Síða 1 af 1

miklar verðbreytingar á vinnsluminni

Sent: Mið 10. Sep 2003 22:52
af axyne
alveg síðan ég keypti tölvuna mína í enda janúar á þessu ári hef ég verið að skrá niður verðið á hverjum nýjum verðlista frá tölvulistanum (keypti partana þar) til að ergja mig á hvað ég sé búinn að tapa miklu. :?

þar sem verðsveiflurnar voru mestar, voru í vinnsluminni og harður diskur. :!:

120 gb WD kostaði 24 þús í 28 janúar en 15 þús núna samkvæmt nýjasta verðlista 25 ágúst.

en vinnsluminnið 2x 256 333 mhz hefur verið furðulegt.

28.jan 17.980
16.feb 11.980
22 apr 8.980
5.jún 7.580 :shock:
9.júl 11.980
5 águst 11.980
25.ágú 13.980 :evil:


afhverju ætli þessi hækkun stafi ? nú hefur dollari verið að hækka mikið undanfarið en ekki það mikið til að gefa svona miklar verðbreytingar.
eru þetta hvort er ekki allt frá asíu eða þar um kring ?
Kingston minni eru þau ekki frá Bretlandi ?
Dollarinn getur ekki haft mikil áhrif á verðin ef þetta er keypt þaðan :?:

hvenær var það þegar vinnsluminnisverðin hækkuðu uppúr öllu veldi ? var það ekki sumarið 2001 ? var það ekki útaf einhver verksmiðjur brenndust eða eitthvað þannig :roll:

Sent: Mið 10. Sep 2003 23:03
af gumol
Það kemur málinu ekkert við hvaðan fyrirtækin eru, flest millilandaviðskipti fara fram í dollurum eða evrum (sem er btw sterkari en dollarinn)

h

Sent: Mið 10. Sep 2003 23:06
af ICM
þetta var útaf of mikilli eftirspurn eftir vinnsluminni, allar verksmiðjur þurftu að auka framleiðsluna. eftir einhverja mánuði fáum við vonandi miklar verðbreytingar þegar þeir komast að því að þeir eiga alltif mikið af vinnsluminni

Sent: Fim 11. Sep 2003 08:27
af Voffinn
Eða þið gerið eins og gaurinn sem labbaði útúr tölvubúðinni með kassa (með 67 vinnsluminnum í).

Það hafði nýr maður byrjaður í búðinni, og þegar kúnninn kom inn tók hann bara allan kassan sem var með límiða á uppá $70 :D