Síða 1 af 1
24" Acer skjár
Sent: Fim 14. Jún 2007 04:02
af dos
Er þetta ekki alveg ágætis skjár, hvað segið þið um það.
Ég er ekki mikið í leikjaspilun, en er að klippa video og ljósmyndir
http://computer.is/vorur/5721
Sent: Fim 14. Jún 2007 09:11
af TechHead
Nei þessi skjár er frekar slappur þar sem hann hefur einungis VGA tengi.
Myndi mæla með að þú legðir 10þúsund krónum meira í þetta og tækir
alvöru græju eins og Samsung 244T. Hann fæst bæði hjá Tölvuvirkni og
Tölvutækni á einhverjar 74.900 kr.
Það er alvöru gripur með DVi, Component, Vga og S-Video, mun betri panel
og svo er hægt að Pivota hann.
Sent: Fös 15. Jún 2007 22:32
af Harvest
Bara góð reynsla af 244T... mæli ekki með acer skjám... hef átt 2 og var aldrei sáttur.
Sent: Þri 10. Júl 2007 21:32
af Viktor2
Harvest skrifaði:mæli ekki með acer skjám... hef átt 2 og var aldrei sáttur.
Ástæður ?
Sent: Þri 10. Júl 2007 23:57
af Harvest
Viktor2 skrifaði:Harvest skrifaði:mæli ekki með acer skjám... hef átt 2 og var aldrei sáttur.
Ástæður ?
Ömurleg styllingaratriði á skjánum (ss fóturinn), ekki hrifinn af crystal brightinu í öðrum sem ég átti, lélegir litir í hinum samanborið við samsung skjá af svipaðri stærð síðast en ekki síðst - ljótir.
Sent: Mið 11. Júl 2007 20:23
af stjanij
samsung all the way
Sent: Mið 11. Júl 2007 21:08
af GuðjónR
TechHead skrifaði:og svo er hægt að Pivota hann.
Og það er ?
Sent: Fim 12. Júl 2007 10:12
af ÓmarSmith
Pivot = Getur snúið honum upp á rönd.
Sé engan plús við það í raun nema í Excel vinnslu eða e-r skonar myndvinnslu jafnvel.
Sent: Fim 12. Júl 2007 14:43
af appel
Ég hef átt 24" dell skjá í 2 ár og hef aldrei notað þetta pivot dæmi.
En DVI er algjört MUST. kaupir enginn heilvita maður LCD skjá ÁN DVI. Það er einsog að kaupa flott og stórt LCD sjónvarp með VHS spilara innbyggðum!