Síða 1 af 1

Pool data

Sent: Fös 18. Ágú 2006 14:38
af valur
Sælir
Fékk mér í gær tvo sata diska og stýrispjald fyrir þá. Vandamálið er að serverinn vill ekki boota. Hann hangir alltaf eftir "Verifying DMI Pool Data". Hafa menn lent í þessu og hafa hugsanlega einhvera lausn?

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=133 Þetta er kortið.
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=28 Hérna eru diskarnir.
Tölvan er gamall 700mhz duron jálkur sem hefur hingað til dugað í það sem krafist er af honum.

Tölvan bootar ef ég tek diskana úr sambandi, er búin að prófa að hafa bara annan þeirra í sambandi. Any ideas?

kv.
Valur

Sent: Fös 18. Ágú 2006 15:31
af gnarr
settu stýrispjaldið í og stilltu í bios á að boota fyrst af harða disknum með stýrikerfinu

Sent: Fös 18. Ágú 2006 18:12
af valur
Bios-inn er stilltu þannig hann reynir bara að boota af C og síðan hættir hann. Ef diskarnir eru teknir úr sambandi bootar tölvan. Þeir eru hinsvegar alveg í lagi, þeir voru prófaðir í annari tölvu. Prófaði líka að láta hann bútta af öllum öðrum mögulegum diskum, no luck.

Fleiri hugmyndir?

Sent: Lau 19. Ágú 2006 01:11
af gnarr
farðu betur yfir biosinn.. Þú getur næstum alveg pottþétt valið hard disk boot priority. Bios-inn þinn á ekki að spá í því hvaða bókstafur er assignaður fyrir partitionið.

Sent: Lau 19. Ágú 2006 23:19
af valur
Valið er A, CDROM, L200, ZIP, C,D,E,F og SCSI, síðan er enable/disable möguleiki á að boota "af einhverju öðru". Ég er búin að prófa alla þessa möguleika. Ég held að það sé ekkert að hardware-inu, var að installa Gentoo 2006.1 (reyndar á annan disk), kerfið fann diskana og formataði þá. Þá bootaði ég af gentoo live-cd-inum og það gekk.

Þarf ég virkilega að hafa "boot disk" í helvítinu alltaf?

Sent: Sun 20. Ágú 2006 00:33
af gnarr
þetta er eitthvað asnalegur bios sem þú ert með... Það er tildæmis alveg hægt að setja windows upp á q partition eða að gera fleiri tugi partitiona á sama diskinn, þá myndi "boot from C" í bios ekki virka vel.. Hvað þá ef maður er að nota annað stýrikerfi en windows, þá er maður ekki einusinni með bókstafi fyrir neitt partition.

Hvernig móðurborð ertu með?

Sent: Sun 20. Ágú 2006 01:11
af valur
Týpan er AOpen Ak-33, nánar er hægt að lesa um það hér: http://global.aopen.com.tw/Products/mb/ak33.htm

Einnig fylgja hér með myndir af þessari alræmdu BIOS valmynd, svona þú haldir ekki að ég sé bara að ljúga ;)

Það kæmi hreinlega til greina að kaupa nýja tölvu, en æ mér finnst svo leiðinlegt að eyða meiri pening í þetta, hún gerir lítið annað en að sitja þarna og vera í gangi, þar ekki mikið meiri kraft en hún hefur nú þegar.

Sent: Sun 20. Ágú 2006 05:14
af gnarr
prófaðu að setja auglýsingu hérna í til sölu óskast. Það er alveg ábyggilega einhver til í að gefa þér gamla K7 borðið sitt. Jafnvel P4 borð + örgjörva ef þú ert heppinn :)