Síða 1 af 1

Overclock og ábyrgð?

Sent: Þri 27. Mar 2007 10:47
af Dóri S.
Ég er bara rétt að byrja að kynna mér overclock, en langar til þess að prófa þetta þegar ég uppfæri tölvuna.
Mín spurning er hvort að ábyrgðin á hardware-inu detti ekki út þegar maður er að eiga við það?
(Kunni ekki við að fara inn í tölvuverslun að spyrja um þetta :lol:)

Sent: Þri 27. Mar 2007 12:00
af Hyper_Pinjata
sko ef þú ert með tölvu (1 eða 2ggja ára ábyrgð) og kannski opnar kassann þá er ábyrgðin rofin...yfirleitt allavega,virkar á einnig við ef þú overclockar tölvuna,þá rofnar ábyrgðin líka

Re: jú

Sent: Þri 27. Mar 2007 12:04
af Blackened
Hyper_Pinjata skrifaði:sko ef þú ert með tölvu (1 eða 2ggja ára ábyrgð) og kannski opnar kassann þá er ábyrgðin rofin...yfirleitt allavega,virkar á einnig við ef þú overclockar tölvuna,þá rofnar ábyrgðin líka
Nema hvað að eflaust 90% meðlima vaktarinnar kaupa íhluti staka og púsla saman í eigin kassa.. og þá er ábyrgðin ekki rofin ef þú opnar kassann þinn ;)

en það er rétt annars.. hlutir falla úr ábyrgð við OC

Sent: Þri 27. Mar 2007 12:35
af Dóri S.
Já það stendur auðvitað til að púsla... nenni ekki að borga einhverja tugi þúsunda fyrir einn límmiða sem segir mér að ég megi ekki opna tölvuna mína :lol:

En ef maður Overclockar og getur restore-að upprunalegum stillingum áður en maður fer með dótið til þeirra? :lol: (afsakið spurningaflóðið)

Er nú samt nokkurnveginn kominn á þá skoðun að ef ég kaupi mér C2D örgjörva, þá eigi þetta nú að vera nokkuð save... allavega hitalega séð.. Intel stendur alltaf fyrir sínu :)

Sent: Þri 27. Mar 2007 12:40
af gnarr
Dóri S. skrifaði:Intel stendur alltaf fyrir sínu :)
nú.. hvað kallaru Prescott þá?

Sent: Þri 27. Mar 2007 12:42
af Tjobbi
gnarr skrifaði:
Dóri S. skrifaði:Intel stendur alltaf fyrir sínu :)
nú.. hvað kallaru Prescott þá?
Ég gat allavega kindað herbergið mitt með gamla prescott-inum mínum.

Sent: Þri 27. Mar 2007 12:58
af gnarr
Tjobbi skrifaði:
gnarr skrifaði:
Dóri S. skrifaði:Intel stendur alltaf fyrir sínu :)
nú.. hvað kallaru Prescott þá?
Ég gat allavega kindað herbergið mitt með gamla prescott-inum mínum.
Intel stendur alltaf fyrir sínu ;)

Sent: Þri 27. Mar 2007 13:24
af Dóri S.
Ætli maður kalli það ekki bara mistök.... við erum nú einu sinni bara mannleg er það ekki :D

Sent: Þri 27. Mar 2007 13:26
af gnarr
Er intel nú orðið mannlegt? :?

Annars vill ég leiðrétt pinata. Það er alltaf 2 ára ábyrgð á raftækjum á íslandi. Ekkert itl sem er 1 árs ábyrgð nema til fyrirtækja.

Sent: Þri 27. Mar 2007 17:51
af zedro
Lítum bara á þetta svona ef þú yfirklukkar og grillar CPU inn þinn þá er hann ekki í ábyrgð.

Sent: Þri 27. Mar 2007 20:04
af Dóri S.
Er þetta þess virði að taka sénsinn á því?
Ef maður er með frekar tight budget í þetta og til stendur að nota vélina í myndvinnslu, grafík og myndbandavinnslu?
Eða er fólk bara að gera þetta til að sjá hvað það getur gengið langt :roll:

Sent: Þri 27. Mar 2007 21:03
af Heliowin
Dóri S. skrifaði:Er þetta þess virði að taka sénsinn á því?
Ef maður er með frekar tight budget í þetta og til stendur að nota vélina í myndvinnslu, grafík og myndbandavinnslu?
Eða er fólk bara að gera þetta til að sjá hvað það getur gengið langt :roll:
Miðað við þína vinnslu þá er það mikils virði að yfirklukka, en bara með rétta örgjörvann.

Margir yfirklukka spennunnar vegna. :)

Hinsvegar þá er sagt að yfirklukkun dragi úr líftíma örgjörvans ef hann er mikið heitur. Ég veit síðan ekki hvernig það kemur út practically, hvort það skipti máli.

Sent: Þri 27. Mar 2007 21:07
af Blackened
Heliowin skrifaði:
Dóri S. skrifaði:Er þetta þess virði að taka sénsinn á því?
Ef maður er með frekar tight budget í þetta og til stendur að nota vélina í myndvinnslu, grafík og myndbandavinnslu?
Eða er fólk bara að gera þetta til að sjá hvað það getur gengið langt :roll:
Miðað við þína vinnslu þá er það mikils virði að yfirklukka, en bara með rétta örgjörvann.

Margir yfirklukka spennunnar vegna. :)

Hinsvegar þá er sagt að yfirklukkun dragi úr líftíma örgjörvans ef hann er mikið heitur. Ég veit síðan ekki hvernig það kemur út practically, hvort það skipti máli.
Ætli líftími svona örgjörva sé ekki 10-15ár amk?

..amk eru margir gamlir 486örrar ennþá í fullu fjöri ;)

Hvern þekkir þú sem að er í overclock bransanum sem að notar örrann sinn í meira en 3-5ár.. hvað þá 10

ég hugsa að þó að það dragi örlítið úr líftímanum þá skipti það bara eeengu máli

Sent: Mið 28. Mar 2007 19:24
af Pandemic
Blackened skrifaði:
Ætli líftími svona örgjörva sé ekki 10-15ár amk?

..amk eru margir gamlir 486örgjörvar ennþá í fullu fjöri ;)

Hvern þekkir þú sem að er í overclock bransanum sem að notar örrann sinn í meira en 3-5ár.. hvað þá 10

ég hugsa að þó að það dragi örlítið úr líftímanum þá skipti það bara eeengu máli
Ég hef þvi miður ekki enn séð örgjörva sem hefur verið steiktur af einhverri yfirklukkun og hef aldrei skilið að það sé líftíma á örgjörvum, svona oftast þegar ég sé ónýta örgjörva er það vegna rangrar ísetningar, lélegrar viftu og ef það eru atvik þess að yfirklukkun skemmi örgjörvana þá eru þetta oftast gamlir örgjörvar sem hafa verið steiktir sem virðist verða erfiðara og erfiðara þar sem flestir örgjörvar í dag eru með varnir gegn því.

Já og þetta með innsiglið er bara algert kjaftæði þar sem þú getur litið á þetta sem bíl og þú mættir ekki opna húddið? Hver og einn hlutur í vélinni er undir þessari ábyrgð ekki bara kassinn sér með öllu sínu innihaldi.

Sent: Mið 28. Mar 2007 22:49
af Dóri S.
Eru þeir hættir að setja svona miða á vélarnar sem er bannað að rjúfa? :lol:

Sent: Fös 30. Mar 2007 07:10
af DoRi-
Dóri S. skrifaði:Eru þeir hættir að setja svona miða á vélarnar sem er bannað að rjúfa? :lol:
Ár og aldir ´siðan

ég keypti gömlu vleína mína í Tölvuvirkni f 3 árum, enginn límmiði

Sent: Fös 30. Mar 2007 09:42
af Dóri S.
Það er ágætt... þetta var hálf asnalegt... ég er bara búinn að vera með fartölvu svo lengi að ég er alveg dottinn út úr þessu.
(en loksins er það nú að fara að breytast, á bara eftir að ákveða endanlega hvað ég ætla að kaupa... búinn að reikna þetta dæmi fram og til baka... og pæla í marga... marga hringi... en maður þarf bara að gefa sér tíma í að stökkva út í búð og klára þetta dæmi frá :lol: )