Síða 4 af 7
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mán 28. Jún 2021 21:17
af jonfr1900
Heimurinn kemur alltaf á óvart. Það er eins og eldgosið í Fagradalsfjalli hafi bara ákveðið að enda í dag. Óróinn fellur niður hratt núna og engin virkni er sjáanleg í gígnum, það litla sem sést í gegnum þokuna. Hvort að það mun gjósa þarna aftur veit ég ekki en það er alveg möguleiki.
Það á ennþá eftir að staðfesta að eldgosinu sé lokið.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mán 28. Jún 2021 21:49
af mjolkurdreytill
Yfirborðið á kvikunni í gígnum er í það minnsta búið að lækka umtalsvert miðað við hvað sést til gígsins.
---------------------------
Eftir á að hyggja:
---------------------------
Er óróavirknin ekki bara að sýna sömu hegðun og fyrir um það bil viku síðan?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mán 28. Jún 2021 23:30
af jonfr1900
Virðist vera alveg dottið niður en það eru smá toppar síðasta klukkutímann. Reyndar er svo mikil þoka þarna að ekkert sést á gíginn.
- mer-28-06-2021 at 2329utc.gif (15.63 KiB) Skoðað 3385 sinnum
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Þri 29. Jún 2021 01:30
af jonfr1900
Nýjustu fréttir eru þær að eldgosið er ennþá í gangi. Það bara minnkaði niður í næstum því ekki neitt í kvöld.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Þri 29. Jún 2021 01:41
af straumar
þetta gos er ólíkindatól aldrei hægt að segja neitt til um hvort sé lokið eða ei
róar sig niður á milli og byrjar svo aftur..... spurning hvort það haldi ekki áfram næstu árin/aldirnar
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Þri 29. Jún 2021 10:28
af thrkll
Mér heyrist að á þessum tímapunkti séu flestir jarðeðlisfræðingar sammála um að það sé þrennt sem komi til greina í stöðunni:
- 1. Eldgosið er að hætta
2. Eldgosið mun halda svolítið áfram
3. Eldgosið mun standa yfir eitthvað lengur en það
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Þri 29. Jún 2021 15:42
af jonfr1900
Það er kannski ekki mikið að gerast í eldgosinu en hraunið sem er nú þegar komið er á fullri ferð ennþá. Það er greinilegt að þessir hraun geymar sem eru útum allt í hrauninu verða vandamál alveg óháð því sem eldgosið er að gera. Sérstaklega ef það er að enda núna (kannski?).
Hraun bræddi sundur ljósleiðara (Rúv.is)
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Þri 29. Jún 2021 20:14
af jonfr1900
Eftir þessa pásu þá virðist sem að eldgosið í Fagradalsfjalli sé að auka stærðina miðað við það sem ég er að sjá á vefmyndavélum.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 30. Jún 2021 17:15
af jonfr1900
Það vantar aldrei græðgina á Íslandi.
Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs (Vísir.is)
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 30. Jún 2021 19:32
af mjolkurdreytill
Þyrlufélögin eru ekki í góðgerðarstarfsemi og ég sé ekki alveg af hverju þeir ættu ekki að greiða landeigendum gjald fyrir að reka starfsemi á þeirra landi.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 30. Jún 2021 19:44
af jonfr1900
Gjaldið ætti ekki að vera hærra en það sem flugvöllurinn í Reykjavík krefur þessi fyrirtæki um. Ég held að það gjald sé um 6000 kr á lendingu (fyrir utan geymslu og annað).
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 30. Jún 2021 19:56
af GuðjónR
já og nei og nei og já ...
Þetta kom líka upp í hugann, þ.e. græðgi en svo setur maður sig í spor þeirra sem eiga landið..
Ef þú ættir land, hvort sem það væru nátturuhamfarir eða ekki myndir þú vilja óhefta umferð yfir það?
Ég er ekkert viss um að ég myndi vilja það...
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 30. Jún 2021 20:10
af mikkimás
Veistu hvað þyrlufélögin eru að rukka fyrir ferðina?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 30. Jún 2021 20:14
af mjolkurdreytill
Gjaldskrá Reykjavíkurflugvallar stýrir því ekki hver verðskrá annara er. Þegar þú ert líka að rukka fyrir aðra þjónustu en bara lendinguna þá getur verðið á lendingunni verið lægra.
Þessi fyrirtæki eru að reka starfsemi sína á einkalandi annara. Fyrirtækin verða að semja við landeigendur eða stunda ekki starfsemina ef þeim finnst verðið óásættanlegt. Eitthvað röfl um að landeigendur þurfi að vera með einhverja lágmarksþjónustu er bara fyrirsláttur.
Til gamans þá rakst ég á gamalt viðtal við Jökul Bergmann sem rekur þyrluskíðafyrirtæki á Norðurlandi. Sambærilegt mál.
Jökull Bergmann skrifaði:Einstaklingur eða sveitarfélag getur sem landeigandi samið um hvaða notkun sem er á eigin landi og tekið fyrir það greiðslu ef menn vilja. Hvort sem það eru beitarréttindi fyrir hross í hólfi eða að rétturinn að skíða á landinu
https://timarit.is/page/6871506#page/n1/mode/2up
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 30. Jún 2021 21:40
af dadik
mikkimás skrifaði:
Veistu hvað þyrlufélögin eru að rukka fyrir ferðina?
Þetta er víst í kringum 250k túrinn. Fer eftir hvað eru margir í vélinni og hvað er stoppað lengi.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fim 01. Júl 2021 23:08
af jonfr1900
Núna er allt hraunið á leiðinni niður í Nátthaga. Það sem sést á yfirborði núna.
- 2021-07-01 (15).png (1.41 MiB) Skoðað 2898 sinnum
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fös 02. Júl 2021 04:16
af jonfr1900
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fös 02. Júl 2021 08:20
af mjolkurdreytill
Þessi öskustrókur virðist ekki hafa staðið mikið lengur en 5 mínútur og virðist ekki hafa sést aftur.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fös 02. Júl 2021 12:46
af jonfr1900
Það hætti að gjósa eftir að þessi öskustrókur kom upp. Það er einnig ekkert hraun í gígnum núna samkvæmt nýjum myndum sem voru settar internetið núna í hádeginu.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Lau 03. Júl 2021 00:58
af Black
Þvílíka ruglið sem er í gangi núna.
https://www.youtube.com/watch?v=BA-9QzIcr3c
Og miklar drunur á Suðurlandi, heyrðist víðsvegar. Einhverjir að tala um að hafa heyrt það koma frá Mýrdalsjökli
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... udurlandi/
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Lau 03. Júl 2021 01:50
af Bretti
Ég var að sjá þennan þráð fyrst núna. Margt merkilegt hefur hér komið fram eins og hvernig Helluhraun getur í rásum runnið uppí móti.
Hversvegna erum við annars að loka fyrir hraunrennslið á ýmsum stöðum sem vitað er að sé aðeins tímabundið.
Svo er annað, kunna yfirvöld ekki á hallamæla? Þ.e. að hallamæla landslag.
Það virtist engin vita, á tímabili, hvar lægsti punktur væri fyrir hraun að renna.
Nú virðist hraunið vera eins og gull, best að safna því í þrær í stað þess að auðvelda því skemmstu leið til sjávar.
Er verið að spara kostnað við að tvöfalda ljósleiðara í Vogunum? Er ekki öruggt að hinn fari undir hraun og deyi?
Verkfræðingar og aðrir vísindamenn hafa af þessu góðar tekjur.
Það þarf jú að hanna ýmsar lausnir út í æsar þó eingin viti framtíðin.
Þetta minnir á svo margt sem úrskeiðis hefur farið í stjórnsýslunni að það hálfa væri nóg.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 04. Júl 2021 22:16
af mjolkurdreytill
Stórskemmtilegt að það sé alltaf þoka á svæðinu á sama tíma og óróavirknin sé í lágmarki.
Það kom gluggi áðan þar sem það sést vel í gíginn.
Það er glóandi hraun í gígnum þannig að það verður einhver bið í það að gosinu ljúki.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fös 23. Júl 2021 00:57
af jonfr1900
Það er mjög líklega farið að líða að endalokum þessa eldgoss í Fagradalsfjalli. Kvikukerfið sem hefur fóðrað eldgosið er væntanlega að verða tómt.
Gosið í Fagradalsfjalli fer greinilega minnkandi (Rúv.is)
Þetta er þó hugsanlega ekki endinn á sögunni. Þar sem eldgos í svona sprungukerfum eiga það til að stöðvast í einhverja vikur til mánuði áður en þau byrja aftur.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fös 23. Júl 2021 01:28
af GuðjónR
jonfr1900 skrifaði:Það er mjög líklega farið að líða að endalokum þessa eldgoss í Fagradalsfjalli. Kvikukerfið sem hefur fóðrað eldgosið er væntanlega að verða tómt.
Gosið í Fagradalsfjalli fer greinilega minnkandi (Rúv.is)
Þetta er þó hugsanlega ekki endinn á sögunni. Þar sem eldgos í svona sprungukerfum eiga það til að stöðvast í einhverja vikur til mánuði áður en þau byrja aftur.
Endalok? Þetta er rétta að byrja!!
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 25. Júl 2021 00:20
af jonfr1900
Það virðist sem að eldgosið í Fagradalsfjalli hafi gefið lítið fyrir pælingar eldfjallafræðinga um að eldgosinu væri að ljúka. Það er búið að vera stöðugt eldgos núna síðan um klukkan 05:00 í fyrradag (23-Júlí). Það er ekki að sjá núna að eldgosið sé að fara að detta niður eins hefur verið að gerast síðustu vikur.