Síða 1 af 1

ATI - Crossfire eða ekki?

Sent: Fim 10. Ágú 2006 23:01
af s1n
Jæja, ég er núna búinn að dunda mér við að setja saman tölvu og kominn með allt nema skjákortið, en svo var ég að spá...

Hvort ætti ég að splæsa í X1900 CrossFire 512MB sem er 57 þúsund á computer.is skv. Vaktlistanum.

Eða velja ódýrari kostinn og kaupa mér "venjulegt" X1900 XT 512MB á rúman 43 þúsund kall (computer.is)?

Er kannski skynsamlegra að kaupa dýrara kortið til þess að geta expandað seinna?, er einhver sjáanlegur munur á performance, þ.e.a.s. meira en 5%?

Og svona til að bæta við einni spurningu í viðbót... Hvar get ég fundið þetta X1900 XTX 512MB kort sem á að vera á 46.000 kr á http://www.hugver.is/

Oh snap.

Sent: Fim 10. Ágú 2006 23:36
af ÓmarSmith
Prófaðu bara að leita ;)

TCBE-A0512-B ATi Sapphire Radeon X1900XTX, 512MB DDR3 TV-Out Dual DVI OEM 45.990

Þetta er á síðunni hjá Hugveri.

Ég myndi persónulega aldrei taka Crossfire í dag þar sem að .. eins og áður var sagt .. DX10 kort að koma á þessu ári og leikir í framhaldi af því í DX10 stuðning sem og Windows Vista.

Þú vilt geta nýtt þér DX10 effecta klárlega.

Ég vita í http://www.crysis-online.comklárlega flottasti leikur sem ég hef séð og mun sjá á næstu misserum.

Sent: Fös 11. Ágú 2006 11:04
af Yank
7900 GT er klárlega málið þegar kemur að performance vs verð

Sent: Fös 11. Ágú 2006 12:10
af gnarr
x1800xt er klárlega málið þegar kemur að performance vs verð

Sent: Fös 11. Ágú 2006 12:13
af ÓmarSmith
Það er já ekki að muna miklu á því korti og X1900 xt. (Nvidia 7900gt vs Ati koritð )

Xt kortið hefur auðvitað framyfir samt að nýta HDR og AA á sama tíma sem Nvidia kortin gera ekki.

OG það ... uhh.. man ekki hvað ég ætlaði að skrifa hérna ;) ( tók klukkutímapásu frá þessu.

Töff.