Síða 1 af 1
Kísildalur Offical Lanmót í Egilshöll helgina 1.-3.júní
Sent: Fös 18. Maí 2007 23:21
af Taxi
Jæja,þá er loksins komið að því,stórt Lan-Mót í anda skjálfta.
Þá er draumur allra CS (1.6) spilara loks að veruleika og komið eitt flottasta lanmót í sögu Íslands.
Þetta lanmót ber heitið Kísildalur Official Lanmót og er þetta mót styrkt af Tölvuversluninni Kísildal.
Mótið er haldið í Egilshöllinni helgina 1.-3.júní og kostar 3500kr inn á mótið.
Þetta er ekki haldið í aðal sal Egilshallarinnar en þó er þetta í 400 m2 rými (sem við munum ekki fullnýta) sem er held ég stærra en aðal salurinn í HK húsinu (þar sem Skjalfti var haldinn).
Húsið mun opna 13:00 á föstudeginum og loka 17:00 á sunnudeginum (gæti breyst eitthvað smávegis).
Kísildalur verður með stórglæsileg verðlaun í boði.
Einnig er hægt að vera í Klanleysu (mæta án liðs og spila ýmsa leiki).
Skráning er hérna.
http://lanmot.hax.is/
Sent: Fös 18. Maí 2007 23:26
af ÓmarSmith
Frábært framtak að sjá svona.
Én ég tel að Skjálfti verði bara aldrei toppaður. Enda var hann haldinn í um 8 ár og nánast sömu menn sem stóðu að honum allann tímann.
Vonandi gengur þetta samt allt upp hjá Mótshaldara.
Sent: Lau 19. Maí 2007 09:18
af ManiO
Smellur tók skjálfta ósmurt, sérstaklega þegar hann var enn í byggingunni þar sem að margmiðlunarskólinn er (var?). Þar voru engir súrir pimpar sem voru með sand í píkunni, maður gat verið þarna ALLA helgina, ekki rekinn út klukkan 10 eða 11. Maður gat mætt og þurfti ekki að taka þátt í keppnum. Margfalt skemmtilegra fólk sem mætti. Og svona mætti lengi telja.
En gg og hf Kísildalsmenn

Sent: Lau 19. Maí 2007 11:35
af gnarr
Þessi síða kemur mjög funky út í IE7.
Sent: Lau 19. Maí 2007 20:11
af Mazi!
Á að mæta með sína eigin Tölvu og skjá? eða hvernig er þetta ?
Sent: Lau 19. Maí 2007 21:21
af Fumbler
gnarr skrifaði:Þessi síða kemur mjög funky út í IE7.
Kemur funky út í IE6 líka, og IE tab í firefox.
Sent: Lau 19. Maí 2007 23:25
af Tjobbi
Mazi! skrifaði:Á að mæta með sína eigin Tölvu og skjá? eða hvernig er þetta ?
Jébb þarft að mæta með eigin tölvu og eigin skjá og eigin jaðarbúnað.
http://www.hugi.is/cod/articles.php?pag ... Id=4910248
Sent: Sun 20. Maí 2007 16:17
af stjanij
shitt, er búinn að bíða eftir þessu, enn er skráður í veiði í Laxárdal, get ég mætt á síðasta daginn?
PS: Taxi þetta er meiriháttar hjá ykkur Kisildals mönnum
Meira svona

Sent: Mán 21. Maí 2007 11:57
af DoRi-
kommon, ekki halda lan um sjómannahelgina !!
það er lang best að eyða þeirri helgi í djamm og fíflaskap
Sent: Mán 21. Maí 2007 13:45
af ÓmarSmith
4x0n skrifaði:Smellur tók skjálfta ósmurt, sérstaklega þegar hann var enn í byggingunni þar sem að margmiðlunarskólinn er (var?). Þar voru engir súrir pimpar sem voru með sand í píkunni, maður gat verið þarna ALLA helgina, ekki rekinn út klukkan 10 eða 11. Maður gat mætt og þurfti ekki að taka þátt í keppnum. Margfalt skemmtilegra fólk sem mætti. Og svona mætti lengi telja.
En gg og hf Kísildalsmenn

Uhhh, að hvaða leiti tók Smellur Skjálfta í ósmurt
Færðu rök fyrir máli þínu og ekki koma með rök á borð við að öllum hafi verið hleypt inn alla nóttina. Lokanir á skjálfta voru eingöngu til að takmarka þjófnaði og óþarfa vesen sem upp kom sökum manna er ekki voru að taka þátt á neinn hátt.
Sent: Þri 22. Maí 2007 08:28
af ManiO
4x0n skrifaði:Þar voru engir súrir pimpar sem voru með sand í píkunni... Maður gat mætt og þurfti ekki að taka þátt í keppnum. Margfalt skemmtilegra fólk sem mætti. Og svona mætti lengi telja.

Sent: Mið 23. Maí 2007 10:58
af ManiO
Voru þetta semsagt ekki rök?

Sent: Fös 25. Maí 2007 22:31
af Taxi
stjanij skrifaði:shitt, er búinn að bíða eftir þessu, enn er skráður í veiði í Laxárdal, get ég mætt á síðasta daginn?
PS: Taxi þetta er meiriháttar hjá ykkur Kisildals mönnum
Meira svona

Þú getur mætt hvenær sem er,meistari.
