Síða 1 af 1

Hjálp!

Sent: Fim 21. Sep 2006 19:30
af gislih
Veit ekki hvar ég á að setja þetta en þarsem þetta byrjaði allt á hörðum disk set ég þetta bara hér:

Var að kaupa nýjan harðan disk: http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... 320GB_Sata

Hef nokkrum sinnum verslað við tölvuvirkni áður og aldrei vesen og núna var ekkert vesen heldur bara voða nice afgreiðsla og allt í gúddí.

Hann spyr mig fyrst eitthvað hvernig köplum hann þurfi að tengja þetta með og ég segjist í raun ekki vera viss á því en að kassinn sjálfur sé alveg 4-5 ára gamall og þá fannst honum líklegra að það þyrfti að tengja þetta með einhverju eldra sýstemi, minntist líka á það að ég hefði samt uppfært hana í tölvulistanum fyrir nokkrum mánuðum og sýni honum bara nótu með innihaldi tölvunnar og hvort tölvan eigi ekki alveg örugglega að ráða við diskinn og þetta eigi að vera vesenlaus og hann sagði að þetta ætti að vera í fínu lagi og koma aftur eftir 10-15 mín..

Svo kem ég bara aftur og þá var hann búinn að rykhreinsa tölvuna sem var nú bara mjög nice og rukkaði mig ekkert fyrir það og allt flott..

Svo fer ég bara heim, tengi tölvuna eins og venjulega skoða allt inní henni og bara no problem allt í gúddí fer upp að éta og fer allt í einu að finna brunalykt svo ég fer niður og þá kemur allt í einu bara sírenuhljóð og tölvan slekkur á sér og rýkur úr þar sem viftan er og massa brunalykt úr þessu ég náttúrulega panica alveg og reyni að hringja í tölvuvirkni en þá var af sjálfsögðu bara nýbúið að loka :P

Meina, er einhver möguleiki að þetta hafi verið mér að kenna? Kom ekkert nálægt tölvunni og gerði allt eins og venjulega..

Og já er eitthvað sem ég get gert? Geymt hana í kulda eða haft hana opna eða bara eitthvað til að vernda hana?

Og er einhver séns að innihaldið(Hörðu diskarnir, móðurborðið og þetta dæmi) hafi grillast og hreinlega eyðilagst? Og fæ ég það þá bætt eða? :/

Vona bara að einhver fróður um þetta geti svarað mér bráðum svo ég geti hætt að panica :P

Btw ef það skiptir einhverju máli þá er hérna stuffið sem er í tölvunni:

U2/AMD393/K8/Örgjövi - AMD64 S939- CPU AMD Athlon 64Bit 3200plús Retail
U2/AMD393/K8/Minni - DDR Minni - MDT Twinpacks 1024MB 400MHz PC3200 CL2,5 2x512
U2/AMD393/K8/Móðurborð - AMD - Socket 939 - Abit AV8 - VIA K8T800 plus VT8237
Skjákort - PCI-E - NVIDIA - Sparke GeForce 6600 GT 128MB TV ÚT PCI-E

Þetta er sem sagt draslið sem ég lét uppfæra fyrir nokkrum mánuðum(seinustu jól) En svo er auðvitað restin í kassanum bara nokkura ára gamalt og hann vissi alveg afþví

Sent: Fim 21. Sep 2006 20:17
af corflame
Ef ég er að skilja þig rétt, þá kom reykur út þar sem rafmagnið fer í samband.

Ef það er málið, þá eru allar líkur á því að spennugjafinn hafi verið að deyja. Miðað við yfirlýsingar um aldur vélar, þá er það ekkert stórkostlega óeðlilegt miðað við aldur og fyrri störf.

Þarft því líklega að fá þér nýjan spennugjafa, mæli með 420W eða stærra fyrir það sem þú ert með í þinni vél.

Sent: Fim 21. Sep 2006 20:41
af gislih
Já sorry að ég skuli ekki geta gefið nógu góða lýsingu á þessu, bróðir minn sem veit nú agætlega mikið um tölvur var amk handviss á að Powersupply'ið væri ónýtt og ekki ólíklegt að eitthvað væri grillað inní tölvunni..

Væri frábært ef einhver hefur lent í svipuðu veit við hverju ég get búist(aðallega bara uppá ábyrgð og líka hvort það sé bara möguleiki að þetta hafi verið mér að kenna)

Sent: Fim 21. Sep 2006 20:44
af GuðjónR
gislih þú þart ekki að búa til nýjan user í hvert sinn sem þú póstar. :evil:

Sent: Fim 21. Sep 2006 21:00
af gislih
Já sorry með þetta :oops: gleymdi bara passwordinu á þessum user og var í einhverju veseni með að fá sent email, og þarsem ég vildi drífa mig að setja þetta inn gerði ég bara nýjan user

Sent: Fim 21. Sep 2006 21:09
af ÓmarSmith
Best að nota bara sama passann á allt svona spjall dæmi ;)

Passaðu þetta bara núna og veldu þér passa sem er too easy .

Good luck annars með diskinn.

Sent: Fim 21. Sep 2006 21:26
af gislih
ÓmarSmith skrifaði:Best að nota bara sama passann á allt svona spjall dæmi ;)

Passaðu þetta bara núna og veldu þér passa sem er too easy .

Good luck annars með diskinn.


Jamm, geri það alltaf yfirleitt - en ég gerði þennan user í Nóvember 2005 þó ég hafi bara póstað á honum seinna svo að ég var ekki byrjaður að nota alltaf þennan passa sem eg nota yfirleitt alltaf í dag :wink:

En já, takk fyrir það