Síða 1 af 1

Ofhitnun skjákorts..

Sent: Mið 20. Jún 2007 14:45
af Sallarólegur
Er í smá vandræðum með skjákortið mitt, þegar ég er búinn að vera í tölvunni án þess að slökkva á henni í svolítinn tíma þá frame-droppa ég í leikjum og það koma svona "bugs" í flestar textures og allt einhvernvegin tengist saman og leiðindi..

Er nokkuð viss að þetta sé skjákortið, enda er það svo heitt eftir smá vinnslu að ég get ekki komið við það. Með hverju mæliði? Er með stock viftu á því.

edit: Er að spá í Zalman blóm fyrir bæði skjákortið og örgjörvan, en má ekki kosta of mikið.

Hvernig eru þessi kaup:
http://start.is/product_info.php?products_id=963
http://start.is/product_info.php?products_id=964

Sent: Mið 20. Jún 2007 15:27
af Stutturdreki
Persónulega er ég hrifnari af Artic Cooling kælingunum fyrir skjákort sem blása beint út úr kassanum að aftan, fást (yfirleitt) hjá Task. Zalman eru hinsvegar mjög góðar og hef setið við tölvu með þessari skjákortskælingu og það heyrðist ekkert í henni (tölvan var undir borði). Svo ef þetta passar á dótið þitt.. kælir vel og er hljóðlátt.

Sent: Mið 20. Jún 2007 16:58
af Yank
Fyrir cpu taktu þá frekar 7700CU heldur en 7000, 7700 er mun stærri og öflugri.

Sent: Mið 20. Jún 2007 17:48
af Sallarólegur
Yank skrifaði:Fyrir cpu taktu þá frekar 7700CU heldur en 7000, 7700 er mun stærri og öflugri.


Vill frekar aðeins vægari ódýra, heldur en rándýrt flykki.

Sent: Mið 20. Jún 2007 19:10
af kristjanm
Ertu með útblástursviftu aftan á tölvukassanum?

Sent: Mið 20. Jún 2007 22:06
af Sallarólegur
kristjanm skrifaði:Ertu með útblástursviftu aftan á tölvukassanum?


Ein að framan, að aftan, á glerinu á kassanum og í aflgjafanum...

Sent: Mið 20. Jún 2007 22:13
af kristjanm
Aftan á kassanum eru nokkur járn sem eru fyrir skjákorts/PCI slottunum, s.s. járnin sem þú tekur úr þegar þú setur einhver kort í móðurborðið.

Prófaðu að taka eitt eða tvö af þessum járnum úr sem eru hliðiná á skjákortinu, semsagt á þeirri hlið sem kælingin er. Þetta gæti lækkað hitann alveg umtalsvert.