Síða 1 af 1
WD Crash
Sent: Fös 05. Sep 2003 13:28
af WarriorJoe
Sælir núna er ég með harðadiska, einn 80gb samsung og einn 120gb western digital, diskurinn er ca 1 árs og alltaf gengið vel með hann en nuna í gær skipti ég um örgjörva viftu og allt gekk vel og svona. En svo þegar ég kveiki á tölvunni minni nuna þá kemur rosalegt tigg tigg hljóð úr honum en þegar ég tek hann úr sambandi þá gengur þetta allt vel og vélin ræsir sig og svona.
Mér finnst þetta svoldið skrítið þar sem kælingin er góð í kassanum og aldrei mikil vinna á harðadisknum eru einhver ráð til að laga hann eða bjarga stuffinu sem er á honum 115 gb af myndum/þáttum sem manni langar ekkert voðalega að dl aftur

Sent: Fös 05. Sep 2003 14:03
af kiddi
Ef "clicking" hljóðið ógurlega er komið í diskinn þá geturðu held ég kvatt hann bless.
Ég hata Western Digital.
Sent: Fös 05. Sep 2003 14:37
af GuðjónR
Finndu nótuna...ef hann er innan við ársgamall þá áttu að fá hann bættann.
Sent: Fös 05. Sep 2003 14:40
af WarriorJoe
að finna þessa nótu er eins og að finna nál í sjónum.. En er enginn leið til að bjarga gögnunum? ://
Sent: Fös 05. Sep 2003 14:52
af GuðjónR
Nei...ég hef lent í svona, nákvæmlega eins og þú talar um, og HD var gjörsamlega ónýtur.
Ef þú værir með ómetanleg gögn þá er hægt að bjarga þeim en það kostar mikla peninga.
Sent: Fös 05. Sep 2003 16:04
af Castrate
ég lenti í þessu með 8gb maxtor disk var með jah 8gb af mússik þar inni og allt fór í vaskin

Sent: Fös 05. Sep 2003 17:19
af gnarr
kostaði mig ekki rassgat að bjarga 80gb af dóti af mínum disk. fór bara á google.. skrifaði "get data back". kazaa sá svo um restina

Sent: Fös 05. Sep 2003 19:42
af kemiztry
Þetta kannski kennir mönnum að kaupa ekki Western Digital?
Sent: Fös 05. Sep 2003 19:46
af GuðjónR
Það eru margir búnir að brenna sig á WD

Sent: Fös 05. Sep 2003 20:47
af BoZo
Ég er sjálfur með 3 wd 2 80 gb og einn 40 gb, svosem ágætir diskar en bara þvílíkur hávaði í þessu!!

Sent: Fös 05. Sep 2003 21:17
af MezzUp
GuðjónR skrifaði:Finndu nótuna...ef hann er innan við ársgamall þá áttu að fá hann bættann.
eru það ekki 2 ár
WD
Sent: Sun 07. Sep 2003 22:52
af Birk
slæmt að hafa ekki verið búinn að fara á þessu síðu áður en ég keypti Western digital
