Síða 1 af 1

Hjálp með Volt stillingar á E6400 og 680i chipset

Sent: Fös 13. Júl 2007 13:24
af Mencius
Sælir, ég er búin að vera aðeins að fikta við að yfirklukka örran hjá mér og ég var að pæla í hvaða volt stillingar væru stock á 680i og örranum?,

Ég hef haft volt stillingar í bios á auto.

Ég er búin að prufa að googla þetta og hef ekki fundið volt á nb, sb, cpu vtt.

Bios sýnir að volt á örgjörva séu 1,45. en ég prufaði að kíkja á volt í speedfan, everest, asus pc-probe og ekkert þeirra sýnir sömu volt tölur.

Ég setti fsb í 1700 í gær og tölvan startaði sér og allt í góðu, ég setti prime 95 á og hitinn fór í speedfan uppí temp 1 39°c og core 1 og 2 fór uppí 51 og 53 og ég var að pæla hvað hitinn mætti fara uppí?

Og hvað væri óhætt að fara með volt uppí á vcore, nb core, sb core og cpu vtt?