Síða 1 af 1
Tengjast tölvu sem er bakvið router ( ekki á sama neti)
Sent: Mið 15. Feb 2006 16:26
af Róbert
Heima er ég með router og fasta ip xxx.xxx.xxx.xxx og tölvan er með t.d 192.168.1.118
og í vinnuni er router föst ip zzz.zzz.zzz.zzz og tölvan er með t.d 192.168.1.111
og mig langar til að komast í tölvuna heima 192.168.1.118
hvernig kemst ég frá vinnu tölvu 19.168.1.111 og heim
í tölvu 168.168.118
vona að þið skiljið hvað ég á við
kv.
Róbert
Sent: Mið 15. Feb 2006 16:38
af urban
opnar port (mig minnir að það sé 3389) heima hjá þér og lætur það vísa á 192.168.1.118 og notar síðan remote desktop
Sent: Mið 15. Feb 2006 16:45
af Róbert
ég hélt það, en þettta er ekki að virka, í remote desktop er
computer =192.168.1.118
username= xxxx
pass=xxxx
domain =xxxx
ég fylli þetta út en kemst ekki inn í 192.168.1.118
hvað vantar hjá mér svo þetta virki ?
meiri uppl. væru vel þegnar
takk
Róbert
Sent: Mið 15. Feb 2006 16:47
af gnarr
haha
þú átt ekki að gera innanhúss iptöluna á hinum staðnum. þú átt að gera public töluna.
Sent: Mið 15. Feb 2006 17:55
af Róbert
gnarr viltu útskýara þetta aðeins betur fyrir mig
er frekar vitlaus í þessum málum
takk
Sent: Mið 15. Feb 2006 17:58
af urban
þegar þú ferð í remote desktop á vélinni í vinnunni þá setur þú iptöluna sem er xxx.xxx.xxx.xxx (miðað við fyrsta póstinn hjá þér)
og þá ætti þetta að ganga hjá þér
Sent: Mið 15. Feb 2006 20:06
af mjamja
ef þig vantar bara að komast í gögnin þá held ég að einfaldasta lausnin sé að henda bara upp ftp sever
Sent: Mið 15. Feb 2006 20:22
af gumball3000
satt rtp easy stuff
Sent: Mið 15. Feb 2006 23:28
af Rusty
Ok, þegar ég segi hús meina ég routera, og myip.is ip töluna. Þegar ég segi herbergi meina ég innanhús ip tala (192.168.x.x). Þegar ég segi hurð meina ég port.
Þú hefur tvö hús. Eitt er húsið þitt, og hitt er vinnan þín. Götunúmerin á húsunum finnurðu á myip.is í hvoru húsi.
Í húsinu þínu er herbergi. Herbergið er merkt 192.168.1.118 að utan.
Í vinnunni þinni er skrifstofa. Skrifstofan er merkt 192.168.1.111 að utan fyrir neðan nafnið þitt.
Nú, til að komast í húsið þitt úr vinnunni þarftu að hafa hurðina (port) opna heima hjá þér. Útidyrahurðin mun vera að opna port á router, og hurðin á herberginu mun vera einhver eldveggur í tölvunni.
Skilurðu?
Sent: Fim 16. Feb 2006 15:52
af Johnson 32
Rusty skrifaði:Ok, þegar ég segi hús meina ég routera, og myip.is ip töluna. Þegar ég segi herbergi meina ég innanhús ip tala (192.168.x.x). Þegar ég segi hurð meina ég port.
Þú hefur tvö hús. Eitt er húsið þitt, og hitt er vinnan þín. Götunúmerin á húsunum finnurðu á myip.is í hvoru húsi.
Í húsinu þínu er herbergi. Herbergið er merkt 192.168.1.118 að utan.
Í vinnunni þinni er skrifstofa. Skrifstofan er merkt 192.168.1.111 að utan fyrir neðan nafnið þitt.
Nú, til að komast í húsið þitt úr vinnunni þarftu að hafa hurðina (port) opna heima hjá þér. Útidyrahurðin mun vera að opna port á router, og hurðin á herberginu mun vera einhver eldveggur í tölvunni.
Skilurðu?
Ég hélt að hurðin væri port? ... annars þarf að vera opið port fyrir remote desktop á eldvegginum eða routerinum í vinnunni þinni til að þú getir þetta og náttúrulega líka heima hjá þér.
Sent: Fim 16. Feb 2006 16:27
af Rusty
Johnson 32 skrifaði:Ég hélt að hurðin væri port? ... annars þarf að vera opið port fyrir remote desktop á eldvegginum eða routerinum í vinnunni þinni til að þú getir þetta og náttúrulega líka heima hjá þér.
uhh.. umm.. hurðagáttin er port! hurðin er eitthvað sem lokar það... æjj, nú ertu búin að rugla þetta!
Sent: Fim 16. Feb 2006 17:10
af gnarr
miklu betra að líkja þessu við póstþjónustu.
Segjum að þú vinnir hjá stóru fyrirtæki. Borðið þitt í vinnunni er númer 192.168.1.118 . Stelpan í móttökunni (móttakan er borð númer 192.168.1.1) veit á hvaða borði þú situr.
heimilisfangið hjá fyrirtækinu þínu er xxx.xxx.xxx.xxx
Þú átt vin í öðru fyrirtæki. Hann situr á borði númer 192.168.1.111 í vinnunni sinni. Stelpan í móttökunni (móttakan hjá þeim er líka númer 192.168.1.1) hjá fyrirtækinu hanns veit það. Heimilisfangið hjá fyrirtækinu hanns er yyy.yyy.yyy.yyy
Þú veist heimilisfangið hjá fyrirtækinu hanns, en þú hefur ekki hugmynd um það á hvaða borði hann situr. Enda gæti þér ekki verið meira sama.
Núna langar þig að senda honum pakka.
þá skrifar þú á pakkann "Vinur minn, Heimilisfang yyy.yyy.yyy.yyy". Og setur svo endursendingar heimilisfangið "ég, xxx.xxx.xxx.xxx".
Þú sendir svo pakkann. Sá sem að fer með pakkann sér að hann á að fara með hann í yyy.yyy.yyy.yyy. Þegar hann er búinn að fara með pakkann í yyy.yyy.yyy.yyy tekur stelpan í afgreiðslunni við pakkanum. hún sér strax að pakkinn er stílaður á þig, þannig að hún fer með hann og setur á borð 192.168.1.111
Hinsvegar ef enginn hefði sagt stelpunni að vinur þinn sæti á borði 192.168.1.111, þá hefði hún ekki getað látið hann fá pakkann, og hefði bara sent hann til baka.
og svo á tölvumáli
þú sendir pakka -> fer í móttökuna hjá þér -> fer á póstfangið --> fer í hina móttökuna -> fer á borðið hjá vini þínum
192.168.1.118 ---> 192.168.1.1 -----------> yyy.yyy.yyy.yyy -> 192.168.1.1 --------> 192.168.1.111
hinsvegar ef stelpan í móttökunni vissi ekki hver þú varst (semsagt ekki búið að "opna port" (það er réttara að segja "setja inn NAT færslu"), þá hefði þetta verið svona:
þú sendir pakka -> fer í móttökuna hjá þér -> fer á póstfangið --> fer í hina móttökuna -> sent til baka ---> fer í móttökuna hjá þér -> og á borðið þitt
192.168.1.118 ---> 192.168.1.1 -----------> yyy.yyy.yyy.yyy -> 192.168.1.1 --------> xxx.xxx.xxx.xxx -> 192.168.1.1 ------------> 192.168.1.118.
Þá færðu skilaboðin "pakkinn komt ekki til skila" frá póstþjónustunni. Eða "Server not found" í tölvunni þinni.
Sent: Fim 16. Feb 2006 22:57
af Rusty
pff.. fannst mín lýsing skemmtilegri