Síða 1 af 1

Antec 180, 182, 190 hvern ?

Sent: Mán 06. Ágú 2007 22:31
af azzin
Hver af þessum kössum er hljóðlátastur, hagstæður og þægilegasti ?

Antec P180, Antec P182, Antec P190 ?
Ég veit bara alls ekki hvern ég á að fá mér.
Ég þarf að vera með svona 800w aflgjafa.

Sent: Þri 07. Ágú 2007 09:42
af Mazi!
Mætti ég spurja hvað þú ætlar að nota 800w aflgjafa í ?

Sent: Þri 07. Ágú 2007 11:11
af stjanij
hvað verðuru með marga HDD?
ertu að fara keyra SLI/Crossfire?
Ertu með vatnskælingu?

gefðu betri lýsingu á því sem þú ert með.

Sent: Þri 07. Ágú 2007 22:14
af azzin
Eftir sumarið verð ég með 2 6600 skjákort 6 hd amd 3800 upp kloðan í 2,7 GHz líka g15 . Svo um jólin ætla ég að fara í einhvað 9000 nvidea skjákort og 6 til 8 gb minni einhver 10 kjarna örgjörva og þrussu máðurborð og einhvað meira. Þannig að ég tími ekki að vera að kaupa aflgjafa núna á 10 til 15 Þúsund og eftir 4 mánuði að kaupa annan á 25 í staðin fyrir að kaupa núna á 25.
Svo setti ég bara inn hversu stóran aflgjafa ég veil vera með út af p190 er með aflgjafa en ekki hinir.

Sent: Mið 08. Ágú 2007 01:26
af stjanij
p180 kassinn er með 2 HHD plássum enn þú getur ekki notað efra plássið ef þú ert með 8800 gtx kort. það kemst ekki fyrir þá er bara hægt að setja 3-4 HDD í neðra plássið.

ertu með alla þessa HDD innbyggða í tölvuna eða ertu með utan á liggjandi?

annarrs er ég mjög sáttur við þennan kassa

Sent: Mið 08. Ágú 2007 11:03
af Zorba
stjanij skrifaði:p180 kassinn er með 2 HHD plássum enn þú getur ekki notað efra plássið ef þú ert með 8800 gtx kort. það kemst ekki fyrir þá er bara hægt að setja 3-4 HDD í neðra plássið.

ertu með alla þessa HDD innbyggða í tölvuna eða ertu með utan á liggjandi?

annarrs er ég mjög sáttur við þennan kassa
Ehh...Víst passar að hafa harða diska í efra hólfi, allavega hjá mér

Sent: Mið 08. Ágú 2007 11:49
af Klemmi
Allir kassarnir eru mjög hljóðlátir og góðir, en ef þú hafðir hugsað þér að kaupa 850W eða öflugri aflgjafa, þá væri skemmtilegast að fara strax í P190, þar sem stökkið frá honum úr P180 er ca. 22 þús krónur, sem annars færu í aflgjafann, en P190 líkt og þú kannski veist kemur með 2x aflgjöfum sem saman gefa 1200W.
Einnig er hann töluvert lengri en P180 svo þú lendir ekki í vandræðum með harðadiskapláss þó þú sért með mjög langt skjákort.
Allir kassarnir eru með viftum sem allar hafa hraðastillingu, og á low eru þær gott sem hljóðlausar, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, vandaðar og góðar viftur í Antec kössunum.

En til að sannfærast endanlega þá er alltaf sniðugt að fá að skoða kassana í verzlunum.

Sent: Mið 08. Ágú 2007 11:54
af Zorba
Ósammála antec 190 kassinn er bara með 650 w alfgjafa fyrir MB,skjákort og 550 W fyrir drif og diska:P þannig ef hann er t.d. að fara í dual GTX og einhvern beefy örgjörva eða svipað myndi ég frekar mæla með 182 og fara í stórann aflgjafa

Sent: Mið 08. Ágú 2007 13:02
af Klemmi
Aha, og 650W eru feikinóg fyrir nánast hvaða móðurborð, örgjörva, skjákort sem er...
Prófaði að stinga Intel Core 2 Extreme QX6850, high end móðurborði, 4 kubba af DDR2 minni, 2x 8800Ultra SLI settupi, með 4x USB tæki tengd, auka hljóðkorti o.s.frv. inn í PSU calculator, og útkoman var samanlagt 466W í peak vinnslu, svo jafn vel þó þú myndir ákveða að yfirklukka, þá ættirðu að hafa nóg upp á að hlaupa.
Hinn aflgjafinn fer svo í það að knýja diskana, drifin og vifturnar.

Sent: Mið 08. Ágú 2007 13:54
af azzin
Alir þessir harðadiskar sem ég er með eru inní vélinni.

En já ég hallast dálítið að p190 út af stærðinni svo er ég líka að hugsa um hver myndi endast lengst og þar sem p190 er með meira pláss.
Svo er hann náttúrulega með 2 aflgjafa sem myndi kanski nýtast betur.

Sent: Mið 08. Ágú 2007 14:11
af Zorba
Aha, og 650W eru feikinóg fyrir nánast hvaða móðurborð, örgjörva, skjákort sem er...
Prófaði að stinga Intel Core 2 Extreme QX6850, high end móðurborði, 4 kubba af DDR2 minni, 2x 8800Ultra SLI settupi, með 4x USB tæki tengd, auka hljóðkorti o.s.frv. inn í PSU calculator, og útkoman var samanlagt 466W í peak vinnslu, svo jafn vel þó þú myndir ákveða að yfirklukka, þá ættirðu að hafa nóg upp á að hlaupa.
Hinn aflgjafinn fer svo í það að knýja diskana, drifin og vifturnar.
Já maður þarf varla svaka aflgjafa núna en hann vildi c.a. 800W PSU og þá mældi ég á móti 190 kassanum....Fattaru :)

Sent: Mið 08. Ágú 2007 15:05
af Klemmi
Allt í góðu, no hard feelings.

En diskarnir hans, þessir hvað 6 sem hann er að nota, auk drifanna og viftanna gætu auðveldlega farið upp í 150W sem er munurinn á milli 650W og 800W, þannig að either way ætti P190 að vera betri kostur. Vona að þú skiljir hvað ég er að fara, þ.e. að 650W aflgjafinn í P190 þarf ekki að sjá um drifin, diskana og vifturnar, sem líklega telja meira en 150W sem eru á milli 650 og 800 :) :roll:

Sent: Mið 08. Ágú 2007 15:09
af Zorba
jammjamm..:P..En allavega eru psu-in í antec kassanum modular?

Sent: Mið 08. Ágú 2007 15:32
af Klemmi
Ef þú ert að spyrja um hvort það sé hægt að tengja aðeins nauðsynlegu snúrurnar í hann og geyma hinar, þá já :8)

Sent: Fös 10. Ágú 2007 15:37
af stjanij
ef menn eru að spá í 9800 kortið þá notar það minni orku enn 8800 gtx