Internetið ekki að anna allri umferðinni? Hrun framundan?
Sent: Fös 16. Feb 2007 06:24
Sá á Slashdot fjallað um hugsanlegan bandvíddarskort innan skamms.
http://ask.slashdot.org/askslashdot/07/ ... 5230.shtml
Video er byrjað að nota óhemjumikið af bandvídd internetsins, og einsog staðan er nú þá eru símafyrirtæki og þau fyrirtæki sem tengja saman nethnúta þurfa að fjárfesta grimmt í meiri búnaði og bandvídd bara til að halda í núverandi stöðu.
Við höfum alltaf gengið að því sem vísu að bandvídd aukist jafnóðum, hafi engin takmörk, en það er greinilegt að nú í dag með aukinni notkun breiðbandstenginga þá erum við komnir ansi nálægt endamörkunum.
BitTorrent eða P2P traffík er ábyrg fyrir um 60-80% af allri umferð á netinu, og eru það þá yfirleitt kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem fara þar um. Nú eru menn yfirleitt að sækja kvikmyndir sem eru 700mb að stærð og sjónvarpsþætti sem eru um 350mb að stærð, en það sem ég velti fyrir mér er High-Definition byltingin. Nú þegar er byrjað að dreifa vinsælustu sjónvarpsþáttunum í "High-Res", þ.e. í stað 350mb sjónvarpsþátta þá er verið að dreifa þeim í 700mb. Og þegar HD-DVD/Blu-Ray diskarnir koma út þá verður kvikmyndum sennilega dreift í bestu gæðum, og rjúka þá í 2GB eða þar um bil.
Við erum að horfa á að innan við 2-3 ára muni P2P traffík hugsanlega tvöfaldast, þrefaldast, ef ekki meira. Þá eru þessi 60-80% búin að sprengja sig út í 300% miðað við núverandi stöðu.
Ljóst er að símafyrirtæki/net-hubbar geta ekki sinnt þessu, hvað er þá til ráða?
- Tollar á bandvídd (borga fyrir erlent dl)
- Verulegar takmarkanir á netumferð, t.d. lokað á YouTube, P2P
- Mismunandi áskriftarleiðir, eftir því meira sem þú borgar því hærri forgang færðu
Þeir sem þekkja eitthvað til netmála þá eru nethnútar, þessir massívu routerar sem transferra einhverjum Gbit á sek, hjartað í netinu, og sjá um að transferra pökkum.
Þessir routerar taka við pökkunum, setja í biðröð, og senda svo út. Ef að þessi biðröð er "full" þá verður packet-loss og leiðin er orðin "clogged" af traffík. Það gæti tekið 2-3 tilraunir, e.t.v. tugi tilrauna til að koma einum pakka í gegn. Það veldur gríðarlegri sóun á bandvídd, svo ekki sé á minnst gríðarlegri tímasóun (delay, packet loss etc.)
Þetta er virkilega mjög mikill raunveruleiki, og hef ég nokkrar áhyggjur af þessari stöðu. Ég hef þegar tekið eftir ofangreindum takmörkunum, sem ég held að séu þegar teknar gildi. Þó er ekki gengið svo langt að loka á vefsíður, en umferð er nú þegar af skornum skammti. Þegar menn eru með 8mbit tengingar og geta ekki spilað 2mín flash-video straum af YouTube án þess að buffera í 5 mín þá er eitthvað mikið að.
Það eru sennilega margir sem efast um þetta, og segja að tæknin muni bara þróast. Sennilega er það rétt, vandamálið mun leysast, en ég hef áhyggjur af hvernig ástandið verður eftir þessi 2-3 ár, e.t.v. eftir 1 ár, þegar Hi-Res byrjar að "kicka" inn.
Í tilefni þessa vil ég hvetja fellow-vaktara að vera opna fyrir öðrum leiðum til að nálgast video efni á netinu það eru til aðrar leiðir en að sækja beint erlendis frá.
http://ask.slashdot.org/askslashdot/07/ ... 5230.shtml
Video er byrjað að nota óhemjumikið af bandvídd internetsins, og einsog staðan er nú þá eru símafyrirtæki og þau fyrirtæki sem tengja saman nethnúta þurfa að fjárfesta grimmt í meiri búnaði og bandvídd bara til að halda í núverandi stöðu.
Við höfum alltaf gengið að því sem vísu að bandvídd aukist jafnóðum, hafi engin takmörk, en það er greinilegt að nú í dag með aukinni notkun breiðbandstenginga þá erum við komnir ansi nálægt endamörkunum.
BitTorrent eða P2P traffík er ábyrg fyrir um 60-80% af allri umferð á netinu, og eru það þá yfirleitt kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem fara þar um. Nú eru menn yfirleitt að sækja kvikmyndir sem eru 700mb að stærð og sjónvarpsþætti sem eru um 350mb að stærð, en það sem ég velti fyrir mér er High-Definition byltingin. Nú þegar er byrjað að dreifa vinsælustu sjónvarpsþáttunum í "High-Res", þ.e. í stað 350mb sjónvarpsþátta þá er verið að dreifa þeim í 700mb. Og þegar HD-DVD/Blu-Ray diskarnir koma út þá verður kvikmyndum sennilega dreift í bestu gæðum, og rjúka þá í 2GB eða þar um bil.
Við erum að horfa á að innan við 2-3 ára muni P2P traffík hugsanlega tvöfaldast, þrefaldast, ef ekki meira. Þá eru þessi 60-80% búin að sprengja sig út í 300% miðað við núverandi stöðu.
Ljóst er að símafyrirtæki/net-hubbar geta ekki sinnt þessu, hvað er þá til ráða?
- Tollar á bandvídd (borga fyrir erlent dl)
- Verulegar takmarkanir á netumferð, t.d. lokað á YouTube, P2P
- Mismunandi áskriftarleiðir, eftir því meira sem þú borgar því hærri forgang færðu
Þeir sem þekkja eitthvað til netmála þá eru nethnútar, þessir massívu routerar sem transferra einhverjum Gbit á sek, hjartað í netinu, og sjá um að transferra pökkum.
Þessir routerar taka við pökkunum, setja í biðröð, og senda svo út. Ef að þessi biðröð er "full" þá verður packet-loss og leiðin er orðin "clogged" af traffík. Það gæti tekið 2-3 tilraunir, e.t.v. tugi tilrauna til að koma einum pakka í gegn. Það veldur gríðarlegri sóun á bandvídd, svo ekki sé á minnst gríðarlegri tímasóun (delay, packet loss etc.)
Þetta er virkilega mjög mikill raunveruleiki, og hef ég nokkrar áhyggjur af þessari stöðu. Ég hef þegar tekið eftir ofangreindum takmörkunum, sem ég held að séu þegar teknar gildi. Þó er ekki gengið svo langt að loka á vefsíður, en umferð er nú þegar af skornum skammti. Þegar menn eru með 8mbit tengingar og geta ekki spilað 2mín flash-video straum af YouTube án þess að buffera í 5 mín þá er eitthvað mikið að.
Það eru sennilega margir sem efast um þetta, og segja að tæknin muni bara þróast. Sennilega er það rétt, vandamálið mun leysast, en ég hef áhyggjur af hvernig ástandið verður eftir þessi 2-3 ár, e.t.v. eftir 1 ár, þegar Hi-Res byrjar að "kicka" inn.
Í tilefni þessa vil ég hvetja fellow-vaktara að vera opna fyrir öðrum leiðum til að nálgast video efni á netinu það eru til aðrar leiðir en að sækja beint erlendis frá.