Síða 1 af 1
Vantar nýja Vista fartölvu
Sent: Fös 06. Apr 2007 22:40
af kristjanm
Ég er að spá í að kaupa mér nýja fartölvu með Windows Vista í næstu viku.
Ég er að leita að svona mid-range vél með 15.4" skjá sem á að ráða vel við alla almenna vinnslu og leiki að einhverju leyti.
Ég er búinn að finna tvær vélar og væri til í að fá skoðanir um hvora þeirra ég ætti að velja, nema að þið vitið um einhverja sambærilega vél sem er betri kostur.
Acer Aspire 5684WLMIB
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2610
Toshiba Satellite A100-608
http://www.elko.is/item.php?idcat=25&id ... dItem=6454
Hefur einhver reynslu af þessum vélum eða Acer og Toshiba fartölvum yfirleitt?
Sent: Lau 07. Apr 2007 00:42
af Fumbler
Ég er búinn að eiga svona Acer 5684 tölvu núna í nokkra mánuði og líkar bara mjög vel við, sérstaklega eftir að ég sótti nýju driverina sem acer gaf út í mars fyrir vista, þá virkar t.d webcamið betur. En ég hef ekki lent í neinum vandræðum. Svo er þetta CrystalBrite á skjánum frá acer algjör snild, skýr og góð mydn.
Sent: Lau 07. Apr 2007 02:12
af urban
ok án þess að hafa skoðað þessar vélar (ég semsagt skoðaði þessa linka ekki)
þá langar mig að spurja að einu
afhverju vista ?
Sent: Lau 07. Apr 2007 02:29
af kristjanm
urban- skrifaði:ok án þess að hafa skoðað þessar vélar (ég semsagt skoðaði þessa linka ekki)
þá langar mig að spurja að einu
afhverju vista ?
Af því að mig langar frekar að nota hið nýja og betra stýrikerfi frá Microsoft í staðinn fyrir hið 5 ára gamla Windows XP.
Sent: Lau 07. Apr 2007 12:24
af Blackened
Eins og staðan er í dag.. þá er fulluppfært XP ekkert verra en Vista held ég
...amk hvað varðar drivera support og þessháttar
Sent: Lau 07. Apr 2007 12:39
af GuðjónR
Blackened skrifaði:Eins og staðan er í dag.. þá er fulluppfært XP ekkert verra en Vista held ég
...amk hvað varðar drivera support og þessháttar
Ég myndi nú segja að XP væri betra hvað varðar support og drivera, ég er búinn að prófa vista núna í 2 mánuði og ætla að formatta og skipta yfir í XP.
Fer svo hugsanlega aftur í vista síðar á árinu...eða þegar supportið verður orðið betra.
Sent: Lau 07. Apr 2007 13:00
af HemmiR
kristjanm skrifaði:urban- skrifaði:ok án þess að hafa skoðað þessar vélar (ég semsagt skoðaði þessa linka ekki)
þá langar mig að spurja að einu
afhverju vista ?
Af því að mig langar frekar að nota hið nýja og betra stýrikerfi frá Microsoft í staðinn fyrir hið 5 ára gamla Windows XP.
ég setti vista upp á vélini mina um daginn.. ég setti inn skjákorts driver fyrir nvidia kortið mitt og stökk svo i world of warcraft.. og ég var með mikið lélegra fps i honumm á vista heldur en xp.. fpsið liktist svona frekar þegar ég spila wow i cedega á linux :S og svo installaði ég update-um og þá hætti ég að komast á netið eftir að ég reboootaði eftir að hafa sett þau inn. svo ég held að ég haldi mig bara alfarið frá þessu stýrikerfi

Sent: Lau 07. Apr 2007 13:45
af kristjanm
Ég er mjög lítið fyrir að spila tölvuleiki þessa dagana svo að það er ekkert að angra mig þótt að skjákortsdriverar séu ekki nógu góðir. Ég er sannfærður um að þeir muni batna mjög fljótlega.
Vista er það sem koma skal og það er ekkert óeðlilegt að það taki smá tíma fyrir drivera og hugbúnað að komast í samt lag fyrir nýtt stýrikerfi.
Ég veit ekki betur en að flestir séu sammála um að Vista sé bara þó nokkuð hraðvirkt og stöðugt, að ekki sé minnst á mikið flottara en XP, þó svo að mjög margir sem hafa aldrei prófað Vista séu með mikla fordóma á móti því.
Ég er búinn að nota XP í mörg ár og er orðinn vægast sagt leiður á því, kominn tími til að prófa eitthvað nýtt.
Sent: Lau 07. Apr 2007 17:45
af gnarr
Vista er æðislegt. Leiðinlegt hvað skítafyrirtæki eins og nVidia eru að standa sig illa í rekla smíði fyrir þetta kerfi.
Sent: Mið 11. Apr 2007 06:20
af kristjanm
Vá ég fékk vélina í hendurnar í gær og Vista er GEÐVEIKT. Mæli með því fyrir alla að skipta sem fyrst, XP er bara rusl hliðina á Vista.
Sent: Mið 11. Apr 2007 19:40
af Taxi
kristjanm skrifaði:Vá ég fékk vélina í hendurnar í gær og Vista er GEÐVEIKT. Mæli með því fyrir alla að skipta sem fyrst, XP er bara rusl hliðina á Vista.
Hvaða vél keyptir þú að lokum.

Sent: Fim 12. Apr 2007 06:11
af kristjanm
Acer Aspire 5684, er mjög sáttur. Vélin ræður leikandi við Vista.
Sent: Þri 24. Apr 2007 14:14
af Harvest
Ekki góð reynsla af þessum toshiba í fjölskyldunni... tæki frekar þessa acer.
Mundi hafa alveg 2gb minni fyrir vista.