Síða 1 af 1
Hef Dead pixel á flatskjá, er þetta virkilega ásættanlegt?
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:23
af Heliowin
Varð bara að fá mér flatskjá.
Hvað gerist?
Jú dead pixel við fyrstu sýn.
Hef verið að velta fyrir mér hvort þetta sé virkilega ásættanlegt og googlaði þetta. Og mér sýnist á öllu að þetta líti ekki vel út.
Hafið þið reynslu af því hvað söluaðilar geta gert fyrir mann í slíkum tilvikum.
Ég allavega, sætti mig ekki við að vinna við tölvuskjá með áberandi dead pixel.
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:26
af Veit Ekki
Þetta ætti að falla undir ábyrgð, þetta er í raun galli í vörunni.
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:28
af MuGGz
ég veit ekki hvernig er farið með svona mál..
enn fyrir mitt leiti finndist mér glatað ef þetta myndi ekki falla undir ábyrgð ...
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:31
af Heliowin
Já ég vona það, ég hef nefnilega bara verið að heyra um vissan fjölda af dauðum punktum sem falla undir ábyrgð.
Takk fyrir.
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:33
af @Arinn@
Ég myndi virkilega klikkast ef þetta fjélli ekki undir ábyrgð hvernig skjár er þetta og hvar keyptiru hann ?
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:39
af Heliowin
Keyptann í dag
http://tb.is/?gluggi=vara&vara=5225
Ég held ég sé að verða meir en smáklikkaður.
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:48
af @Arinn@
Farðu og heimtaðu nýjann.
Sent: Þri 06. Jún 2006 23:57
af Heliowin
@Arinn@ skrifaði:Farðu og heimtaðu nýjann.
Jú ég reyni allavega.
Hvað sem líður framleiðendum, þá er þetta nefnilega alls ekki ásættanlegt.
Það er furðulegt að stríð séu ekki háð vegna þessa, en bara þegar önnur þjóð vill ekki trúa á hin heilögu sakramenti
Sent: Mið 07. Jún 2006 03:07
af Pandemic
Endursöluaðli tekur það á sig ef skjárinn er gallaður og framleiðandi vill ekki taka við vörunni... þetta er galli og samkvæmt íslenskum lögum ber endursöluaðla að bæta þér vöruna þó svo að framleiðandi taki annað fram.
Það eina sem þessi ábyrgð fellur ekki undir er vara eins og batterý,mat,hluti sem ganga úr sér með tímanum.
Sent: Mið 07. Jún 2006 12:30
af kemiztry
Þú átt að geta skilað honum innan 1-2 daga frá afhendingu. Þetta er augljóslega galli í skjánum. En annars er rosalega misjafnt hvernig sum fyrirtæki bregðast við svona því miður
Flest eru þó það heiðarleg að skipta honum út ef skjárinn var keyptur fyrir 1-2 dögum.
Sent: Mið 07. Jún 2006 12:34
af gnarr
þú meinar. 2 ár.. Það er tveggja ára ábyrgð á raftækjum á íslandi. Dauður puntkur á skjá er auðvitað galli sem að fellur undir ábyrgð.
Sent: Mið 07. Jún 2006 12:46
af Heliowin
Ég fór meðann í dag, daginn eftir kaupin.
Það er bara að bíða og sjá.
Maður er ekkert að leita að dauðum punkti, þetta var áberandi strax við ræsingu á tölvu. Þannig hlýtur þetta að vera fleiri dauðir samliggjandi punktar.
Sent: Mið 07. Jún 2006 19:03
af Nafnotenda
Ég keypti nýlega flatskjá hjá Hugver, það var einn dauður pixel, ég hringdi í þá, mætti með skjáinn, og fékk nýjan.
Sent: Mið 07. Jún 2006 19:43
af SolidFeather
Nafnotenda skrifaði:Ég keypti nýlega flatskjá hjá Hugver, það var einn dauður pixel, ég hringdi í þá, mætti með skjáinn, og fékk nýjan.
Sama með EJS, nema ég hringdi ekki á undan mér. Sýndi þeim punktinn og fékk nýjan skjá.
Sent: Mið 07. Jún 2006 19:51
af Mazi!
þú átt að fá þessu skipt annas neytendasamtök?
btw frændi minn á tb.is/computer.is
Sent: Mið 07. Jún 2006 23:12
af Heliowin
Mazi! skrifaði:þú átt að fá þessu skipt annas neytendasamtök?
Yep, ég bíð og sé til.
Ef mat söluaðilans myndi vera neikvætt eða þeir myndu sýna mér samúð, en samt ekki geta fundið sig í að leiðrétta þetta, segjum vegna neikvæðrar afstöðu framleiðandans og þeir virðast vera það, þá er það bókað mál að ég myndi hafa samband við neytendasamtök og gera sterkar athugasemdir við það að verið sé að dreifa og selja neytendavöru með augljósum útlitsgalla og neytendur geti átt það á hættu að fá slíkt ekki bætt. Hvað er að gerast á ykkar bæ, eru þið ekki vakandi fyrir slíku?
Mazi! skrifaði:btw frændi minn á tb.is/computer.is
Thats nice
Sent: Fim 08. Jún 2006 15:14
af Mr.Jinx
Ég er með einn dauðan pixel á mínum skjá.
Pirrar mig ekkert það mikið en það væri alveg fínt að losna við hann.
Annars er ég að fara að skila minn skjá á morgun. Ekki útaf pixelinn heldur að hann er byrjaður að gefa frá sér einhver svona "Tikk hljóð á c.a 5 ,10 min fresti.
og það er frekar óþolandi. Annars var ég búin að prufa skipta um Skjá og rafmagns snúru. Gerðist það sama og prufaði hann líka í gömlu tölvuna mína og það gerist líka það sama.
-
Þetta er Samsung 913N skjár.
-
Jinx.
Sent: Fim 08. Jún 2006 16:27
af Hlynkinn
"Áður en LCD skjár telst gallaður þurfa að greinast í honum 6 dauðir pixlar samkvæmt alþjóðlegum staðli framleiðenda nema annað sé tekið fram" Held nú að það sé hægt að væla og fá nýjan
Sent: Fim 08. Jún 2006 17:57
af Heliowin
Hlynkinn skrifaði:"Áður en LCD skjár telst gallaður þurfa að greinast í honum 6 dauðir pixlar samkvæmt alþjóðlegum staðli framleiðenda nema annað sé tekið fram" Held nú að það sé hægt að væla og fá nýjan
Frá mínum bæjardyrum séð er þessi alþjóðlegi staðall framleiðenda meingallaður.
Í dag fékk ég samt skjáinn endurbættan
Þetta var nú bara einn dead pixel og það kom mér á óvart. Ég man ekki hvað var sagt við mig, en mér skilst að einn dead pixel sé ekki nægilega mikið til vera ábyrgðarskilt, ég man bara ekki alveg. Tæknibær tóku hann samt til sín og létu mig fá annan af sömu tegund og hann er fínn. Þeir munu senda hinn, tilbaka til framleiðandans, en ég veit ekki hvernig þeir hátta þessu, nákvæmlega.
þetta voru fyrstu kaup mín á flatskjá. Við næstu kaup ætla ég að fara fram á prófun, eða sérstaka ábyrgðar skilmála ef því er ekki hægt að koma við.
Sent: Mán 12. Jún 2006 21:58
af Heliowin
Já jæja hann var víst ekki alveg fínn. Það kom upp einn dead pixel eftir smá tíma, blár.
Þetta er víst dálítið erfitt fyrir framleiðendur að geta þetta galla laust þegar kemur að dead pixels, enda framleiðslan flókin og rándýr, og hver vill kaupa rándýra flatskjái?
Það er - hef ég heyrt - mögulegt fyrir notendann að rétta þetta við, og ég mun reyna þegar ég nenni.
Sent: Mán 12. Jún 2006 22:38
af Rusty
Hvernig þá? Og hví er þá ekki bara boðin viðgerðarþjónusta?
Sent: Þri 13. Jún 2006 00:49
af Heliowin
Rusty skrifaði:Hvernig þá? Og hví er þá ekki bara boðin viðgerðarþjónusta?
Ástæðan fyrir því að viðgerðaþjónusta sé ekki í boði, er líklega vegna þess að það er venjulega ekki hægt að gera við þetta.
En það finnast ráð sem mögulega geta hjálpað.
Ég veit núna um eitt kerlingarráð sem ég hef þó ekki ennþá prufað en geri það sem fyrst.
Mér skilst að fólk hafi gert þetta með góðum árangri, virkar samt ekki alltaf:
Og reyna fyrst að skila skjánum ef hann er í ábyrgð.
1. Hafa slökkt á skjánum
2. Nuddaðu svæðið
varlega með hringlaga hreyfingu í um 30 sekúntur með fíngerðu efni eins og bómul,
líklega smá votan ég veit ekki.
3. Kveikja á skjánum og sjá hvort þetta hafi lagast.
Ef þetta hefur virkað, þá er það sennilega ekki transistor (kristal þrískauti?) sem var að, heldur það að kristallarnir hafi ekki raðað sér á réttan hátt, ég veit ekki. Ég hef ekki neina þekkingu á þessu.
Ef þetta kemur aftur, þá er bara að gera það sama á ný. Það er reynsla fólks að ef þetta komi aftur, þá hafi það gert það sama og það hafi jafnvel alveg horfið.
Sent: Þri 13. Jún 2006 12:12
af DoRi-
það er 0-2 dauðir hjá mér, þrýsti bara á þá og þeir lifna við, nokkurnskonar CPR
Sent: Þri 13. Jún 2006 19:52
af Rusty
já, vinur minn var einhverntíman pirraður, og byrjaði að nudda skjáinn minn frekar mikið. Ég bara DÚD! HVAÐ ERTU AÐ GERA! Skemmdi þó ekki neitt. Persónulega sá ég engan mun, en hann sagði að þetta lagaðist nú aðeins.