Síða 1 af 1

Smá hjálp með uppfærslu.

Sent: Lau 22. Apr 2006 17:17
af ingoh
Sælir, ég er að hugsa um að endurnýja nokkra hluti í tölvunni; Móðurborð, Örgjörva, Minni og Skjákort. Er tilbúinn að borga í þetta svona ca. 100k. Ég ætlaði að reyna að athuga hvort einhver hér gæti kannski hjálpað mér með þetta. Er búinn að senda fyrirspurn á http://www.tolvuvirki.is og http://www.kisildalur.is og fékk strax svar frá kisildal sem hljóðaði svona:

Örgjörvi: Athlon64 X2 3800+ með örgjörvaviftu
Móðurborð: Abit KN8-SLI
Minni: G.Skill 2x1GB DDR400 CL2.5
Skjákort: eVGA GeForce 7900GT

Samtals 105.000kr með ísettningu.

Endilega segið mér ykkar álit á þessu eða hvort ég gæti fengið eitthvað betra.

Sent: Lau 22. Apr 2006 17:24
af Nafnotenda
Þetta er mjög fínt, ég held að ég myndi taka nákvæmlega það sama ef ég ætlaði að kaupa þessa hluti fyrir 100.000kr.

Vissi reyndar ekkert um þetta móðurborð en ég fann upplýsingar um það á google, og það virðist vera mjög fínt.

Þú getur treyst Kísildal fyrir tölvunni þinni, ég er sjálfur að fara að kaupa mér nýja tölvu með öllu þaðan.

Sent: Lau 22. Apr 2006 18:19
af Veit Ekki
Þetta hljómar vel. :)

Sent: Lau 22. Apr 2006 18:20
af Taxi
þú gerir varla betri kaup á nýjum hlutum í ábyrgð fyrir 100.000kr.

Ég er nýlega búinn að kaupa vél í Kísildal og þjónustan er til fyrirmyndar, vörur og verð í toppklassa.

Ég er með 7900GT,AMD64#3700,2GB G-skill og SLI móðurborð og
skoraði 7844 í 3DMark05 í fyrstu tilraun,sem hækkar örugglega með
nýjustu driverum og smá stillingum (ekki yfirklukkun) svo að ég er
mjög ánægður með vélina mína og mæli með Kísildal

Sent: Lau 22. Apr 2006 19:45
af ingoh
Takk fyrir svörin.
En ég var að velta fyrir mér hvort ég þyrfti svona gott skjákort, ég spila nefnilega ekkert rosalega mikið tölvuleiki?

Sent: Lau 22. Apr 2006 23:08
af Veit Ekki
ingoh skrifaði:Takk fyrir svörin.
En ég var að velta fyrir mér hvort ég þyrfti svona gott skjákort, ég spila nefnilega ekkert rosalega mikið tölvuleiki?
Nei, alls ekki. Ef þú spilar lítið tölvuleiki þá ætti 6600GT alveg að vera meira en nóg.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=31