að opna nýjann glugga af IE þá virkar það ekki og ef ég reyni að kalla fram Task Manager með CTRL+ALT+DEL þá kemur hann stundum ekki, en um leið og ég loka amk. eihverju einu af því sem ég hef í gangi þá virkar það en stundum kemur Task Manager eitthvað illa skaddaður, t.d. með tóma fleti og eitthvað rugl (sjá mynd niðri). Þetta hefur líka áhrif á allt annað í tölvunni, ég get t.d. ekki opnað önnur forrit þegar þetta gerist svo þetta er pottþétt vandamál í Windows en ekki bara IE
Þetta hefur gerst frekar oft hjá mér þegar ég hef verið að opna endalaust nýja IE glugga en ég hef samt aldrei fleiri en 4-5 opna í einu og það fyrsta sem mér datt í hug var auðvitað að þetta væri minnisvandamál svo ég keyrði FreeRAM XP Pro upp og notaði það til að fá meira minni og það virðist gera það en það lagar samt ekki þetta vesen sem er ansi furðulegt
Einhver sem hefur einhverja glóru um hvað ég get gert?
Ég er með Windows XP Pro SP2 og þetta er tölvan sem er í lýsingunni. Tölvan er bara búin að vera í gangi í um 6 daga samfleytt og win diskurinn hefur verið defraggaður nýlega og hann virðist vera í góðu lagi. Svo er ég með mjög fá forrit í gangi í bakgrunninum en það er bara Avira Antivir, Windows Uptime, DU Meter og vnc forrit.
Hér fyrir neðan er svo mynd af Task Manager eins og hann kemur stundum.