Síða 1 af 2

NTLDR is missing??

Sent: Lau 18. Feb 2006 07:47
af Jth
Í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni fæ ég upp þessi villuskilaboð:
NTLDR is missing
Press Ctrl+Alt+Del to restart

Veit einhver hvað um er að vera og hvað ég get gert (er með recover disk, en sá diskur vill eyða öllu af harða disknum og setja síðan tölvuna upp eins og hún var þegar hún var keypt)

Út af þessu er ég að pæla í að kaupa utanáliggjandi harðan disk, með hvaða tegund mælið þið og er ekkert mál að partition-a hann (fyrir mann sem kann ekkert á tölvur)?

Sent: Lau 18. Feb 2006 12:29
af @Arinn@
Samsung eða Seagate hafa verið að fá góða dóma líka fyrir að það heyrist ekkert svo mikið í þeim.

Sent: Lau 18. Feb 2006 13:34
af Blackened
..Síðast þegar ég sá svona villuskilaboð.. þá gleymdi viðkomandi að taka Floppy úr drifinu :roll:

Sent: Lau 18. Feb 2006 16:11
af mjamja
lenti í þessu um daginn..... þú verður að redda þ ér nýjum windows disk

Sent: Lau 18. Feb 2006 16:39
af @Arinn@
hlýtur að vera hægt að leysa þetta á anannn hátt. Prufaðu að hafa bara system diskinn tengdann engann annann.

Sent: Lau 18. Feb 2006 18:11
af gumol
Þetta er annaðhvort dauður harður diskur eða stýrikerfisvandamál. (eða floppy diskur)

Sérðu harða diskinn í BIOS?

Sent: Lau 18. Feb 2006 19:17
af kristjanm
Er BIOSinn stilltur til að boota á réttum hörðum disk?

Sent: Lau 18. Feb 2006 19:35
af mjamja
ég lenti í sama veseni og prófaði allt það sem þið eruð að stinga uppá.... ef þú ert með löglegt windows þá er ekkert mál að hafa samband við endursöluaðila..... en þú verður að redda þér nýjum windows disk

Sent: Lau 18. Feb 2006 20:12
af gnarr
mjamja: hvernig tengist windows install diskurinn þessu?

Sent: Lau 18. Feb 2006 20:34
af HemmiR
hah þetta gerðist hjá vini minumm þegar við vorum að formatta..
en það var sko 37gb raptor og þetta kom þetta var eithvad jumper vandamál :) hjá honumm og þá var hann með sko 250gb slave hd sem ide..

Re: NTLDR is missing??

Sent: Lau 18. Feb 2006 20:35
af Sallarólegur
Jth skrifaði:Í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni fæ ég upp þessi villuskilaboð:
NTLDR is missing
Press Ctrl+Alt+Del to restart

Veit einhver hvað um er að vera og hvað ég get gert (er með recover disk, en sá diskur vill eyða öllu af harða disknum og setja síðan tölvuna upp eins og hún var þegar hún var keypt)

Út af þessu er ég að pæla í að kaupa utanáliggjandi harðan disk, með hvaða tegund mælið þið og er ekkert mál að partition-a hann (fyrir mann sem kann ekkert á tölvur)?
+

af hverju notaru svona mikið af svigum :? Hefðir getað sleppt þeim öllum...

Sent: Lau 18. Feb 2006 21:02
af @Arinn@
Og hverju skiptir það ??? Lennti í sama vandamáli með raptor þurfti að færa jumper. Skiptir alveg örugglega ekki máli eftir tegundum.

Sent: Lau 18. Feb 2006 21:37
af gumol
Varstu nokkuð að bæta við eða taka harðan disk úr tölvunni?

Sent: Lau 18. Feb 2006 23:00
af mjamja
gnarr skrifaði:mjamja: hvernig tengist windows install diskurinn þessu?


Ég talaði við e-rn tölvugúru og hann sagði að það þyrfti nýjann disk..

NTLDR er e-ð í sambandi við MBR sem windows installar eða e-ð álíka, man ekki alveg hvað hann sagði

Sent: Lau 18. Feb 2006 23:03
af gumol
Þetta er ekki það í þessu tilviki.

Sent: Lau 18. Feb 2006 23:29
af mjamja
ok, virkaði samt hja mér að skipta um disk

Sent: Sun 19. Feb 2006 00:51
af gnarr
mjamja: kom þetta hjá þér þegar þú varst að installa windows? auðvitað virkar þá að skipta um windows install disk. Málið er bara að JTH er ekki að installa windows.

Sent: Sun 19. Feb 2006 00:55
af mjamja
wow ég var að misskilja þetta í köku... ég hælt að hann væri að installa windows,sry team

Sent: Mán 20. Feb 2006 07:50
af Jth
Var einmitt ekki að installa Windows, það fylgdi tölvunni. Var einfaldlega að kveikja á henni og fékk þessi villuskilaboð upp - en þessi HP tölva var keypt í desember, og ég er búinn að senda Opnum kerfum email og fæ vonandi svar í dag. Bara verst að missa gögnin mín og BitDefender, þ.e. ef allt þurrkast af disknum.

En þegar þið takið back-up af tölvunni, notið þið þá utanáliggjandi harðan disk?

Sent: Mán 20. Feb 2006 08:00
af gumol
Núna skil ég ekki alveg. Þetta gerðist semsagt þegar þú varst að setja upp Windows? Afhverju eru þá gögn á tölvunni?

Já, ég tek backup á utanáliggjandi disk. Sumir vilja meina að það sé ekki nógu öruggt fyrri mikilvægari gögn.

Sent: Mán 20. Feb 2006 08:05
af gnarr
gumol skrifaði:Núna skil ég ekki alveg. Þetta gerðist semsagt þegar þú varst að setja upp Windows? Afhverju eru þá gögn á tölvunni?


Jth skrifaði:Var einmitt ekki að installa Windows, það fylgdi tölvunni.


Gummi minn.. ég held þú þurfir að sofa :lol:

Sent: Mán 20. Feb 2006 13:01
af gumol
:nerd_been_up_allnight

Sent: Mán 20. Feb 2006 17:06
af Jth
Í dag hringdu þeir úr OK - og sögðu að tölvan væri ekki í ábyrgð. Ekki gott mál að pabbi svaraði, því þegar hann lagði á eftir langt samtal kallaði hann til mín og sagði að tölvan væri ekki í ábyrgð og mér náttúrulega blöskraði og hann bætti um betur með að segja að klukkutíminn á verkstæðinu kostaði 9000 kall!

Hann náttúrulega sagði mér ekkert um að þeir á verkstæðinu gruna að þetta sé vírus sem hafi valdið þessu (en allar nánari upplýsingar um þetta frá ykkur væru vel þegnar - hvaða vírus getur verið að valda þessu?). Ég náttúrulega var ekki sá kurteisasti þegar ég hringdi upp eftir og var algjörlega brjálaður (enda á ég mjög slæma fartölvu sem er sífellt að bila og er að gera mig gráhærðan ...sem er vægt til orða tekið). Ef þeir kannski lesa þetta hér þá bið ég þá nú afsökunar. Aðallega út af því hvernig pabbi orðaði þetta mjög illa við mig.

En hinsvegar er vírusvarnarforritið BitDefender uppsett á tölvunni og er með real-time vörn, þannig að ég er samt ekki að meika það að vírus hafi farið svona illa með tölvuna. En hinsvegar eru allar ábendingar um góð vírusvarnarforrit vel þegin (svolítið súrt að bíta í heyið með að þetta er tölva pabba og mömmu, og ég keypti ársleyfi á þetta vírusvarnarforrit ...sem ég mun ekki endurnýja!)

Sent: Mán 20. Feb 2006 17:34
af gumol
Whath? Hvernig fóru þeir að því í gegnum síman? Var hún keypt fyrir meira en 2 árum?

Heyriru í harða diskinum þegar þú kveikir á tölvunni?

Sent: Mán 20. Feb 2006 17:38
af @Arinn@
Getur þetta komið jumperunum á harða disknum eitthvað við ?