Síða 1 af 2
Óskast: ráð varðandi utanáliggjandi harðan disk.
Sent: Fös 20. Okt 2006 21:45
af hilmar_jonsson
Jæja. Mig langar í utanáliggjandi harðan disk. Hann verður að vera með innbyggðum spennubreyti. Er þessi samsetning þá ekki bara málið?
Sarotech flakkari
250GB IDE diskur
Sent: Fös 20. Okt 2006 23:59
af stjanij
afhverju ekki stærri disk? það munar svo litlu
Sent: Lau 21. Okt 2006 01:15
af hilmar_jonsson
Jú... kannski ég fari upp í 400 GB Seagate eða Samsung. Kostar svipað per GB ef ég tek hýsinguna með inn í reikninginnn.
250GB eru samt með ódýrasta plássið per GB ef við tökum hýsinguna ekki með.
Eru þessir flakkarar ekki annars ágætir?
Sent: Lau 21. Okt 2006 09:39
af ManiO
Leit á hann einu sinni og sá eitt sem sveið svakalega í augun, hann er uppréttur. Sem þýðir að það er allt alltof auðvelt að fella hann og eyðileggja diskinn.
Bara svona ábending.
Annars veit ég ekkert um þennan flakkara, reyndar nokkrir hér á spjallinu búnir að tala vel um hann. En ég myndi ekki mæla með neinum uppréttum flakkara.
Sent: Lau 21. Okt 2006 10:59
af Ripper
það er kostur að geta haft hann uppréttan en það má alveg láta þennan liggja
Sent: Lau 21. Okt 2006 11:42
af arnarj
ég er með aðra týpu af svona flakkara og stykkið sem heldur honum uppréttum er bara smellt á. Það eru tappar á hliðinni á honum svo hann sé stamur á borði ef maður vill hafa hann flatann (sjálfur nota ég hann alltaf uppréttan).
Sent: Lau 21. Okt 2006 12:17
af gumball3000
það eru bara svo margir svona hýsingar (ekki Avix eða annað eins) sem styður bara uppí 300gb. Þannig það er betra að tékka á að spurja útí það áðir en þú kaupir svona hýsingu og 400gb disk svo gengur hann ekki
Sent: Lau 21. Okt 2006 14:08
af hilmar_jonsson
Hann styður upp í 700 GB PATA diska.
Sammála með það að hann standi. Ætla að láta hann liggja, það er hægt að taka standinn af.
http://www.sarotech.com/english/cgi/pd. ... no=10#top2
Skelli mér á einn svona og 400GB disk.
Sent: Lau 21. Okt 2006 14:24
af stjanij
hvað kostar svona með 400GB? og hvar færðu þetta?
Sent: Lau 21. Okt 2006 14:35
af hilmar_jonsson
Ég fæ flakkarann hjá tölvuvirkni (4.990), þeir eru víst til öfugt við það sem stendur á síðunni, hringdi rétt í þessu.
Diskinn fæ ég hjá Kísildal eða Task, Samsung vs. Seagate. 16.900 vs. 16.990.
Eða spurning um að fara út í 500 GB Seagate hjá att.is.
Sent: Lau 21. Okt 2006 15:02
af GuðjónR
hilmar_jonsson skrifaði:Ég fæ flakkarann hjá tölvuvirkni (4.990), þeir eru víst til öfugt við það sem stendur á síðunni, hringdi rétt í þessu.
.
Hvað áttu við? það stendur 4.990.- á síðunni...
Sent: Lau 21. Okt 2006 15:04
af hilmar_jonsson
Það stendur á síðunni að þeir séu uppseldir, svo ég hringdi og athugaði hvort það væri komin dagsetning á það hvenær þær kæmu, en fékk þær upplýsingar að það væru 10 stk. til.
Sent: Lau 21. Okt 2006 22:00
af GuðjónR
hilmar_jonsson skrifaði:Það stendur á síðunni að þeir séu uppseldir, svo ég hringdi og athugaði hvort það væri komin dagsetning á það hvenær þær kæmu, en fékk þær upplýsingar að það væru 10 stk. til.
Þeir eru samt ekkert að breyta siðunni þótt þú sért búinn að benda þeim á þetta...
Sent: Lau 21. Okt 2006 22:17
af DoRi-
eins og all flestir aðilar með tölvubúðir nenna þeir ekki að uppfæra síðuna sína oft
Sent: Fim 02. Nóv 2006 16:35
af hilmar_jonsson
Sent: Þri 07. Nóv 2006 17:56
af hilmar_jonsson
Það er kostur að hafa hann uppréttann ef hann á að vera í gangi lengi í einu. Það loftar betur um hann þannig.
Sent: Þri 07. Nóv 2006 19:27
af Dári
hilmar_jonsson skrifaði:Það er kostur að hafa hann uppréttann ef hann á að vera í gangi lengi í einu. Það loftar betur um hann þannig.
hehe
Sent: Þri 07. Nóv 2006 21:25
af Vilezhout
Sent: Þri 07. Nóv 2006 23:00
af Sallarólegur
stjanij skrifaði:afhverju ekki stærri disk? það munar svo litlu
250GB IDE diskar eru bestu kaupin einungis mv. kr/gb skv. mínum útreikningum
Sent: Mið 08. Nóv 2006 01:43
af Vilezhout
Viktor skrifaði:stjanij skrifaði:afhverju ekki stærri disk? það munar svo litlu
250GB IDE diskar eru bestu kaupin einungis mv. kr/gb skv. mínum útreikningum
Jafnvel þegar að verð á öllum öðrum útbúnaði er kominn inní myndina ?
Sent: Mið 08. Nóv 2006 04:03
af hilmar_jonsson
Ég fann það einmitt út að 400 GB væru ódýrastir verð per gb þegar flakkarinn er kominn inn. Þannig kostar:
500GB (7.2K RPM) Verð per GB 43,50
400GB (7.2K RPM) Verð per GB 38,63
300GB (7.2K RPM) Verð per GB 34,83
250GB (7.2K RPM) Verð per GB 31,80
200GB (7.2K RPM) Verð per GB 38,45
160GB (7.2K RPM) Verð per GB 41,56
120GB (7.2K RPM) Verð per GB 57,79
500GB (7.2K RPM) Verð per GB með flakkara 53,48
400GB (7.2K RPM) Verð per GB með flakkara 51,10
300GB (7.2K RPM) Verð per GB með flakkara 51,47
250GB (7.2K RPM) Verð per GB með flakkara 51,76
200GB (7.2K RPM) Verð per GB með flakkara 63,40
160GB (7.2K RPM) Verð per GB með flakkara 72,75
120GB (7.2K RPM) Verð per GB með flakkara 99,38
Sent: Mið 08. Nóv 2006 07:39
af Sallarólegur
Vilezhout skrifaði:Viktor skrifaði:stjanij skrifaði:afhverju ekki stærri disk? það munar svo litlu
250GB IDE diskar eru bestu kaupin einungis mv. kr/gb skv. mínum útreikningum
Jafnvel þegar að verð á öllum öðrum útbúnaði er kominn inní myndina ?
Nei, fór ekki út í það.
Sent: Þri 02. Jan 2007 03:03
af Harvest
Hvað meinarðu þarna með innbyggðum spennubreyti???
hvað gerir það?
Sent: Fim 04. Jan 2007 16:52
af hilmar_jonsson
Þá ertu ekki með svona stóran svartan hlunk á milli snúrunar úr veggnum og í flakkarann heldur bara eina AC snúru úr veggnum í flakkarann.
Sent: Fim 04. Jan 2007 19:06
af Harvest
bara eina AC snúru úr veggnum í flakkarann
ahh meinar... las þetta aðeins vitlaust... en this makes sens now