Að mínu mati (og ekki allir sammála) þá skoða ég tölvubúnað í þrennu lagi:
1. Móðurborð, örgjörvi og minni
Þetta vel ég MJÖG VANDLEGA. Enda er þetta eitthvað sem þú skiptir ekki um á líftíma tölvunnar, einsog t.d. skjákort eða harðan disk.
2. Kassinn
Skiptir svosem ekki höfuðmáli. Aðalatriði er að fá vel útlítandi kassa, með fínu loftflæði, og er hljóðlátur. Mikilvægt að velja réttan kassa, þar sem þú ert ekki að fara skipta um kassa á líftíma tölvunnar.
3. Aukahlutir, s.s. harðir diskar, skjákort o.fl.
Flestir sem kaupa sér nýja tölvu eiga tölvu fyrir. Með því að nota t.d. skjákort eða harðan disk úr gömlu vélinni geturðu sparað þér startkostnað við að kaupa nýja vél (ef þú ert að hugsa um budget).
Persónulega er ég að skoða fyrir mig:
Duo E6600 örri
MSI P35 Platinum eða Asus P5K Deluxe WiFi-AP móðurborð
2GB DDR2 1066MHz minni
Allt hitt skiptir minna máli
Ath. Það sem ég legg mesta áherslu á þegar ég kaupi tölvu er að fá mesta value fyrir peninginn. T.d. er ekki rosalegur performance munur á Quad core og Dual core örgjörvum (miðað við það sem ég hef lesið), þannig að t.d. 20% hraðaaukning (í sumum applicationinum, stundum enginn) réttlætir ekki 100% kostnaðaraukningu.
Veljið ódýrasta, hraðasta. Rugl að vera spreða í eitthvað splunkunýtt sem kostar 3x meira en meira mainstream, en gefur bara af sér 10-15% hraðaaukningu.