Síða 1 af 1
Hvað er overclocking?
Sent: Mið 28. Feb 2007 23:02
af hakkarin
Hvað er overclocking?
Sent: Mið 28. Feb 2007 23:10
af Sallarólegur
Þegar þú yfirklukkar tölvuíhlut til þess að hann reyni meira á sig? Og þá færðu betri afköst á kostnað minni endingar.
Sent: Mið 28. Feb 2007 23:17
af Stutturdreki
Overclocking er dregið af því að 'hraði' tölva er mældur í klukkupúlsum eða Ghz/Mhz. Overclocking eða yfirklukkun eru sem sagt aðgerðir/breytingar til að hækka klukkuhraða til að fá betri afköst.
Yfirleitt talað um að fólk geri þetta af tveim ástæðum; þeir sem vilja vera 'bestir' með allt nýjasta nýtt og yfirklukka í botn eða þeir sem ódýrt 'næstbesta' og láta það virka jafn hratt og það 'besta'.
Eiginlega spurning um hvort þú vilt Bang eða Bang for the buck.
Sent: Fim 01. Mar 2007 02:45
af SkaveN
HÉRNA Eru svo mjög góðar leiðbeiningar um hvernig skal fara rétt að þessu öllu saman
(á ensku auðvita)
Sent: Þri 17. Apr 2007 17:30
af Nappi
Sent: Þri 17. Apr 2007 18:05
af ManiO
Tjah, þú ert nú með einn fjagra kjarna örgjörva og svo einn tveggja kjarna, þar sem sá fyrri er þessi fjögurra kjarna.
Sent: Mán 23. Apr 2007 21:51
af Nappi
ok ég er algjör nýgræðingur þegar kemur að overclocking:D