Síða 1 af 1
Lenovo fartölvur
Sent: Mið 25. Apr 2007 15:40
af Sprelli
Hvernig eru þessar Lenovo tölvur? Eru þær að standa sig?
Hvort ætli sé betri fyrir peninginn, C200 eða N100?
Re: Lenovo fartölvur
Sent: Mið 25. Apr 2007 16:22
af END
Sprelli skrifaði:Hvernig eru þessar Lenovo tölvur? Eru þær að standa sig?
Hvort ætli sé betri fyrir peninginn, C200 eða N100?
Ég held þú fáir mest fyrir peninginn með Macbook
Miðgerð þeirrar tölvu kostar nú 140 þús. kr. ef þú ert í Námunni hjá Landsbankanum geturðu auk þess fengið 10% afslátt sem kemur verðinu niður í u.þ.b. 127 þús. kr. Ég held þú gerir ekki betra kaup. Nema kannski með því að kaupa ódýrustu gerð Macbook tölvunnar og uppfæra sjálfur minnið í 2GB og harða diskinn í 160GB. Tölvan með slíkri uppfærslu ætti þá að kosta u.þ.b. 133 þús kr.
Annars finnst mér Lenovo V100 mest spennandi af þeim tölvum. Ég myndi setja Portability ofar en annað við kaup á fartölvu.
Sent: Fös 27. Apr 2007 13:46
af Sprelli
Mig langar ekkert sérstaklega í Maca, því miður.
Sent: Fös 27. Apr 2007 14:27
af TechHead
Lenevo tölvurnar eru mjög vandaðar og góðar vélar.
Klikkar ekki með N100 vélina á rúmar 144þús. Flottir speccar og góð vara.
Sent: Fös 27. Apr 2007 18:31
af Xyron
toshiba er líka mjög vandaðar tölvur.. byggðar nánast frá a til ö af þeim..
eru víst með lægstu doa tíðni af öllum tölvum í heiminum í dag
Sent: Fös 27. Apr 2007 19:36
af END
Xyron skrifaði:toshiba..[]..eru víst með lægstu doa tíðni af öllum tölvum í heiminum í dag
Heimildir? Ekki það að ég dragi orð þín í efa en það væri gaman að vita hvaða staðreyndir liggja að baki þessarar fullyrðingar.
Sent: Fös 27. Apr 2007 20:05
af Revenant
Lenovo (áður IBM) fartölvur eru æðislegar. Hinsvegar er Lenovo meira að stíla inn á fyrirtækjamarkaðinn og eru því ekki alltaf með "cutting edge" vélbúnað. Þeir stíla meira inn á áreiðanleika og batterísendingu.
Sent: Fös 27. Apr 2007 20:38
af ManiO
En þegar maður kaupir beint af fyrirtæki sem er með heilan helling af svona tölvum á lager skiptir DOA ekki miklu máli, tefst kannski um einn dag. Væri miklu verr ef þú lendir í sérpantaðari vél. Bilanatíðni er það sem að fólk þarf að hafa áhyggjur af með fartölvur, ekki DOA.
Sent: Fös 27. Apr 2007 21:19
af Xyron
END skrifaði:Xyron skrifaði:toshiba..[]..eru víst með lægstu doa tíðni af öllum tölvum í heiminum í dag
Heimildir? Ekki það að ég dragi orð þín í efa en það væri gaman að vita hvaða staðreyndir liggja að baki þessarar fullyrðingar.
fór á fyrirlestur hjá toshiba kynningarfulltrúa fyrir nokkrum mánuðum .. efaðist bara um að hann væri að ljúga þessu, seldu mig alveg þegar hann var að renna í gegnum framleiðsluferlið hjá þeim.. eru að framleiða mestan hlutan af tölvunum alveg sjáflir og fá þannig mikið betri yfirstjórn yfir framleiðsluferlinu
hefði nú samt haldið að það væri nú einhver tenging milli doa og billatíðni.. hlítur að segja eitthvað um það
Sent: Sun 29. Apr 2007 23:47
af dadik
PC Magazine gerði könnun á þessu:
2002 könnunin er hérna:
http://www.pcworld.com/article/id,112915-page,9/article.html#
Tékkið á pfd skjalinu sem tekur þetta saman.
2003 könnunin er hérna:
http://www.pcworld.com/article/id,112915-page,9/article.html#
Apple, IBM og Toshiba eru að skora best 2002
Dell, Gateway, IBM og Toshiba eru best 2003
Miðað við að Lenovo keypti framleiðslulínuna af IBM má búast við að þetta séu ágætis vélar. Reyndar er Lenovo consumer merkið meðan ThinkPad eru pro vélarnar. Ég mæli frekar með að þú takir pro vél, þær endast einfaldlega betur.
Ég er td. með ThinkPad A30 sem ég nota fyrir sörf og tónlist. Þetta er 2000 módel sem ég fékk í hendurnar 2001. Hefur ekki klikkað allan þennan tíma enda í svokallaðri workstation línu. Sama gildir um T-línuna, þetta reyndust ákaflega traustar vélar.
Eins hefur Toshiba verið með feykilega gott hardware gegnum tíðina, get hiklaust mælt með pro línunum frá þeim.
Það sem þú þarft að passa þig á er að kaupa ekki eh. consumer dót - sama hver framleiðandinn er. Þetta er oft ódýrustu vélarnar, en í þessum tilfellum færðu það sem þú borgar fyrir. Dæmi um þetta eru R40 og R50 línan af ThinkPad. Þetta voru ódýrar vélar sem var mokað út til námsmanna og fyrirtækja fyrir nokkrum árum. Þær þoldu enganvegin það álag sem fylgir professional notkun og hrundu eina af öðrum. Amk var þetta reynslan frá mínu firma, mig minnir að tölvudeildin sé með bunka af svona hræjum í kjallaranum.
Sent: Mán 30. Apr 2007 12:57
af wICE_man
Spurning um að nota nýrri kannanir, margt getur breyst á nokkrum árum:
Árið 2004:
http://www.pcworld.com/zoom?id=118514&page=5&zoomIdx=1
Árið 2005:
http://www.pcworld.com/zoom?id=123409&page=9&zoomIdx=1
Þarna hefur t.d. Toshiba hrapað niður listann (enda eru BT að selja þær
)
Emachines er líka skólabókadæmi um hvað gerist ef menn ætla að spara of mikið í rekstri, þeir eru langbestir 2004 en hrapa niður í næst neðsta sæti 2005.
Áhugaverður mælikvarði þarna er "satisfaction with reliability" sem getur verið mjög tvíeggjaður mælikvarði og nokkuð sem mér sjálfum dytti ekki í hug að hafa með í dæminu þar sem slíkt opnar fyrir alskonar duttlunga og fanboy-isma.
Sent: Mán 30. Apr 2007 14:03
af Xyron
kemur mér á óvart að sjá acer svona hátt á þessum lista, hafa alltaf virkað frekar low budget á mig?
hélt að acer keyptu íhluti í vélarnar sínar frá ódýrasta söluaðila..
Sent: Mán 30. Apr 2007 15:29
af gnarr
já, tildæmis eins og frá Intel, AMD, ATi, nVidia, Marvell og sama helvítis draslið og er verið að selja fyrir smápening útum allt
Sent: Þri 01. Maí 2007 19:04
af dadik
wICE_man skrifaði:Spurning um að nota nýrri kannanir, margt getur breyst á nokkrum árum:
Árið 2004:
http://www.pcworld.com/zoom?id=118514&page=5&zoomIdx=1Árið 2005:
http://www.pcworld.com/zoom?id=123409&page=9&zoomIdx=1Þarna hefur t.d. Toshiba hrapað niður listann (enda eru BT að selja þær
)
Emachines er líka skólabókadæmi um hvað gerist ef menn ætla að spara of mikið í rekstri, þeir eru langbestir 2004 en hrapa niður í næst neðsta sæti 2005.
Áhugaverður mælikvarði þarna er "satisfaction with reliability" sem getur verið mjög tvíeggjaður mælikvarði og nokkuð sem mér sjálfum dytti ekki í hug að hafa með í dæminu þar sem slíkt opnar fyrir alskonar duttlunga og fanboy-isma.
Gott að finna þessar nýju kannanir. Ég hélt reyndar að þeir hefðu hætt þessum könnunum, en svo er greinilega ekki.
Ég er reyndar að spá í hvað kom fyrir hjá Toshiba. Þeir voru lengi vel með mjög fínar vélar. Þóttu reyndar dýrir en voru mjög áreiðanlegir. Toshiba hefur fínt orðspor þegar kemur að sérhæfðum tölvubúnaði, iðntölvur og fleira dót sem þarf að keyra í leiðinlegu umhverfi (hiti, ryk, hristingur etc). Spurning hvort þetta sé consumer línan sé að draga þá niður. Eins og þú segir þá er BT að selja vélar frá þeim og yfirleitt frekar ódýrt .. en BT er jú BT
Ég er reyndar sammála þér með "Satisfaction with reliability" dæmið. Þetta er gríðarlega slakur mælikvarði sem mælir í raun ekkert annað en væntingar kaupandans til tölvunnar. Ef þú kaupir ódýra tölvu og býst við að hún bili geturðu samt verið með hátt SWR þar sem þú bjóst jú við þessu. Einhverntíman sá ég könnun þar sem tekin var statistik á borð við fjölda og alvarleika bilana - sem er jú mun meira virði imho.
Sent: Þri 01. Maí 2007 20:53
af Xyron
gnarr skrifaði:já, tildæmis eins og frá Intel, AMD, ATi, nVidia, Marvell og sama helvítis draslið og er verið að selja fyrir smápening útum allt
meira þá að hugsa um þétta á móðurborð og annað slíkt
Sent: Mán 21. Maí 2007 18:03
af Sprelli
En eru þessar tölvur með sér partition á diskinum fyrir sinn eigin búnað. Hvernig er það?
Sent: Lau 21. Júl 2007 19:48
af Kaffi
þegar þú kaupir þér fartölvu þá þarftu að hugsa um áræðanleika söluaðilans. Þú villt ekki kaupa fartölvu af búð sem er farin á hausinn/búin að skipta um kt. áður en ábyrgðin er búin.
Af sömu ástæðu skaltu vera alveg viss um að þú fáir pottþétta þjónustu þegar fartölvan bilar. En það er einmitt málið, fartölvur eru með afl á við ágætis turn en komast fyrir í hálfum cheeiros pakka og því eru þær líklegri en venjulegar tölvur til að bila. Maður þarf sem sagt að gera ráð fyrir því að fartölvur bili, séu þær á annað borð notaðar.
Ég á 2ja ára ThinkPad T42 sem hefur hlotið sinn skerf af óhepni, en ég hef bara farið með hana á verkstæðið hjá nýherja og fengið til baka á mjög ásættanlegum tíma, ekkert vesen með neinar nótur, ekkert verið að saka mann um illa meðferð, bara lagað og brosað.
Auðvitað þarf maður að borga smá auka fyrir að vera alveg sjor á því að vera með þessa þjónustu. Það kostar minna að kaupa tövlu hjá BT en Nýheja, en það er ekki spurning á hvorum staðnum ég vill versla.
P.S. ég heyrði einn lýsa fartölvukaupum nokkuð vel: "Það skiptir engu máli hvernig tölvu þú kaupir þér, bara að hún heiti IBM eða Dell"