Síða 1 af 1

að borga fyrir ip tölu :(

Sent: Sun 24. Ágú 2003 22:53
af odinnn
ég skil ekki það að þurfa borga fyrir að fá fasta ip tölu þar sem þetta er er bara tala sem er úthlutað. mér hefur verið sagt að ip tölum sé dreift til fyrirtækjana ókeipis og síðan þurfum við að greiða fyrir þær dýrum dómum. er ekki einhver leið að komast hjá því að borga þennan 500 kall á mánuði sem þetta kostar t.d. hjá Símanum? mér finnst þetta fáránlegt að þurfa borga fyrir eitthvað sem er ókeipis. get ég ekki farið bara til þeirra sem dreifa þessum tölum og sagt að mig vanti eina ip tölu og farið síðan til símans og látið þá festa þessa ip tölu við tenginguna mína?

ég er viss um að það hefur verið spurt um þetta áður en það er ekki eins og að póstunum sé að rigna inn einmitt núna.

Sent: Sun 24. Ágú 2003 23:28
af gumol
senda undirskriftalista til þeirra fyrirtækja sem láta borga fyrir fasta ip tölu, það er í raun einginn tilgangur með því að hafa mismunandi ip tölur nema til að láta borga fyrir fasta ip tölu. Þeir fá þessar IP tölur frítt, svo þeir ættu ekki að láta okkur borga fyrir þær.

er ekki einhver sem er góður að skrifa bréf tilbúinn að búa til hausinn, svo skrifa þeir sem vilja undir með nafni og kennitölu (kennitalan falin nema á loka eintökunum)

Sent: Sun 24. Ágú 2003 23:47
af Voffinn
Hvar fékkst þú að vita að þeir fái þetta fríar ip tölur ? Ég held ekki gaukurinn minn.

Sent: Sun 24. Ágú 2003 23:53
af gumol
Það var nú einhver sem sagði hérna í einhverjum þræði að það væri frítt!
En það skiptir eingu máli í þessu sambandi.

Sent: Mán 25. Ágú 2003 00:08
af MezzUp
í þræðinum "Internetveitur og IP tölur" er svarað öllum mögulegum spurningum um þetta efni. Jú, internetveiturnar fá IP tölurnar frítt, en þar sem að það er ekki til nóg að IP tölum í heiminum (16777216?) þá geta ekki allir fengið IP tölu. Þegar IPv6 kemst í almenna notkun(nokkur ár hugsa ég) þá hugsa ég að allir ættu að geta fengið fasta IP tölu.
Og ef einhver er að pæla í því, þá eru fyrirtækin í fullum réttir að rukka okkur, ég las í gegnum reglurnar hjá RIPE :)

Sent: Mán 25. Ágú 2003 00:11
af kemiztry
Internetveitur á Norðurlöndunum stunda ekki það að rukka menn fyrir IP-tölur.. þannig en og aftur erum við Íslendingar sér á báti :D

Sent: Mán 25. Ágú 2003 00:45
af gumol
MezzUp skrifaði:IPv6 kemst í almenna notkun(nokkur ár hugsa ég) þá hugsa ég að allir ættu að geta fengið fasta IP tölu.

Það er ekki skortur á IP tölum sem er málið (það er alltaf til ip tala fyrir þig hjá internetþjónustunni)

Sent: Mán 25. Ágú 2003 15:08
af natti
kemiztry skrifaði:Internetveitur á Norðurlöndunum stunda ekki það að rukka menn fyrir IP-tölur.. þannig en og aftur erum við Íslendingar sér á báti :D

En margar internetveitur á norðurlöndunum einfaldlega bjóða þér ekki upp á fastar ip. Þannig að enn og aftur erum við Íslendingar sér á báti að bjóða aukna þjónustu.
Eins í USA eru mörg fyrirtæki sem bjóða ekki upp á fasta ip, eða þá rukka fyrir það jafnvel $10-15 us dollars á mánuði. (Sem btw er aðeins meira en 500kr...)
Það er ekkert sem skyldar þjónustuaðilana til að úthluta þér föstum ip tölum, og engin ástæða til.



gumol skrifaði:Það er ekki skortur á IP tölum sem er málið (það er alltaf til ip tala fyrir þig hjá internetþjónustunni)


Ef þetta væri frítt, þá myndu allir (allir sem irca amk.) biðja um fastar ip tölur, og þarmeð er þetta orðið vandamál :þ

Sem dregur þá upp spurninguna "afhverju viltu fasta ip tölu?"
Í örugglega 19 af hverjum 20 tilfellum er þetta spurning um cool host eða meira öryggi á irc eða þvíumlíkt.
Þannig að ég sé ekki alveg pointið að röfla yfir þessu.
Hinsvegar finnst mér alveg sjálfsagt að borga 500kr, ekki eins og þetta sé eitthvað nýtt af nálinni.
Treknet rukkaði 500kr fyrir farstar ip þegar það var og hét.
Islandia lika.
Skima líka
Centrum lika
OG núna simnet, eftir að skima/centrum var sameinað ...

Sent: Mán 25. Ágú 2003 15:39
af gumol
ég skil ekki afhverju það er vandamál þótt síminn gæfi öllum viðskiptavinum fasta ip tölu, eru þær ekki nógu margar?

Sent: Mán 25. Ágú 2003 16:16
af kemiztry
Það er gott og blessað Natti.. viltu ekki borga 500kr fyrir að nota þennan vef? eða 500kr fyrir að skoða mbl.is? Þetta er álíka jafn stupid!

Sent: Mán 25. Ágú 2003 17:11
af GuðjónR
Einhverra hluta er ég með fasta IP...
Hvorki bað um það né borga fyrir það ;)

p.s. þetta var líka svona þegar ég var hjá L$

Sent: Fim 28. Ágú 2003 02:39
af B31N1R
Heilt C net af IP tölum kostar ISP-ann 5000 krónur í umsýslugjald.
deildu því með 254 og sjáðu hvað það kostar hvern og einn.
Margfaldaðu svo ágóðann með 12 mánuðum og segðu hvort þetta er sanngjarnt.

Veit það bara að ISP-inn sem ég er að vinna við að setja upp í vinnunni ætlar ekki að rukka fyrir fastar IP tölur þegar því verður hleypt af stokkunum.

Annars er IP tölu skortur ekki orðin enn, enda væri þá IPv6 komið í gangið.


natti skrifaði:
kemiztry skrifaði:Internetveitur á Norðurlöndunum stunda ekki það að rukka menn fyrir IP-tölur.. þannig en og aftur erum við Íslendingar sér á báti :D

En margar internetveitur á norðurlöndunum einfaldlega bjóða þér ekki upp á fastar ip. Þannig að enn og aftur erum við Íslendingar sér á báti að bjóða aukna þjónustu.
Eins í USA eru mörg fyrirtæki sem bjóða ekki upp á fasta ip, eða þá rukka fyrir það jafnvel $10-15 us dollars á mánuði. (Sem btw er aðeins meira en 500kr...)
Það er ekkert sem skyldar þjónustuaðilana til að úthluta þér föstum ip tölum, og engin ástæða til.



gumol skrifaði:Það er ekki skortur á IP tölum sem er málið (það er alltaf til ip tala fyrir þig hjá internetþjónustunni)


Ef þetta væri frítt, þá myndu allir (allir sem irca amk.) biðja um fastar ip tölur, og þarmeð er þetta orðið vandamál :þ

Sem dregur þá upp spurninguna "afhverju viltu fasta ip tölu?"
Í örugglega 19 af hverjum 20 tilfellum er þetta spurning um cool host eða meira öryggi á irc eða þvíumlíkt.
Þannig að ég sé ekki alveg pointið að röfla yfir þessu.
Hinsvegar finnst mér alveg sjálfsagt að borga 500kr, ekki eins og þetta sé eitthvað nýtt af nálinni.
Treknet rukkaði 500kr fyrir farstar ip þegar það var og hét.
Islandia lika.
Skima líka
Centrum lika
OG núna simnet, eftir að skima/centrum var sameinað ...

Sent: Fim 28. Ágú 2003 09:12
af tms
GuðjónR skrifaði:Einhverra hluta er ég með fasta IP...
Hvorki bað um það né borga fyrir það ;)

p.s. þetta var líka svona þegar ég var hjá L$

Er hjá Og Vodafone og hef ekki fengið nýa IP tölu í yfir mánuð.

Sent: Fim 28. Ágú 2003 10:23
af gumol
B31N1R skrifaði:Heilt C net af IP tölum kostar ISP-ann 5000 krónur í umsýslugjald.
deildu því með 254 og sjáðu hvað það kostar hvern og einn.
Margfaldaðu svo ágóðann með 12 mánuðum og segðu hvort þetta er sanngjarnt.

Hann þarf hvot sem er að kaupa IP tölur, hvort sem þær eru festar á hvern notanda eða ekki!

Sent: Fös 29. Ágú 2003 09:52
af natti
kemiztry skrifaði:Það er gott og blessað Natti.. viltu ekki borga 500kr fyrir að nota þennan vef? eða 500kr fyrir að skoða mbl.is? Þetta er álíka jafn stupid!


Þetta er ágætis samlíking.

Berum aðeins saman mbl.is og ip tölur þá.
Þú þarft ekki að borga fyrir að skoða nýjasta efnið á mbl.is (daginn í dag & gær.)
Þú þarft heldur ekki að borga fyrir að fá bara einhverja ip tölu úthlutað (ip tölu dagsins í dag...)

Hinsvegar, ef þú vilt skoða gagnasafn mbl.is, geta lesið eldri greinar hvenær sem þú vilt. Þá kostar það.
Alveg eins, ef þú vilt treysta á að fá sömu ip hvenær sem þú tengist. Þá kostar það.

Að öðruleiti er þetta asnalegt að þú skulir bera þetta saman.

En eins og ég sagði, þá er engin eru ástæðurnar hjá flestum afhverju þeir vilja fasta ip tölu til þess að vera "c00l/31337"
Þetta er bara eins og hver önnur þjónusta. Og þjónusta kostar.
Ef fyrirtæki X býður upp á ákveðna þjónustu, þá er það til þess að græða á henni. Það væri ekki mikill tilgangur að vera að bjóða upp á þjónustu ef það yrði vitað það það yrði tapað á henni eða komið út á sléttu, er það?
Ef það ætti ekki að rukka ykkur neitt, hvaða forgang t.d. ætti það að hafa að festa ip tölur á ykkur?
Það kostar að hafa starfsmann í vinnu, og á hann að vera að eyða tíma í að þjónusta ókeypis þjónustur?


Þið eruð greinilega of vanir því hérna að stela öllum hugbúnaði sem þið notið og ekki tilbúnir til að borga krónu fyrir nokkurn skapaðan hlut sem tengist tölvum, nema þið neyðist til þess.


En fyrst að þetta er allt saman svona ódýrt og auðvelt, afhverju stofnið þið þá ekki bara internet þjónustu með alla traffík fríia og ip tölur handa öllum?
Ég er viss um að þið fengjð fullt af viðskiptavinum...

Sent: Fös 29. Ágú 2003 11:49
af gumol
natti skrifaði:Það kostar að hafa starfsmann í vinnu, og á hann að vera að eyða tíma í að þjónusta ókeypis þjónustur?

Ekki þarf starsmaðurinn að festa IP töluna á einhvern í hverjum einasta mánuði?
Það kostar álíka mikið að kaupa fasta IP tölu og að fá .is lén (660 Kr. á mánuði fyrir utan 4000 kr startgjaldið), er það virkilega jafni mikið mál fyrir þjónustuaðila að festa IP tölu og að skrá lén?

natti skrifaði:Þið eruð greinilega of vanir því hérna að stela öllum hugbúnaði sem þið notið og ekki tilbúnir til að borga krónu fyrir nokkurn skapaðan hlut sem tengist tölvum, nema þið neyðist til þess.

Hvað kemur það þessu við, hugbúnaðarframleiðendur fá ekkert af þessum 500 kalli sem við borgum til Internetþjónustunnar?

Sent: Fös 29. Ágú 2003 15:57
af kemiztry
Það kostar að hafa starfsmann í vinnu, og á hann að vera að eyða tíma í að þjónusta ókeypis þjónustur?

Að sjálfsögðu kostar það.. ég var ekki að tala um að þetta ætti að vera 100% frítt. Ég er á því að það ætti að rukka uppsetningargjald á ip-töluna og jafnvel gjald fyrir að láta breyta henni s.s. hostname. Mánaðargjöld af hlutum sem eru ókeypis er náttúrulega bara silly.

Svo ef ég man rétt þá eru þetta nú bara tvær línur sem þarf að bæta inn og whoolla föst-ip! Þetta er rosaleg vinna :wink:

Sent: Fös 29. Ágú 2003 17:55
af odinnn
og ef maður mundi nú borga 200 kall fyrir uppsetninguna á ip tölunni þá væri búið að borga tölvukallinum yfirdrifið nóg fyrir þessar tvær línur.

Sent: Mið 03. Sep 2003 01:07
af gnarr
ég held að allar vodafone tengingar séu með fasta ip, ég á tvær tengingar hjá þeim og báðar eru með fastar ip ;)

Internet í flugtaki

Sent: Mið 03. Sep 2003 11:24
af gnarr

Sent: Mið 03. Sep 2003 16:58
af GuðjónR
gnarr skrifaði:ég held að allar vodafone tengingar séu með fasta ip, ég á tvær tengingar hjá þeim og báðar eru með fastar ip ;)


Ég er líka þar með fasta Ip (óumbeðið) en hvað ertu að gera með 2x tengingar?

Sent: Mið 03. Sep 2003 17:22
af gnarr
fékk mér fyrst tengingu þegar ég bjó hjá mömmu. Svo var mamma orðin svo háð tengingunni, að ég gat ekki tekið hana af henni. Svo ég keypti mér aðra þegar ég flutti að heiman og mamma borgar bara fyrir hina ;)