Síða 4 af 4

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 13:09
af Lexxinn
urban skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
urban skrifaði:Síðan náttúrulega höfðu þau heilbrigðisráðuneytið á erfiðasta tíma allra tíma fyrir það.
Alvöru rant með alvöru upplýsingum.

Já þetta er mér mikið hitamál
Já ég sagði þetta eiginlega vitlaust :)
Átti að fylgja vanhæfan heilbrigðisráðherra á erfiðasta tíma, ég reyndar hefði aldrei tekið þetta allt fram.
Semsagt á erfiðasta tíma, þá er ég ekki endilega að tala um Covid, heldur bara hreinlega hvað hún stóð sig illa í starfi.
Treystu mér, þetta er bara rjóminn á kökunni, það er til miklu meira innihald í hversu skertan skilning þessi kona hefur á heilbrigðismálum landsins.
Missti andlitið þegar ég sá hana koma með glósur og geta ekki einu sinni lesið eitthvað af viti upp úr þeim á þessum Heilbrigði 2025 fundi.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 13:13
af rapport
Einu virkilega góðu fréttirnar tengdar heilbrigðiskerfinu voru:

Loksins að klárast DRG verkefnið sem hófst held ég 2008 eða 2009 (að safna gögnum og byggja umkostnaðargreiningakerfið) - https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... andspitala

Hélt að einhver flokkanna mundi hreykja sér af þessu fyrir kosningar en þetta virðist ekki hafa verið pólitísk ákvörðun.
https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... u-aramotum

p.s. ÞETTA er svo rétta leiðin til að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, að allir fái greitt fyrir þau verk sem unnin eru en starfi ekki á föstum fjárlögum.


EDIT: @Lexxinn - Þessi fundur? - https://www.youtube.com/watch?v=5QD1ch9gVck

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 13:20
af blitz
rapport skrifaði:Einu virkilega góðu fréttirnar tengdar heilbrigðiskerfinu voru:

Loksins að klárast DRG verkefnið sem hófst held ég 2008 eða 2009 (að safna gögnum og byggja umkostnaðargreiningakerfið) - https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... andspitala

Hélt að einhver flokkanna mundi hreykja sér af þessu fyrir kosningar en þetta virðist ekki hafa verið pólitísk ákvörðun.
https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... u-aramotum

p.s. ÞETTA er svo rétta leiðin til að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, að allir fái greitt fyrir þau verk sem unnin eru en starfi ekki á föstum fjárlögum.
Fyrir mig sem leikmann virkar þetta mál sem algjör skandall - sérstaklega þar sem þetta DRG ferli hófst fyrir hrun, tafðist í hruninu og var svo sett á ís af Samfylkingu og VG. Ryk dustað af þessu málið 2016 af Sjálfstæðisflokki, sett aftur á ís þegar VG tekur við ráðuneytinu og loksins korter í kosningar er þetta undirritað? Þetta er svo sorglegt - sérstaklega þar sem þetta mál ætti ekki að vera pólitískt en virðist hafa verið það.

https://www.vb.is/frettir/innleidingin- ... ug/170292/

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 13:41
af Lexxinn
rapport skrifaði:Einu virkilega góðu fréttirnar tengdar heilbrigðiskerfinu voru:
Loksins að klárast DRG verkefnið sem hófst held ég 2008 eða 2009 (að safna gögnum og byggja umkostnaðargreiningakerfið) - https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... andspitala
Hélt að einhver flokkanna mundi hreykja sér af þessu fyrir kosningar en þetta virðist ekki hafa verið pólitísk ákvörðun.
https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... u-aramotum
p.s. ÞETTA er svo rétta leiðin til að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, að allir fái greitt fyrir þau verk sem unnin eru en starfi ekki á föstum fjárlögum.
EDIT: @Lexxinn - Þessi fundur? - https://www.youtube.com/watch?v=5QD1ch9gVck
Jebbs þessi fundur. Sjáðu hvað Svandís svara aldrei beinum spurningum, snýr nánast undantekningalaust út úr og fer að ræða um eitthverjar nefndir eða hópa sem hún hefur komið málunum í. Þessi kona hefur engu áorkað.

Það er ekki einu sinni almenn samstaða um að DRG kerfið muni henta Landspítalanum. Heilbrigðisþjónusta á almenningssjúkrahúsi er ekki eins og að leggja pípulagnir eða smíða timburhús. Það er ekki grafið í stein hversu þungur einstaklingur mun vera fyrir sjúkrahúsið í meðferð, þó 2 einstaklingar fari báðir í gerviliðsaðgerð mun 65ára aktívur einstaklingur komast fyrr heim en 75ára offitusjúklingur sem krefst lengri legu, samt fær sjúkrahúsið jafn margar krónur þar sem aðgerðin telur X margar einingar.
Nú vil ég ekki vera slúðra of mikið en það eru ekki margir sannfærðir um að þetta sé rétt skref. Frá mínu sjónarhorni væri réttast að hafa X grunnfjárframlög til sjúkrahússins og svo eitthvert kerfi sem svipar til DRG ofan á það.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 15:33
af rapport
blitz skrifaði:
rapport skrifaði:Einu virkilega góðu fréttirnar tengdar heilbrigðiskerfinu voru:

Loksins að klárast DRG verkefnið sem hófst held ég 2008 eða 2009 (að safna gögnum og byggja umkostnaðargreiningakerfið) - https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... andspitala

Hélt að einhver flokkanna mundi hreykja sér af þessu fyrir kosningar en þetta virðist ekki hafa verið pólitísk ákvörðun.
https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... u-aramotum

p.s. ÞETTA er svo rétta leiðin til að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, að allir fái greitt fyrir þau verk sem unnin eru en starfi ekki á föstum fjárlögum.
Fyrir mig sem leikmann virkar þetta mál sem algjör skandall - sérstaklega þar sem þetta DRG ferli hófst fyrir hrun, tafðist í hruninu og var svo sett á ís af Samfylkingu og VG. Ryk dustað af þessu málið 2016 af Sjálfstæðisflokki, sett aftur á ís þegar VG tekur við ráðuneytinu og loksins korter í kosningar er þetta undirritað? Þetta er svo sorglegt - sérstaklega þar sem þetta mál ætti ekki að vera pólitískt en virðist hafa verið það.

https://www.vb.is/frettir/innleidingin- ... ug/170292/
Þetta er mikil einföldun. María Heimis sem er yfir sjúkratryggingum innleiddi þetta á LSH þegar hún var yfir fjármálunum þar og ég er nokkuð viss um að hún keyrði þetta í gegn en engin pólitík.

Sá sem var yfir sjúkratryggingum á undan henni var blákaldur sjálfstæðismaður sem litaði allar sínar embættisfærslur pólitík en ekki málefnum sbr. að úthýsa sjúkrahótelinu til einkareksturs í stað þess að byggja nýtt á lóð LSH og tafði þannig nýja LSH.

Það átti svo að reyna ákveða fyrirfram hvaða aðgerðir LSH ætti að framkvæma og greiða út frá því. Hvaða illi sem er áttar sig á að þú ákveður ekki fyrirfram og með fjármagni hver forgangsröðunin er hjá LSH. Það væri í raun verra en að fá að forgangsraða budgetinu sínu sjálfur og LSH þá komið í enn verri spennitreyju.

Held að það verði seint ef nokkurntíman hægt að eigna xB og xD einhvern framgang í heilbrigðiskerfinu.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 15:35
af rapport
Lexxinn skrifaði:
rapport skrifaði:Einu virkilega góðu fréttirnar tengdar heilbrigðiskerfinu voru:
Loksins að klárast DRG verkefnið sem hófst held ég 2008 eða 2009 (að safna gögnum og byggja umkostnaðargreiningakerfið) - https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... andspitala
Hélt að einhver flokkanna mundi hreykja sér af þessu fyrir kosningar en þetta virðist ekki hafa verið pólitísk ákvörðun.
https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ ... u-aramotum
p.s. ÞETTA er svo rétta leiðin til að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, að allir fái greitt fyrir þau verk sem unnin eru en starfi ekki á föstum fjárlögum.
EDIT: @Lexxinn - Þessi fundur? - https://www.youtube.com/watch?v=5QD1ch9gVck
Jebbs þessi fundur. Sjáðu hvað Svandís svara aldrei beinum spurningum, snýr nánast undantekningalaust út úr og fer að ræða um eitthverjar nefndir eða hópa sem hún hefur komið málunum í. Þessi kona hefur engu áorkað.

Það er ekki einu sinni almenn samstaða um að DRG kerfið muni henta Landspítalanum. Heilbrigðisþjónusta á almenningssjúkrahúsi er ekki eins og að leggja pípulagnir eða smíða timburhús. Það er ekki grafið í stein hversu þungur einstaklingur mun vera fyrir sjúkrahúsið í meðferð, þó 2 einstaklingar fari báðir í gerviliðsaðgerð mun 65ára aktívur einstaklingur komast fyrr heim en 75ára offitusjúklingur sem krefst lengri legu, samt fær sjúkrahúsið jafn margar krónur þar sem aðgerðin telur X margar einingar.
Nú vil ég ekki vera slúðra of mikið en það eru ekki margir sannfærðir um að þetta sé rétt skref. Frá mínu sjónarhorni væri réttast að hafa X grunnfjárframlög til sjúkrahússins og svo eitthvert kerfi sem svipar til DRG ofan á það.
Ef þú lest DRG verðskránna fyrir ósjúkratryggða þá sérðu að það er verðmunur á aðgerður út frá þvi hvort "allt gengur vel" eða "með aukakvillum".

https://www.landspitali.is/sjuklingar-a ... atryggdir/

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 18:21
af Hjaltiatla
Vandræðalegt
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi
https://www.visir.is/g/20212161867d/mik ... rkjordaemi

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 19:14
af urban
Hjaltiatla skrifaði:Vandræðalegt
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi
https://www.visir.is/g/20212161867d/mik ... rkjordaemi
Hrikalegt að það sé ekki hægt að treysta talningu.
Hver segir að það sé hægt að treysta þessari talningu ?

Það verður að fá nýtt fólk inn til að telja í þriðja skiptið til þess að staðfesta aðra hvora niðurstöðuna.
Þegar að ég segi nýtt fólk, þá er þar með talin yfirmaður kjörstjórnar og allir talningsmenn.

En spáið í hræðinlegum skiptum.
Ung kona fer út og Bergþór "aumingja ég útaf því að Lilja Alfreðs vill ekki ríða mér" Ólafsson kemur inn í staðin, það er alveg með því verra að mínu mati.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 19:16
af rapport
Hvernig gat vantað 14 atkvæði í gær án þess að einhverja bjöllur hringdu?

Makes no sense to me

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 19:49
af brain
rapport skrifaði:Hvernig gat vantað 14 atkvæði í gær án þess að einhverja bjöllur hringdu?

Makes no sense to me
Það hringdu bjöllur, og því var endurtalið.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 19:53
af urban
brain skrifaði:
rapport skrifaði:Hvernig gat vantað 14 atkvæði í gær án þess að einhverja bjöllur hringdu?

Makes no sense to me
Það hringdu bjöllur, og því var endurtalið.
Samt ekki, miðað við fréttir þá var talið útaf því að það var svo rosalega tæpt (2 atkvæða munur hefði getað breytt úrslitunum)
Semsagt ekki útaf því að það vantaði atkvæði eða voru of mörg, heldur bara hreinlega það var svo tæpt.

https://www.visir.is/g/20212161812d/tel ... rkjordaemi

„Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ segir hann við Vísi.
Þarna kemur hvergi fram að það hafi verið misræmi heldur bara tæpt.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 20:58
af rapport
Það er sagt annarstaðar að auðum atkvæðum hafi fækkað en ógildum fjölgað við þessa endurtalningu.

„Við erum að fara yfir þetta“ segir Guðmundur. „Þessar skýringar sem eru gefnar vekja upp spurningar, það er að einhver fjöldi atkvæða hafi farið með Viðreisnar atkvæðum sem hafi átt að fara með Sjálfstæðisflokks atkvæðum. Sú skýring heldur í rauninni ekki vatni þegar við lítum til þess að heildarfjöldi atkvæða hefur líka breyst“.

https://www.ruv.is/frett/2021/09/26/fin ... alda-vatni


Hvar birtir hið opinbera niðurstöður talninga og kosninga ?

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 22:10
af urban
https://www.visir.is/g/20212161931d/vid ... r-sig-hefd

Þetta er hrikalegt mál í alla staði.

Skelfilegt að það sé ekki hægt að treysta kosningakerfinu.
Þarna verður kjörstjórn að ganga í burtu og ég sé ekki að það sé hægt að komast hjá því að kjósa aftur í kjördæminu, það verður aldrei hægt að treysta þessum niðurstöðum, alveg sama hvernig þær enda.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 22:45
af rapport
urban skrifaði:https://www.visir.is/g/20212161931d/vid ... r-sig-hefd

Þetta er hrikalegt mál í alla staði.

Skelfilegt að það sé ekki hægt að treysta kosningakerfinu.
Þarna verður kjörstjórn að ganga í burtu og ég sé ekki að það sé hægt að komast hjá því að kjósa aftur í kjördæminu, það verður aldrei hægt að treysta þessum niðurstöðum, alveg sama hvernig þær enda.
Kerfið virkar ekki kjördæmi fyrir kjördæmi, það þarf að kjósa aftur allstaðar eða finn út hvaða talningu er hægt að treysta.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Sun 26. Sep 2021 23:07
af urban
rapport skrifaði:
urban skrifaði:https://www.visir.is/g/20212161931d/vid ... r-sig-hefd

Þetta er hrikalegt mál í alla staði.

Skelfilegt að það sé ekki hægt að treysta kosningakerfinu.
Þarna verður kjörstjórn að ganga í burtu og ég sé ekki að það sé hægt að komast hjá því að kjósa aftur í kjördæminu, það verður aldrei hægt að treysta þessum niðurstöðum, alveg sama hvernig þær enda.
Kerfið virkar ekki kjördæmi fyrir kjördæmi, það þarf að kjósa aftur allstaðar eða finn út hvaða talningu er hægt að treysta.
Já ég var einmitt að spá í því hvort að það væri nokkuð hægt að kjósa aftur í einu kjördæmi. svona eftir á að hyggja er það auðvitða ekki hægt, ekki hægt að kjósa eftir á í þessu kjördæmi.
Það yrði að gera það allt í einu.

Því miður verður aldrei traust á talningu úr því að gögnin voru ekki innsigluð í þessa klukkutíma og það kom ekki sama niðurstaða á milli talninga.
Versta er að þetta hafi bara breytt niðurstöðu á þingsætum, ef að það hefði ekki gert það, þá hefði hugsanlega verið hægt að fá einhverja niðurstöðu sem að fólk hefði getað sæst á.

En því miður, þá held ég að svo sé ekki.
Ég myndi ekki vilja vera einn af þessum þingmönnum sem að þetta hrærði í.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Mán 27. Sep 2021 17:11
af GuðjónR
urban skrifaði:https://www.visir.is/g/20212161931d/vid ... r-sig-hefd

Þetta er hrikalegt mál í alla staði.

Skelfilegt að það sé ekki hægt að treysta kosningakerfinu.
Þarna verður kjörstjórn að ganga í burtu og ég sé ekki að það sé hægt að komast hjá því að kjósa aftur í kjördæminu, það verður aldrei hægt að treysta þessum niðurstöðum, alveg sama hvernig þær enda.
FÚSK FÚSK FÚSK ... sagði ég ekki örugglega FÚSK?

Íslenska fúskið í hnotskurn, mátt ekki kjósa með ómálga barn þér við hlið, hvorki í covid sóttkví né í kjörklefa, mátt ekki kjósa rafrænt og mátt ekki nota penna, þarna er kannski skýringin komin af hverju þú mátt ekki nota penna því þá er ekki hægt að breyta atkvæðinu þínu eftir á.
Á sama tíma og þetta er svona þá skilja menn kjörkassana eftir opna á einhverju hóteli og fara heim og leggja sig og bera fyrir sig hefð?
Eru menn alveg snar?

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Mán 27. Sep 2021 17:31
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:FÚSK FÚSK FÚSK ... sagði ég ekki örugglega FÚSK?

Íslenska fúskið í hnotskurn, mátt ekki kjósa með ómálga barn þér við hlið, hvorki í covid sóttkví né í kjörklefa, mátt ekki kjósa rafrænt og mátt ekki nota penna, þarna er kannski skýringin komin af hverju þú mátt ekki nota penna því þá er ekki hægt að breyta atkvæðinu þínu eftir á.
Á sama tíma og þetta er svona þá skilja menn kjörkassana eftir opna á einhverju hóteli og fara heim og leggja sig og bera fyrir sig hefð?
Eru menn alveg snar?
Þetta lyktar svo illa, þegar auðum seðlum fækkar, og ógildum seðlum fjölgar...

Rosa einfalt að merkja við auða seðla, og gera áður gilda seðla ógilda með því að breyta þeim smá.

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sent: Mán 27. Sep 2021 20:21
af rapport
Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:FÚSK FÚSK FÚSK ... sagði ég ekki örugglega FÚSK?

Íslenska fúskið í hnotskurn, mátt ekki kjósa með ómálga barn þér við hlið, hvorki í covid sóttkví né í kjörklefa, mátt ekki kjósa rafrænt og mátt ekki nota penna, þarna er kannski skýringin komin af hverju þú mátt ekki nota penna því þá er ekki hægt að breyta atkvæðinu þínu eftir á.
Á sama tíma og þetta er svona þá skilja menn kjörkassana eftir opna á einhverju hóteli og fara heim og leggja sig og bera fyrir sig hefð?
Eru menn alveg snar?
Þetta lyktar svo illa, þegar auðum seðlum fækkar, og ógildum seðlum fjölgar...

Rosa einfalt að merkja við auða seðla, og gera áður gilda seðla ógilda með því að breyta þeim smá.
Og þegar það eru allt í einu fleiri atkvæði í heildina eftir endurtalningu.