Síða 4 af 19

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 12:22
af zetor
Edit (viðbót)
Og talandi um kapitalisma, Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á áætlun til Ítalíu, þeir hætta ekki að fljúga fyrr en allar áhafnir þeirra verða annaðvort veikar eða komnar í sótthví.
https://www.visir.is/g/2020200309704/ic ... til-italiu
Við skulum róa okkur aðeins með Kapitalískar pælingar. Neðst í fréttinni stendur :

"Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast."

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 12:25
af Climbatiz
hvað eru stofnanir að spá í þegar þau ráða svona háskólamenntað fólk, pff.. .frekar treysti ég jonna niðrí bæ fyrir öll ráð varðandi svona mál, hann er heimilis- og atvinnulaus sem ég skil nú ekkert í, stórgáfaður maður sem fær allar sínar hugmyndir sendar frá Area 51 frá geimverunum

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 12:31
af Mossi__
GuðjónR skrifaði: Og talandi um kapitalisma, Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á áætlun til Ítalíu, þeir hætta ekki að fljúga fyrr en allar áhafnir þeirra verða annaðvort veikar eða komnar í sótthví.
https://www.visir.is/g/2020200309704/ic ... til-italiu
Þeir gera það þegar heilbrigðsyfirvöld Íslands eða Heilbrigðisyfirvöld Ítalíu eða Alþjóðahrilbrigðidyfirvöldin (WHO) gefa tilefni til þess.

Þrjár ótengdar heilbrigðisstofnanir (Bogi, eða einhver annar íslenskur Palli Peningakall hefur engin völd í WHO eða Heilbrogðisyfirvöld Ítalíu) hafa ekki séð tilefni til þess að hætta flugi.

Ég þekki til í Icelandair (var giftur þarstarfandi flugmanni í tíu ár). Það síðasta sem þeir munu gera er að stofna heilsu starfsmanna sinna í hættu.

Einmitt út af kapítalískum sjónarmiðum!!

Ef þú stoppar aðeins og hugsar. Í fyrsta: Starfsmaður er dýrastur þegar hann er óvinnufær.

Kostnaðurinn við að hafa allan flugmannaflotann óstarfhæfan, í veikindum (þ.á.m. 14 daga sótthví).. og þá mestallan ef ekki allan flugmannaflotann á jörðinní og engin innkoma inn í fyrirtækið, með svo ónýttan kostnað (tímaslottin á flugvöllunum yfir heiminn), tryggingar fyrir aflýstum ferðum, jafnvel skaðabótamál. Þessi kostnaður eru einhverjir milljarðar og mtndu knésetja fyrortækið.

Heldur þú virkilega, grínlaust, að Bogi sé að fara að tefla einhverju milljarðatjóni á móti einhverjum
örfáum hundraðþúsundköllum inn og myrða fyrirtækið sitt?!?!?

Ég skil ekki þinn kapitalisma, GuðjónR.

Mitt mottó er að eitt það gáfulegasta sem nokkur maður getur gert er að vita hvað hann er vitlaus.

Andaðu með nefinu GuðjónR. Það er ekki tilefni til þess að vera svona stressaður yfir þessari pest.

Þú hefur, já, allan rétt til að virða þínar skoðanir. Ég hef allan rétt á því að skjóta þær niður.

Útskýrðu fyrir mér svo tengslin milli 2008 kreppunnar og Coronu veirunnar afþví ég er ekki alveg að sjá tenginguna.

Og ég mæli með að horfa á The Big Short. Þar fær maður ágætis yfirgripsinngang í þá blábylju.


Og ég er 100% viss um að núna verði þessum þræði læst.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 12:36
af zetor
Mér lýst vel á það að sum fyrirtæki séu að hætta við árshátíðir og svona fjölmennar samkomur. En nú syttist líka í fermigarveislur, þar sem vanalega
stór hluti af þjóðinni fer á flakk um landið og blandast hvert við annað. Það verðum við að skoða líka væntanlega

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 13:10
af GuðjónR
Mossi__ skrifaði:Og ég er 100% viss um að núna verði þessum þræði læst.
Og þú hefur 100% rangt fyrir þér :D

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 13:34
af Tbot
Í spænskuveikinni 1918 var landinu lokað að hluta til, þ.e. norður og austurlandi, þess vegna náði hún ekki þangað.

Í dag er þetta erfiðara en þetta hefur allt verið í alltof mikilli mýflugumynd, aðgerðir hér á landi.

Hvaða bull er það þegar íslendingar eiga að fara í sóttkví ef þeir koma frá sýktu svæði en ekki ferðamennirnir sem koma frá sama svæði.

Því miður lyktar þetta allt af peningasjónarmiði. Þar sem þeir í forsvari veigra sér við að segja hlutina beint út vegna hættu á að móðga einhverja eða valda þeim búsifjum.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 13:44
af zetor
Tbot skrifaði:
Hvaða bull er það þegar íslendingar eiga að fara í sóttkví ef þeir koma frá sýktu svæði en ekki ferðamennirnir sem koma frá sama svæði.
Hvar kemur þetta fram?

Tbot skrifaði: Því miður lyktar þetta allt af peningasjónarmiði. Þar sem þeir í forsvari veigra sér við að segja hlutina beint út vegna hættu á að móðga einhverja eða valda þeim búsifjum.
Hver græðir?

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 13:52
af Diddmaster
Mynd

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 14:26
af GuðjónR
Smá jákvæðni í þennan dökka þráð!
Þessi maður er að standa sig, við erum ótrúlega heppin að hafa hann í brúnni.
Hann er búinn að gera allt rétt síðan hann tók við og ég hef fulla trú á því að hann geri það áfram.
https://www.ruv.is/frett/sedlabankinn-m ... a-covid-19

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 15:21
af rapport
Það þekkja það flestir að heimilið verður veikt þegar barn byrjar á leikskóla. Skólar og leikskólar í verkfalli = mikil hjálp á næstunni sem mun draga úr smitum.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 15:57
af Tbot
zetor skrifaði:
Tbot skrifaði:
Hvaða bull er það þegar íslendingar eiga að fara í sóttkví ef þeir koma frá sýktu svæði en ekki ferðamennirnir sem koma frá sama svæði.
Hvar kemur þetta fram?

Tbot skrifaði: Því miður lyktar þetta allt af peningasjónarmiði. Þar sem þeir í forsvari veigra sér við að segja hlutina beint út vegna hættu á að móðga einhverja eða valda þeim búsifjum.
Hver græðir?
til dæmis
Allir kinversku ferðamennirnir sem hafa komið til landsins hafa valsað um allt.

hver græðir, ertu virkilega meina þetta.
Ef það væri einhver bein í nefi stjórnvalda þá væri t.d. allt flug til Ítalíu bannað, beint eða óbeint.
Getur bókað flug til Ítalíu með Icelandair.
Allir ferðamenn frá ákveðnum löndum/svæðum væru skoðaðir/bannað að koma meðan þetta ástand varir.

Ert þú einn af þeim sem þykir bólusetningar vera óþarfar?!

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 17:03
af zetor

til dæmis
Allir kinversku ferðamennirnir sem hafa komið til landsins hafa valsað um allt.

hver græðir, ertu virkilega meina þetta.
Ef það væri einhver bein í nefi stjórnvalda þá væri t.d. allt flug til Ítalíu bannað, beint eða óbeint.
Getur bókað flug til Ítalíu með Icelandair.
Allir ferðamenn frá ákveðnum löndum/svæðum væru skoðaðir/bannað að koma meðan þetta ástand varir.

Ert þú einn af þeim sem þykir bólusetningar vera óþarfar?!
Ég held ég svari bara spurningu þinni, hitt dæmir sig sjálft.
Barnið mitt er bólusett.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 17:24
af jonsig
Ég er bara að bíða eftir frétt sem fjallar um trúarnötter sem rífur sótthví og fer að leika sér að smita fólk á fjölförnum stöðum.

Það á ALLTAF að gera ráð fyrir hálfvitunum sem geta leynst á milli. Það þarf örugglega bara einn til að fokka þessu upp.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 04. Mar 2020 21:14
af ChopTheDoggie
jonsig skrifaði:Ég er bara að bíða eftir frétt sem fjallar um trúarnötter sem rífur sótthví og fer að leika sér að smita fólk á fjölförnum stöðum.

Það á ALLTAF að gera ráð fyrir hálfvitunum sem geta leynst á milli. Það þarf örugglega bara einn til að fokka þessu upp.

https://www.dv.is/frettir/2020/03/03/ab ... t-sottkvi/

:-"

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 03:45
af netkaffi
Varðandi það sem Guðjón sagði.

By JIM AXELROD CBS NEWS March 2, 2020, 6:30 PM
Coronavirus may infect up to 70% of world's [adult] population, expert warns
CBS News spoke to one of the country's top experts on viruses, Marc Lipsitch from Harvard University, who cautions that 40-70% of the world's population will become infected — and from that number, 1% of people who get symptoms from COVID-19, the disease caused by the coronavirus, could die. The virus can spread rapidly and people can transmit it before they know they are infected.
https://www.cbsnews.com/news/coronaviru ... 020-03-02/

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 09:20
af NiveaForMen
Eitt það alversta við þetta allt saman er að fólk virðist ekki geta stafað sóttkví. SÓTTKVÍ!

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 09:45
af Jón Ragnar
Ég er búinn að vera að vinna niðri í samhæfingamiðstöð Almannavarna í þessu.


Hef fulla trú á Sóttvarnalækni og þessu fólki sem þarna er að vinna alla daga.
Ekki öfundsverð staða að vera í en það er verið að taka mjög pro á málunum

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 10:13
af rapport
Ég held að það sé smá misskilningur í gangi um tilganginn með sóttkvínni.

Að hægja á útbreiðslu er aðal markmiðið, það væri framar öllum vonum að ná að stöðva útreiðslu vírussins.

Með því að hægja á honum þá er verið að reyna að tryggja að innviðir okkar ráði við álagið, ef allir yrðu veikir á sama tíma, þá yrði þetta einum of og allt færi í fokk.

Þetta er okkar veruleiki núna, að við verðum að hjálpast að og þeir sem eru að koma frá sýktum svæðum verða að fara í sóttkví.

In the end, þá verða örugglega allir búnir að fá þennan vírus, en ef það verður eftir 5 ár en ekki 2 þá ráða innviðir betur við það og fleiri lifa.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 10:14
af GuðjónR
Af gefnu tilefni...

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 10:35
af Sporður

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 11:22
af rapport
Svona sóttkví er ekkert nýtt og reglurnar mun ítarlegri hér í den en er í dag...
89140773_873073443115671_7955455694885355520_n.jpg
89140773_873073443115671_7955455694885355520_n.jpg (88.71 KiB) Skoðað 1916 sinnum

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 11:55
af Mossi__
rapport skrifaði:Svona sóttkví er ekkert nýtt og reglurnar mun ítarlegri hér í den en er í dag...

89140773_873073443115671_7955455694885355520_n.jpg

Forræðishyggjan að drepa okkur.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 15:12
af JReykdal
rapport skrifaði:Svona sóttkví er ekkert nýtt og reglurnar mun ítarlegri hér í den en er í dag...

89140773_873073443115671_7955455694885355520_n.jpg
Hvers áttu Skiphneigðir að gjalda?

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 15:16
af Mossi__
Ekki kinkshame-a.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 05. Mar 2020 15:33
af Sporður
sam|neyti
-is HK
1

umgengni, mök
eiga samneyti við e-n
mak 1
maks, mök HK

kyrrð, ró
mök FT

samskipti, viðskipti

samræði
eiga (hafa) mök við e-n
kynmök