Síða 1 af 2
Hive = Slow
Sent: Mán 17. Apr 2006 20:51
af Sprelli
Ég var búinn að vera hjá OgVodafone með 2 Mb tengingu, þangað til um daginn
þar sem mútta ákvað að breyta til, því ég fór stundum yfir hámarkið sem var 1 GB.
Þótt 2 Mb tenging er ekkert til að hrópa húrra fyrir þá var það nóg fyrir mig.
Download-aði utanlands á ca. 17-70 KB/s.
Nú í dag er ég með 8 Mb tengingu hjá Hive og er að download-a undir 17 KB/s eða
oftast 1,2 - 2 KB/s sem er ömurlegt. Það er grátlegt að borga sama verð hjá Hive og
OgVodafone fyrir meiri hraða hjá Hive en ná honum ekki upp í 17 KB/s og vera með
4 GB á mán. en ná ÞVÍ ekki einu sinni.
Er sama vandamálið hjá öllum? Er Hive með svona hryllilega lága tengingu í raun og veru?
Sent: Mán 17. Apr 2006 20:56
af Bc3
ég fór frá símonum á báðum heimilonum mínum yfir í hive og ég ætla að fara aftur í síman þvi að hive er slow as hell
Sent: Mán 17. Apr 2006 22:07
af ponzer
Spurning um að fara blása rykið af 56k módeminu sínu
Sent: Þri 18. Apr 2006 00:22
af Andri Fannar
Hive er náttúrlega að overloada kerfið sitt með allt of mörgum customers en enga bandvídd
Sent: Þri 18. Apr 2006 03:45
af Rusty
Eru allir búnir að gleima því, að fyrir hvað, viku, var frekar mikil umræða um þetta að Hive hafi sett filter á P2P, þar sem það fer í low priority þar sem aftur á móti t.d. leikjaspilarar fá nú alla bandvíddina.
Sent: Þri 18. Apr 2006 09:20
af Dagur
Rusty skrifaði:Eru allir búnir að gleima því, að fyrir hvað, viku, var frekar mikil umræða um þetta að Hive hafi sett filter á P2P, þar sem það fer í low priority þar sem aftur á móti t.d. leikjaspilarar fá nú alla bandvíddina.
aljgörlega úr lausu lofti gripið
Sent: Þri 18. Apr 2006 12:20
af @Arinn@
Ég er bara frekar sáttur við Hive ég er með mjög lágt ping í leikjum og dnl hraðinn minn er fínn.
Sent: Fim 20. Apr 2006 14:37
af ponzer
Mjög misjöfn svör sem maður fær frá Hive notendum um hraða og ping
Sent: Fim 20. Apr 2006 16:37
af gumball3000
Pingið á að vera búið að skána helling hjá Hive notendum, en p2p búið að versna
þeir lofa bara alveg uppfyrir haus og gera svo í brækurnar
Sent: Þri 09. Maí 2006 20:29
af depill
Hmm eruð þið með sett á protocol encryption í torrent forritum ykkar og með opnað fyrir port ? Ég næ fínum hraða á erlendu torrenti með HIVE.
Nota bara private trackrea, á vel seeduðum torrent að ná rétt um megi og stundum aðeins yfir.
Sent: Lau 13. Maí 2006 10:48
af GuðjónR
depill.is skrifaði:Hmm eruð þið með sett á protocol encryption í torrent forritum ykkar og með opnað fyrir port ? Ég næ fínum hraða á erlendu torrenti með HIVE.
Nota bara private trackrea, á vel seeduðum torrent að ná rétt um megi og stundum aðeins yfir.
Get nú varla tekið þetta alvarlega...sérstaklega ekki þar sem þú ert þjónustufulltrúi hjá HIVE...og því ekki hlutlaus
Sent: Mán 15. Maí 2006 17:21
af depill
GuðjónR skrifaði:depill.is skrifaði:Hmm eruð þið með sett á protocol encryption í torrent forritum ykkar og með opnað fyrir port ? Ég næ fínum hraða á erlendu torrenti með HIVE.
Nota bara private trackrea, á vel seeduðum torrent að ná rétt um megi og stundum aðeins yfir.
Get nú varla tekið þetta alvarlega...sérstaklega ekki þar sem þú ert þjónustufulltrúi hjá HIVE...og því ekki hlutlaus
Nei, ég er kannski ekki hlutlaus, en er samt að segja satt. Og veit um fleirri, sem eru ekki þjónustufulltrúar hjá HIVE
Sent: Mán 15. Maí 2006 17:56
af beatmaster
depill.is skrifaði:GuðjónR skrifaði:depill.is skrifaði:Hmm eruð þið með sett á protocol encryption í torrent forritum ykkar og með opnað fyrir port ? Ég næ fínum hraða á erlendu torrenti með HIVE.
Nota bara private trackrea, á vel seeduðum torrent að ná rétt um megi og stundum aðeins yfir.
Get nú varla tekið þetta alvarlega...sérstaklega ekki þar sem þú ert þjónustufulltrúi hjá HIVE...og því ekki hlutlaus
Nei, ég er kannski ekki hlutlaus, en er samt að segja satt. Og veit um fleirri, sem eru ekki þjónustufulltrúar hjá HIVE
Eins og tildæmis ég
Sent: Þri 13. Jún 2006 11:19
af ManiO
Er hjá Hive, og samkvæmt hinum ýmsu síðum eru portin hjá mér ekki opin (búinn að hringja nokkrum sinnum) en hraðinn rokkar frá 40 kB/s uppí 300 kB/s á erlendum torrentum (reyndar séð það fara nokkrum sinnum uppí 700 kB/s en aðeins við kjöraðstæður).
Sent: Þri 13. Jún 2006 12:15
af DoRi-
protocol encryption gerir galdraverk
Sent: Þri 13. Jún 2006 15:03
af audiophile
Hive er bara að með traffic shaping í gangi sem gefur forgangsröð á netsíður og leikjaspilun, sem er mjög algengt hjá netveitum um allan heim. Það var meira að segja í fréttunum um daginn að OgVodafone er farið að gera þetta líka.
Mér finnst þetta jákvæð þróun þar sem óhóflegt P2P niðurhal hefur neikvæð áhrif á þjónustu annarra sem nota netið í löglega hluti.
Ef þú myndir stela bíl en finnast hann lélegur og hann er eitthvað bilaður, myndirðu fara í umboðið og kvarta?
Sent: Þri 13. Jún 2006 16:07
af gnarr
nei, hinsvegar ef vélin í bílnum mínum sem ég keypti löglega hjá umboðniu færi aldrei yfir 2.000snúninga, til að koma í veg fyrir að ég bryti umferðalög, þá myndi ég kvarta.
Síðan hvenar er það ólöglegt fyrir mig að downloada 4GB og 3.5GB DVD imgae af vista sem beta prófari? Hvernig réttlætiru það að netveitan setji það download aftast í forgangsröðina?
Hvernig væri þá bara að ríkið myndi hreinlega bara banna internetið á íslandi. Þar sem að við vitum öll að mest öll umferð á netinu er á gráu svæði? ég mæli mun frekar með því heldur en að vera bara að hægja á þessu.
Sent: Þri 13. Jún 2006 16:26
af Amything
DoRi- skrifaði:protocol encryption gerir galdraverk
Ertu til í að fara aðeins nánar útí hvað þú meinar með þessu?
Sent: Þri 13. Jún 2006 17:13
af audiophile
gnarr, þú sækir Vista gegnum http eða ftp er það ekki? Ég gerði það allavega og takmörkun á p2p hefur engin áhrif á það.
Og ekki reyna að segja mér að fólk sé að sækja mikið af löglegu efni gegnum torrent, DC osfv. Það er örugglega hlægilega lág prósenta sem gerir það. Einstaka fólk sem sækir kannski uppfærslur fyrir leiki gegnum torrent eða einstaka Linux ISO, en hversu mikið hlutfall af P2P notendum er það?
En auðvitað þegar svona stórtækir hlutir eru gerðir verða alltaf einhverjir saklausir fórnalömb eins og í öllu. En það hlýtur að hafa verið eitthvað mikið að fyrst að þeir neyddust til að gera þetta og það þýðir ekki að segja að ástæðan sé að Hive séu aular og hafi ekki nóga bandbreidd því OgVodafone er að byrja að gera þetta líka.
Bara svo að það skýrt þá er ég ekki á móti P2P niðurhali. Ég er einfaldlega á móti krökkum sem liggja yfir DC og Torrent allan daginn sækjandi ólöglegt efni og kemur svo kvartandi yfir að internetveitan þeirra sé að koma í veg fyrir að þeir séu að að hamra tenginu á fullum hraða allan sólahringinn.
Annars skiptir þessi umræða engu máli þar sem fólki er drullusama, skella á protocol encryption, gefa skít í aðra og halda áfram að hlaða niður drasli.
Sent: Þri 13. Jún 2006 19:14
af gumol
Ég hef reyndar notað torrent talsvert til að sækja löglegt efni, ég hlít að vera svona sérstakur.
Sent: Þri 13. Jún 2006 19:58
af Rusty
audiophile skrifaði:Ég er einfaldlega á móti krökkum sem liggja yfir DC og Torrent allan daginn sækjandi ólöglegt efni og kemur svo kvartandi yfir að internetveitan þeirra sé að koma í veg fyrir að þeir séu að að hamra tenginu á fullum hraða allan sólahringinn.
gnarr skrifaði:ef vélin í bílnum mínum sem ég keypti löglega hjá umboðniu færi aldrei yfir 2.000snúninga, til að koma í veg fyrir að ég bryti umferðalög, þá myndi ég kvarta.
Sami hlutur, audiophile. Þegar þú gerir samning við netveitu, áttu nú að fá að nota umræddan hraða til hins ýtrasta. Þú ert ekki að fá það sem þú borgar fyrir ef P2P niðurhal er hamlað. Hvort sem þér líkar það eður ey.
Plús það, þá eru mörg forrit að byrja að nota P2P fyrir ýmsa hluti til að gera forritin skrautlegri.
Sent: Mið 14. Jún 2006 15:05
af JReykdal
Rusty skrifaði:audiophile skrifaði:Ég er einfaldlega á móti krökkum sem liggja yfir DC og Torrent allan daginn sækjandi ólöglegt efni og kemur svo kvartandi yfir að internetveitan þeirra sé að koma í veg fyrir að þeir séu að að hamra tenginu á fullum hraða allan sólahringinn.
gnarr skrifaði:ef vélin í bílnum mínum sem ég keypti löglega hjá umboðniu færi aldrei yfir 2.000snúninga, til að koma í veg fyrir að ég bryti umferðalög, þá myndi ég kvarta.
Sami hlutur, audiophile. Þegar þú gerir samning við netveitu, áttu nú að fá að nota umræddan hraða til hins ýtrasta. Þú ert ekki að fá það sem þú borgar fyrir ef P2P niðurhal er hamlað. Hvort sem þér líkar það eður ey.
Plús það, þá eru mörg forrit að byrja að nota P2P fyrir ýmsa hluti til að gera forritin skrautlegri.
Endilega bentu okkur á Service Level Agreement í samningunum.
Sent: Fim 15. Jún 2006 00:16
af gnarr
JReykdal, ertu semsagt að segja mér að vegna þess að þið skrifið ekki undir samning að takmarka ekki einhverja þjónustu, þá auðvitað notið þið tækifærið og takmarkið hana. Má maður eins búast við því að síminn fari að slökkva á internetinu á nóttinni, vegna þess að það stendur hvergi í samningnum að þið megið ekki gera það?
Sent: Fim 15. Jún 2006 00:52
af JReykdal
gnarr skrifaði:JReykdal, ertu semsagt að segja mér að vegna þess að þið skrifið ekki undir samning að takmarka ekki einhverja þjónustu, þá auðvitað notið þið tækifærið og takmarkið hana. Má maður eins búast við því að síminn fari að slökkva á internetinu á nóttinni, vegna þess að það stendur hvergi í samningnum að þið megið ekki gera það?
Varla þar sem viðkomandi vara er Internetaðgangur.
Sent: Fim 15. Jún 2006 16:59
af Stebet
Þetta stendur allt svart á hvítu í samningum Hive. Skiptir engu hvort þú ert að downlóda löglega eða ólöglega. Það er líka staðreynd að nánast enginn takmarkar max-download-speed í torrent forritunum sínum þannig að þjónusuaðilar sjá sér því miður ekki annað fært en að takmarka traffíkina sem torrentar fá.
8. Viðskiptavini er ekki heimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina. Einnig er viðskiptavini óheimilt að setja upp hugbúnað eða starfrækja tölvuþjónustu sem getur skert þjónustu annarra viðskiptavina. Ef í ljós kemur að notkun felur í sér misnotkun á búnaði eða þjónustu IPF hefur félagið fulla heimild til að synja viðskiptavini um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar. Eftirfarandi atriði falla undir það að geta haft áhrif á eða skert þjónustu til annarra viðskiptavina:
8.1 – Óhóflegt niðurhal á erlendu gagnamagni. Ef erlent gagnamagn fer yfir sem svarar 60 GB á 30 dögum að jafnaði, áskilur IPF sér rétt til að gera viðeigandi ráðstafanir svo slík notkun skerði ekki gæði þjónustu til annarra viðskiptavina.
8.2 - Notkun forrita eða annars búnaðar sem felur í sér sjálfvirkt niðurhal og leiðir til óhóflegs erlends gagnamagns sbr. gr. 8.1.
8.3 – Hvers kyns notkun er felur í sér óeðlilegt álag á sameiginlegum kerfum er ætluð eru til þjónustu allra viðskiptavina IPF.
Verður ekki mikið skýrara en þetta.