Síða 1 af 1

Linux routerar out of the box.

Sent: Þri 12. Ágú 2003 14:41
af noline
Sá C3 router á vefverslun.com í dag. Finnst þetta sneddí hugmynd að selja ódýrar vélar með preinstölluðu linux sem maður getur notað sem rotuer.
Svo ef maður vill ódýra vél, þá bara sléttar maður þetta.
Vildi bara láta vita, þar sem maður finnur sjaldan ódýrar vélar í svona lagað.

Sent: Þri 12. Ágú 2003 17:44
af MezzUp
Samma þér með það að þetta sé góð hugmynd en mér finnst nú að þú ættir að taka fram að þú eigir hugsmuna að gæta í sambandi við vefverslun.com
Hvaða er distro er annars á þessum tölvum?

Sent: Mið 13. Ágú 2003 03:36
af noline
MezzUp skrifaði:Samma þér með það að þetta sé góð hugmynd en mér finnst nú að þú ættir að taka fram að þú eigir hugsmuna að gæta í sambandi við vefverslun.com
Hvaða er distro er annars á þessum tölvum?


Mezzup, ég á engra hagsmuna að gæta...belive me - vildi að svo væri í þessari ótíð sem er í atvinnumálum :-)
Rétt þekki strákana þarna álíka og ég þekki meistarana í tölvuvirkni, semsé kannast við þá í gegnum þriðja aðila!

Hef hins vegar skotið þeim að hérna áður, ætla ekkert að fara að fela það, en aðallega vegna þess að ég veit þeir auglýsa ekkert, sem er synd að mínu mati, þar sem þeir eru að gera góða hluti.

En sumsé, fannst þetta bara kúl hjá þeim...þar sem þeir virðast vera mjög lnx orientaðir.

Ég veit ekki hvaða distro þeir eru með.....þarf fyrst að skrapa bótunum saman til að sjá hvort maður hefur efni á því að versla svona lagað :-)

Allavega......til að koma í veg fyrir misskilning....bara að láta vita af þessu!

Sent: Mið 13. Ágú 2003 12:12
af MezzUp
Ok, if you say so.

ps. samt þegar ég klikka á Ásgeir þarna neðst á síðunni og fer hlekkir á hans síðu, þá ert þú eini einstaklingurinn sem að hann linkar í.

Sent: Mið 13. Ágú 2003 13:45
af gumol
er eitthvað slæmt átand í atvvinnumálum núna?

Sent: Mið 13. Ágú 2003 16:42
af noline
MezzUp skrifaði:Ok, if you say so.

ps. samt þegar ég klikka á Ásgeir þarna neðst á síðunni og fer hlekkir á hans síðu, þá ert þú eini einstaklingurinn sem að hann linkar í.


Takk en það ætti að fría mig, þar sem að ég heiti Arnar Stefánsson ekki Ásgeir :-) ekki satt :-) :-) Hefði ekkert á móti því svosem að skipta, en er bara sáttur við að vera ég :-)

P.S.
hef ekki haft starf síðan ég kláraði skólann í vor...já slæmt ástand í þessum atvinnumálum.

Sent: Mið 13. Ágú 2003 17:20
af MezzUp
ég meinti nú að þú þekkir kannski eitthvað þennan sem að er að sjá um vefverslun.com, en ég trúi þér sko alveg, fólk er ekkert hrætt við að viðurkenna ef að það á einhverra hagsmuna að gæta hjá fyrirtæki

Varðdni C3 router

Sent: Mið 13. Ágú 2003 19:31
af B31N1R
Hæ....það ætti frekar að vera ég sem verð fyrir skotum hér, enda vinn ég hjá sama fyrirtæki og rekur vefverslunina.
Linux-inn sem er á þessum vélum er sérútgáfa frá bresku fyrirtæki sem er í eigu spirent plc. Þessi linux hefur venjulega verið kallaður route3 sem er vinnuheitið á honum.
Þetta eru vélar með VIA örgjörva og allt í lagi, ekki minn kaffibolli svosem, enda vil ég bara intel og meiri intel. En strákarnir sem sjá um vefverslunina hafa víst trú á þessu, enda kannski eru þeir meiri grúskarar heldur en ég....sem sé bara intel, sun og cisco :-) hehehe
Best fyrir þá að svara þessu annars, svona ef þeir fást til að sitja kyrrir lengur en 5 mín fyrir framann skjáinn.

Sent: Mið 13. Ágú 2003 20:00
af Castrate
Via örgjörvarnir eru fínir í svona router og server dót þarf ábyggilega ekkert voðalega mikla kælingu á þetta og þannig er hægt að hafa þetta silent.

Sent: Fim 14. Ágú 2003 11:18
af MezzUp
Jamms, svo eru líka Via örrarnir drullu ódýrir.
Veistu hvort að það er hægt að download'a þessu distro'i sér?

Sent: Fös 15. Ágú 2003 03:41
af B31N1R
Nei...ekki einu sinni heimasíða til yfir þennan distro. Best að spyrja strákana á vefverslun um þetta dót.....veit svo lítið um svona dót...enda vil ég bara sumar og SUN :twisted: