Síða 1 af 1
Heimanetkerfi enn og aftur
Sent: Sun 07. Sep 2003 01:05
af hakonbj
Ég er með venjulega tölvu og fartölvu heima hjá mér báðar með windows 2000. Svo er ég með hub sem þær eru tengdar saman í og ég get alveg farið yfir í eina tölvuna úr hinni (og öfugt) og shareað fælum og solleiðis.
En ég hef ekki getað náð að stilla þær saman svo ég geti farið á netið í fartölvunni, ég er með ADSL modem í venjulegu tölvunni. Ég hef kíkt á huga.is og fleira til að athuga hvernig ég á að stilla þetta en ekki alltaf fengið sömu svörin svo ég ætla að spyrja hérna líka.
Getur einhver skrifað upp lista yfir tölurnar sem ég á að skrifa í TCP/IP properties og annað nauðsynlegt.
Sent: Sun 07. Sep 2003 01:21
af gumol
Hvaða stýrikerfi eru á tölvunum?
Sent: Sun 07. Sep 2003 09:03
af Voffinn
Ég held að þú hafir átt að fara fyrr að sofa gumol, hann sagði að það væri win2k á þeim báðum...
Sent: Sun 07. Sep 2003 11:01
af gumol
Ég veit ekki hvernig þetta er í 2000 og ég veit ekki hvað þú veist mikið um tölvur eða hvað þú ert búinn að prófa, en í XP er þetta gert svona:
Ferð í "Properties" á ADSL modeminu, "Advanced" flipann. Þar hakaru við "Allow other network users to connect trough..." og síðan "Ok".
Þá breitist IP talan á borðtölvunni í 192.168.0.1
Síðan ferðu í laptopinn og í Properties fyrir netkortið (passar að velja rétt netkort) tvíklikkar á "Internet Protacol (TCP/IP)", Velur "Use the following IP address" og fillir út:
Kóði: Velja allt
IP address: 192.168.0.2
Subnet Mask: 255.255.255.0
Default gateway: 192.168.0.1
Preferred DNS: 192.168.0.1
Secondery DNS: {ekkert}
ýtir síðan á OK og þá áttu að vera kominn á netið
Sent: Sun 07. Sep 2003 16:34
af hakonbj
Þegar ég fer í properties á ADSL módeminu er enginn Advanced flipi heldur bara sharing flipi, og þegar ég haka við þar "Enable internet connection sharing for this network" en ip talan breytist ekki af sjálfum sér. En ég læt hana vera 192.168.0.1 hvað á ég þá að láta hitt vera, á ég að skrifa e-ð í gateaway eða dns server?
Sent: Sun 07. Sep 2003 17:10
af gumol
nibb ekkert í deafault gateway eða dns á ADSL vélinni
ertu nokkuð með firewall ?
Sent: Sun 07. Sep 2003 19:46
af MezzUp
IP talan á ADSL módeminu(þar sem að þú tikkar við sharing) á bara að vera auto en á netkortinu í ADSL vélinni á IP talan að vera 192.168.0.1 og mask'ið 255.255.255.0 , ekkert í hinum reitunum
Sent: Sun 07. Sep 2003 23:23
af natti
Hakonbj:
Eftir að þú et búinn að enabla internet sharing á ´tölvunni sem er með adsl.
Það sem þú gerir þá á ferðavélinni, í stillingunum á netkortinu þar er að í "gateway" skrifaru ip töluna sem er á borðvélinni sem er með ADSL.
Dæmi:
Borðvélin er með: 192.168.0.1 (subnet mask 255.255.255.0 og ekkert gateway).
Og auðvitað internet sharing enabled etc...
Ferðavélin: 192.168.0.2 subnet mask: 255.255.255.0 og gateway: 192.168.0.1
Hinsvegar, það sem vantar hérna eru að skrifa inn DNSana á ferðavélinni.
Þú getur t.d. notað 194.105.224.1 (sem er dns hjá simnet?)
Borðvélin sem er með adslið fær dnsana nefninlega sjálfvirkt úthlutað þegar hún tengist adslinu.´
Ef þú vilt sjá hvaða dns-a borðvélin(adsl) er að nota, gerðu þá eftirfarandi:
Farðu í start -> run og skrifaðu cmd og ýttu á ok.
Þá færðu upp lítinn svartann dos glugga.
Skrifaðu þar: ipconfig /all
Þar er lína "DNS Servers" og þar sérðu ip tölurnar á þeim serverum sem borðvélin er að nota.
Þú getur notað sömu ip tölur á ferðavélinni.
Til þess að prufa virknina á ferðavélinni, þá geturu farið í command prompt (start-> run og cmd) og einfaldlega gert:
ping
http://www.mbl.is
Þú ættir að fá: pinging
http://www.mbl.is 193.4.96.21:
ef þú færð "Unknown host
http://www.mbl.is" þá er annaðhvort dnsið vitlaust eða sambandið næst ekki.
Þá geturu prufað að skrifa:
ping 193.4.96.21
Ef þú færð reply from bla bla... þá er sambandið í lagi...
Ef þú færð request timed out, þá er þetta ekki að virka.
I hope this helps....
Mbk
Natti
Sent: Mán 08. Sep 2003 11:11
af MezzUp
DNS hjá Símnet er 212.30.200.200 og 157.157.205.2
Sent: Mán 08. Sep 2003 15:59
af gnarr
MezzUp skrifaði:DNS hjá Símnet er 212.30.200.200 og 157.157.205.2
hann sagðist aldrei vera með adsl hjá símanum
Sent: Mán 08. Sep 2003 20:12
af MezzUp
nibbs, en natti sagði: (dns hjá símanum?)
og svo getur hann notað DNS hjá símanum þótt að hann sé ekki hjá þeim, þótt að hann megi það ekki :)
Sent: Mán 08. Sep 2003 23:04
af natti
Það kom hvergi fram hjá hvaða þjónustuaðila hann er hjá.
Mezzup skrifaði:og svo getur hann notað DNS hjá símanum þótt að hann sé ekki hjá þeim, þótt að hann megi það ekki
Sem er rétt, hann getur nátturulega notað hvaða dns sem er til þess að prufa sig áfram.
Hinsvegar er ég ekki alveg nógu kunnugur þeim reglum að hann megi það ekki????
Er bannað að nota dns hjá öðrum en þínum isp?
And if so, why?
Sent: Þri 09. Sep 2003 01:22
af gnarr
hvað gerir þetta dns annars? ég hef aldrei nennt að flækja málin sona..
hehe. ekki gerir þetta tölvuna manns að subdomain? eða..
Sent: Þri 09. Sep 2003 10:46
af halanegri
Tölvan þín hefur samband við DNS(Domain Name Server) til að finna út ip addressur, t.d. ef þú slærð inn hugi.is í browserinn þinn, þá hefur tölvan ekki hugmynd um hvaða ip tölu hún á að senda pakka á, svo hún spyr dnsinn hvaða ip tölu hugi.is er skráður á.