Síða 1 af 1
Uppfærsla
Sent: Sun 24. Nóv 2002 22:34
af day
Þessu hefði ég ekki trúað.. að þið stæðuð við að uppfæra á réttum tíma.
Til hamingju
Sent: Sun 24. Nóv 2002 22:44
af kiddi
Ég veit ekki hvort við eigum að vera móðgaðir eða ánægðir
En jú, við eigum skammirnar skilið fyrir að hafa ekki verið nógu duglegir hingað til, en núna breytist það. =) Við munum pottþétt og undantekningalaust uppfæra hvert einasta sunnudagskvöld héðan í frá.
Sent: Mán 25. Nóv 2002 11:25
af Hades
Frábært , kemur á óvart með Bt og örgjörva, bara miklu ódýrari en næsti aðili. Það er vonandi að fara smá verðstríð í gang með íhluti,það er allt of mikil munur á okkur og nágrannalöndum okkar
ef þið hafið áhuga á að kynnast verðum í kringum okkur bendi ég á nokkrar vefverslanir á norðurlöndum t.d
http://www.pc-netto.dk (danmörk)
http://www.komplett.no/(noregur)
smá verðdæmi :
Pc'Netto :
Intel Pentium 4 Northwood2 2800 MHz (Socket 478) BOX 3.903 (sem gera 44884.- gróft reiknað með gengið 11.5)
sá sem kemst næst á íslandi er Bt með 59.999.- ......15000 kall :damn:
kv
Hades