Vandræði með tölvuna. Reynslusaga
Sent: Fös 13. Apr 2007 00:20
Það er nú varla að maður þori að segja frá þessu.
Jæja, það sem gerist er að nettölvan fer að verða mjög undarleg. Ræsir sig rétt, fer á netið rétt en um leið og ég ætla á einhverja síðu er eins og hún flökkti fram og til baka á síðuna og ég kemst ekki inn á neitt. Fer á hina tölvuna (þær eru samtengdar með K-W Switch) og það sama. Fartölvan er hinsvegar í lagi . My Documents flökkt og allt mjög furðulegt.
Ok, netið í lagi þannig að líklega er þetta vírus eða eitthvað svoleiðis. Þar sem það er ekkert inn á tölvunni í sjálfu sér þá ákvað ég að strauja hana. Tek hana frá K-W og sett upp Xp-ið og lenti í miklu basli með það en tókst að lokun.
Ekkert breyttist! Klóra sér í hausnum, ákveða að þetta sé vélbúnaður og ríf allt úr nema skjákort og minni. Eins, skipta um skjákort. Eins, skipta um minni og skipta um minni, eins. Ákveð að prófa aðra mús, eins. Annað lyklaborð og Yess.
Ástæða vandans og nokkra klukkutíma brölts?
Enter takkinn á endanum var fastur niðri án þess að ég tæki eftir því. Það þarf oft ekki að vera mikið að.
Jæja, það sem gerist er að nettölvan fer að verða mjög undarleg. Ræsir sig rétt, fer á netið rétt en um leið og ég ætla á einhverja síðu er eins og hún flökkti fram og til baka á síðuna og ég kemst ekki inn á neitt. Fer á hina tölvuna (þær eru samtengdar með K-W Switch) og það sama. Fartölvan er hinsvegar í lagi . My Documents flökkt og allt mjög furðulegt.
Ok, netið í lagi þannig að líklega er þetta vírus eða eitthvað svoleiðis. Þar sem það er ekkert inn á tölvunni í sjálfu sér þá ákvað ég að strauja hana. Tek hana frá K-W og sett upp Xp-ið og lenti í miklu basli með það en tókst að lokun.
Ekkert breyttist! Klóra sér í hausnum, ákveða að þetta sé vélbúnaður og ríf allt úr nema skjákort og minni. Eins, skipta um skjákort. Eins, skipta um minni og skipta um minni, eins. Ákveð að prófa aðra mús, eins. Annað lyklaborð og Yess.
Ástæða vandans og nokkra klukkutíma brölts?
Enter takkinn á endanum var fastur niðri án þess að ég tæki eftir því. Það þarf oft ekki að vera mikið að.