Síða 1 af 1

Bestu price/perf agp kortin í dag?

Sent: Fim 23. Mar 2006 11:29
af dreki
Jæja þá er Oblivion að koma út og gamla góða Ti 4400 (frábært kort btw :) er ekki lengur að meika það!

Restin af vélinni er ennþá ok (er með 2.8 intel) þannig að ég vil ekki fara að spandera í nýtt móðurborð sem styður PCI express. Það virðist vera um frekar lítið val en að fá sér 6600 GT þannig að spurningin er hvað er besta kortið? Eitthvað kort sem er með 256mb eða eru þau öll bara með 128?

Þetta sparkle kort er frekar ódýrt en er maður að kaupa drasl???
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... _SP_6600GT

Hvað með þetta kort frá MSI?
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1366

Allar ábendingar um góð (hljóðlát) kort vel þegnar...

Sent: Fim 23. Mar 2006 11:33
af hahallur
Keyptu bara ódýrasta 6600 gt kortið sem þú finnur.

Sent: Fim 23. Mar 2006 11:39
af dreki
Já en ég hef brennt mig áður á því að ef maður kaupir ódýrt þá fær maður eitthvað ódýrt. Er sem sagt engin gæðamunur á milli þessara korta?!?

Annars var ég að browsa og rakst á þetta dæmi...
http://www.computer.is/vorur/5762

Heldur dýrara en ég var að leita að (22.724) en komið með 256mb minni og minnisbraut! sp hvort að það sé þess virði???

Sent: Fim 23. Mar 2006 11:45
af hahallur
Þetta kort var 6800 GS ekki 6600 gt og nei .....

....það er ekki þess virði að kaupa dýrasta 6600 GT kortið því eini munurinn væri að dýrara kortið OCaðist kannski betur.

Hinnsvegar ef þú ert að kaupa dýrt kort 7800 + á maður að fá sér góðan frammleiðanda.

Sent: Fim 23. Mar 2006 12:51
af gnarr
6800gs eða 7800gs eru held ég alveg málið fyrir þig.

Sent: Fim 23. Mar 2006 13:42
af dreki
@hahallur
Jamm, veit að þetta er 6800gs kort enda sagði ég aldrei að ekkert annað en 6600gt kæmi til greina... mig vantar bara besta kortið til að spila oblivion án þess að setja mig á hausinn.

@gnarr
Þekkir þú þetta EVGA 6800gs kort sem ég linkaði á? Hef enga reynslu af EVGA en er það rétt skilið að þeir séu nokkuð traustir???

7800 kort er of dýrt en 6800 gsinn gæti verið innan budget ef maður er að fá samsvarandi meiri hraða og futureproofness (miðað við kostnað) umfram 6600gt... (mun ekki uppfæra tölvuna meira amk út þetta ár og hugsanlega lengur)

Sent: Fim 23. Mar 2006 14:35
af Stutturdreki
Vei.. annar Dreki.. nú getum við teamað upp og lamið OmarSmith sem finnst Drekar ekkert töff..

Anyroad. held þú sert að gera nokkuð góð kaup með 6800gs en það er ekki til neitt sem er 'futureproof' þegar tölvur eru annars vegar, þú ert kannski að kaupa þér eitt til tvö ár í viðbót :)

Sjálfur er ég í sömu stöðu og þú.. með AGP móðurborð og ekki beint á leiðinni að skipta svo ég fékk mér x850xt fyrir áramót, hefði sennilega farið í 7800gs.. en það var bara ekki komið út þegar ég keypti ati kortið.

Sent: Fim 23. Mar 2006 14:56
af gnarr
6800gs = 6800gt hvað afl varðar. 6800gs notar þó talsvert minna rafmagn, og hitnar minna.

Sent: Fim 23. Mar 2006 15:19
af dreki
Og ekki gleyma að 6800gs eru töluvert ódýrari (alltaf factor þegar maður er einn af þessum fátæku námsmönnum :( )

Sko, það segir sig náttúrulega sjálft að drekar rúla! :D en ég er mjög friðsamur dreki... (nema þegar dónar eru að stíga á halann minn grrrr :evil: :wink: )

Annars er 7800gs mjög freistandi, sérstaklega þar sem að Oblivion er gríðarlega krefjandi grafískt, en ég á mjög erfitt með að réttlæta kostnaðinn...

Sent: Fim 23. Mar 2006 16:27
af Vilezhout
seinast þegar að ég tók smá rúnt yfir 6600gt kortin sem að voru í boði hérna á íslandi þá var msi kortið dýrast og eina sem það hafði yfir önnur kort var lélegur leikjapakki og örlítið hljóðlátara enn yfirklukkast ekki alveg jafnvel

Sent: Fim 23. Mar 2006 16:41
af Stutturdreki
6800gs er með Shader Model 3.0 þannig að 7800gs myndi bara leyfa þér að spila hann í hærri upplausn.

Sent: Fim 23. Mar 2006 20:05
af Taxi
Ég er með 6800gs og get keyrt Oblivion demoið í 1280x768 @85hz.Lítur mjög vel út svoleiðis og það hitnar ekki einusinni mikið í þessari upplausn.

Sent: Fös 24. Mar 2006 01:27
af dreki
Demo?! Hvaða demo?! :shock:

Ertu kannski að tala um video demoin sem beth hafa látið frá sér? Ekki alveg sama dæmi að spila leikinn sjálfan eða bara video af leiknum...

Anyways þá sýnist mér eftir að hafa browsað forumin á elder scrolls að 6600 kortin eru varla að meika leikinn og að helst þurfi maður að hafa nýjustu generation af kortum :(

Jæja, ætli maður fari þá ekki milliveginn og fái sér 6800, verst hvað það er lítið úrval af þessum kortum hérna á klakanum, finn bara þetta eina á computer.is (á þessu verðbili)

Sent: Fös 24. Mar 2006 20:46
af Skoop
ég er með sparkle 6600gt sem ég keypti fyrir hálfu ári síðan, og það kostaði þá 1000 kalli meira en það gerir núna, mér finnst það hálf einkennilegt hversu hægt það er að lækka í verði

Sent: Fös 24. Mar 2006 23:17
af Sallarólegur
dreki, þú átt skilaboð

Sent: Lau 25. Mar 2006 19:13
af dreki
Já, sorry viktor, ég er búinn að svara núna!

Búinn að vera svolítið (lesist megamikið) upptekin í Oblivion :wink:

btw þá skellti ég mér á evga 6800gs kort og það er að svínvirka í leiknum :8)

Ég þakka öll commentin... en Oblivion kallar (í-svona-get-ekki-hætt-að-spila-dæmi :D )

Cheers