Síða 1 af 1

Ný tölva í haust.

Sent: Fös 03. Ágú 2007 22:45
af Ljosastaur
Ég hef ákveðið að uppfæra tölvuna í september og er búinn að setja saman það sem mér líst best á.
Tölvan verður notuð í Photoshop/Lightroom, 1080p video spilun, nýjustu leiki og hefðbundna vinnslu.
Ég er algjör byrjandi í OC og reikna ekki með að gera mikið af því.
Einhver hluti af tölvunni verður keyptur í USA.
Ég hugsa að ég fari ekki yfir 150.000

Hér er það sem ég var búinn að hugsa mér:

Örgjörfi: E6850 eða Q6600. Ætti Q6600 ekki að henta mér betur ?

Skjákort: 8800GTX, Hvaða merki er að standa sig best ?

Minni: GeIL Ultra PC2-6400 DC

Móðurborð: Er ekki lang sniðugast að bíða eftir x38 ?

Kassi: Hvaða mælið þið með ?

Sent: Lau 04. Ágú 2007 00:30
af ÓmarSmith
Það er ekkert sem styður Q í dag þannig að E6850 er snilld. Mun meira sem styður tví kjarna örgjörva en fjórkjarna.

1080P ? Ætlaru að vera semsé með 24" skjá ?


Ef þú ert ekki að fara í leikjaspilun er 8800GTX alveg óþarfi. Og hvað merkin varðar þá hef ég alltaf verið save með BFG.

Annars fá líka Inno3d kortin í Kísildal flotta dóma notenda.

Sent: Lau 04. Ágú 2007 00:54
af Ljosastaur
ÓmarSmith skrifaði:1080P ? Ætlaru að vera semsé með 24" skjá ?


Nei, tölvan þarf að vera nógu öflug til að spila 1080p efni.

Sent: Lau 04. Ágú 2007 11:50
af ÓmarSmith
jájá, þu þarft ekkert quad í það ;)

Ég get spilað 1080p á E6400 og mínum 2GB af minni. No sweat.

Sent: Fim 06. Sep 2007 12:03
af ohbjorns
ÓmarSmith skrifaði:Það er ekkert sem styður Q í dag þannig að E6850 er snilld. Mun meira sem styður tví kjarna örgjörva en fjórkjarna.

1080P ? Ætlaru að vera semsé með 24" skjá ?


Ef þú ert ekki að fara í leikjaspilun er 8800GTX alveg óþarfi. Og hvað merkin varðar þá hef ég alltaf verið save með BFG.

Annars fá líka Inno3d kortin í Kísildal flotta dóma notenda.


http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=15383

er sniðugt fyrir mig að skipta Q6600 fyrir E6850? Tölvan er mestmegnis fyrir leikjaspilun

Sent: Fim 06. Sep 2007 12:16
af Prags9
Er einmitt að ströggla sjálfur með valið, Ég hef pantað Quad, En ég á ennþá eftir að sækja og get mögulega skipt,
shitt sko, Skiptar skoðanir hjá fólki.

Sent: Fim 06. Sep 2007 13:21
af Daz
Ég myndi persónulega segja þér að bíða þangað til þú finnur eitthvað sem keyrir ekki ásættanlega án quad core áður en þú kaupir hann.