Síða 1 af 1

Vista OEM kaup saman með hverju?

Sent: Lau 03. Feb 2007 01:06
af Heliowin
Já er einhver sem hefur tékkað hvað maður þarf að kaupa til að geta komist yfir Vista OEM?

Getur maður til að mynda keypt mús+Vista OEM ? :evillaugh
Allavega þá skilst mér Microsoft hafa létt á kröfum vegna kaupa á Vista OEM leyfis þetta til að auðvelda fólki að uppfæra tölvur sínar.

Það er mitt álit að neytendur fá ekki alltaf það sem þeir eiga rétt á vegna vanþekkingar söluaðila. Þetta gæti verið tilfellið með Windows OEM.

Sent: Lau 03. Feb 2007 20:04
af emmi
Ég er búinn að reyna í bæði Tölvulistanum og Tölvutek og þeir selja þér ekki OEM nema með nýrri tölvu. :)

Sent: Lau 03. Feb 2007 20:53
af Bassi6
Félagi minn keypti Vista í Boðeind með hardware (móðurborði held ég)

Sent: Lau 03. Feb 2007 22:42
af HemmiR
biddu tilhvers i andskotanum að kaupa það? er ekki hægt að finna bara cd key einsog maður hefur alltaf gert á netinu bara? vona að það sé i lagi að ég sagði þetta þarsem ég sagði engar síður til að finna svoleidis:X ?

Sent: Sun 04. Feb 2007 22:32
af Silly
Besta og löglegasta leiðin er að redda skólaútgáfunni af Vista Prem. Ekki nema 10k. Flestir eiga léttilega að geta ráðið við það. Síðan er auðvellt held ég að nota anytime upgrade til að vippa sér uppí Vista Ultimate.

Sent: Sun 04. Feb 2007 22:51
af Heliowin
Já það er möguleiki að tékka hvað myndi allavega kosta. Hvort það sé nokkuð ódýrt. Ef maður kaupir eintak af Vista Ultimate Upgrade beint út í búð, þá kostar það á við notaðan bíl :oops:

Sent: Mán 05. Feb 2007 03:23
af Silly
þetta ætti allt saman að vera undir 25k. Þetta er aldrei ódýrt, sama hvaða leið maður fer. Þetta er ekki ódýrt, enn vonandi ætti maður að standa uppi með 32 og 64 bita dæmi. Semsagt geta installað 32 núna og 64 seinna, það er það sem mér langar að gera. Gallinn við OEM er að maður verður að velja á milli og getur ekki sett inn 64 seinna án þess að kaupa 64 bita oem.

Sent: Mán 05. Feb 2007 09:34
af kemiztry
Ég veit ekki hvort reglur bakvið OEM hafi breyst eitthvað mikið á 2 árum. En þá var það þannig að maður þurfti að kaupa vélbúnað með OEM leyfi. Vélbúnaður telst t.d. vera ódýrt 10/100 PCI netkort á einhvern þúsund kall.
Þetta voru þá reglur sem komu frá Microsoft á Íslandi. En ýmislegt getur nú hafa breyst síðan þá.

Sent: Mán 05. Feb 2007 15:06
af Silly
Ekki allir aðilarnir hérna eru til í að selja manni OEM. Ég talaði við kunningja minn í Tölvulistanum og hann var paranoid að selja mér Oem. Það var eins að Microsoft myndi skjóta hann ef að hann gerði það. Þeir voru eitthvað spooked við M$.

Spurning hvort að Computer.is sé eins stressaðir að selja manni OEM.

Sent: Mán 05. Feb 2007 15:45
af The Flying Dutchman
Ef félagi thinn vill ekki selja thér thá eru litlar líkur á ad einhver annar geri thad.

Sent: Mán 05. Feb 2007 17:09
af GuðjónR
Þarna er skilgreiningin á OEM...aðeins með nýrri tölvu.
http://www.att.is/index.php?cPath=42_220

Sent: Mán 05. Feb 2007 23:25
af Heliowin
Ef Att er raunverulega með þennan hátt á sölu Windows Vista OEM þá getur verið að þeir taki þetta OEM dæmi bókstaflega. Það á að vera hægt að kaupa þetta með örgjörva eða hörðum diski eða móðurborði. Ég hef heyrt að stranglega tekið eiga MS við bootable device.

Sent: Þri 06. Feb 2007 00:10
af Silly
Ég fékk Vista Ultimate 32 bita í dag. Það virðist vera mikill munur á milli verslanna hvað þær eru tilbúnar að gera. Ég fékk mitt frá sama batterý og ég keypti vélina mína í byrjun síðasta sumars.

Mér grunar þó fyrir marga ætti Computer.is að vera auðveldasti kosturinn, þeir eru oft þekktir að fara framhjá reglunum.

Sent: Þri 06. Feb 2007 00:39
af GuðjónR
Svo er spurning ... hvað er ný tölva?
Ef ég kaupi alla íhluti sem þarf til að setja saman tölvu og set þá í tölvukassa er ég þá með nýja tölvu?
Ef ég læt verslunina setja sömu íhluti í kassann er ég þá með nýja tölvu?
Hvað ef ég kaupi alla íhlutina nema CPU, ætla kannski að kaupa hann annarsstaðar...hvort er það búðin sem selur mér CPU sem má selja mér OEM stýrikerfið eða búðin sem selur mér alla hina hlutina?
Kannski báðar búðirnar? Kannski hvorug?
Verður Dell eða HP að setja íhlutina í kassa svo það megi selja kerfið sem OEM
Eru engar reglur? Eru reglur? Hver veit reglurnar? Og hver setur þær?

Sent: Þri 06. Feb 2007 00:48
af Silly
Þetta er flækja, ég er samála því.

Guðjón minn þú verður að læra að slaka á ;) Ég er farinn af hafa áhyggur af blóðþrýstingunum þínum :P

Sent: Þri 06. Feb 2007 01:01
af GuðjónR
GARGGGGGG
....jamm er að fara í sveitina á morgun...og verð fram á föstudag....
ætla að tappa af mér stressssi...
:shock: :shock: :shock:

Sent: Þri 06. Feb 2007 01:49
af Silly
Gangi þér vel og ég hlakka til að sjá þig sprækan og hressan þegar þú kemur til baka :8)

Sent: Mið 07. Feb 2007 00:25
af zedro

Sent: Mið 07. Feb 2007 13:29
af Silly
Það er ekki ólíklegt að þetta sé ein hagstæðasta leiðin að fá sér Vista fyrir utan við skólaútgáfuna af Vista Premium. Það virðast ekki margir til í að selja manni OEM nema að maður hafi sambönd. Enn mér grunar að sé ekki neitt vandamál að redda frá Computer.is Ég var eimmit að pæla í að kaupa mitt þaðan áður enn ég gat reddað mínu.

Sent: Mið 07. Feb 2007 18:55
af siggik
Var ég ekki að lesa á official síðunni að þú getur keypt license fyrir fleirri tölvur ?

Sent: Fim 08. Feb 2007 00:27
af kemiztry
siggik skrifaði:Var ég ekki að lesa á official síðunni að þú getur keypt license fyrir fleirri tölvur ?
Getur alveg ábyggilega keypt einhver svona pakka með nokkrum leyfum í. En það eru samt sem áður mismunandi leyfi fyrir hverja tölvu.