Ég skellti svona dóti í húsið hjá mér, byrjaði fyrir um tveim árum og keypti mér eftir nokkra yfirlegu Fibaro HC2 stjórntölvu. Mér sýndist þá að flestir sem væru í alvöru í þessu væru með Fibaro HC2 eða Vera. Fibaro sýndist mér almennt vera með betri stuðning við z-wave endaskynjara en aðrar stýringar, þ.e. almennt virka þeir á móti þeirri stjórnstöð. Stjórnstöðin hefur komið mjög vel út. Mér skilst að hún sé flokkuð í Bandaríkjunum sem eitthvað sem þurfi rafvirkja til að setja upp og því sé hún ekki eins áberandi í google leit og hún ætti að vera, en Evrópumegin er hún vinsæl. Hún þarf ekki að "tala heim" þó að ég tengi mína út á internetið til að fá farsímaappið til að virka, þ.e. hún virkar þó að internetið detti niður, þó maður fái þá ekki skilaboð í símann ef maður er út í bæ á meðan.
Er núna kominn með einhversstaðar milli 100 og 200 skynjara en er í frekar stóru húsi, stýri í rauninni flestu sem hægt er að stýra með rafmagni með þessu. Ef ég tek nokkur atriðið út sem dæmi:
* Búinn að prófa ýmsa ofnstilla, Danfoss hefur verið með bestu hingað til en þeir eru mjög næmir á tengingu og eiga til að detta út ef maður er með ofna út í horni. Er núna búinn að skipta þeim flestum út yfir í Fibrao ofnastillana sem komu út núna í nóvember. Sniðugt við þá er að maður getur keypt með þeim lítinn skynjara (svipað stórt og tíkall) sem maður setur einhversstaðar út í herbergið, ofnstillirinn reynir þá að stilla sig þannig að hann viðhaldi föstu hitastigi við þann skynjara. Virkar vel hingað til.
* Búinn að tengja loka á hitaveitugrindina þannig að ég get látið renna í heita pottinn eða setja garðúðara í gang gegnum HC2.
* Einnig setti ég loka á snjóbræðsluna, get opnað hann til að gefa boost inn á bræðsluna. Setti líka hitaskynjara á returinn á bræðslunni þannig að ég get séð hvaða hitastig er að koma til baka af henni. Ef það er ákveðið hitastig úti loka ég alveg á boostið, þá lekur ekkert með inn á hana.
* Bjó einnig til smá dót til að fylgjast með heitavatnsnotkuninni í rauntíma. Setti upp raspberry pi tölvu með usb cam og læt camið taka video af heitavatnsmælinum. Mælirinn er með nokkra vísa sem snúast á þeim hraða sem notkunin er. Með því að setja upp myndgreiningarforrit á raspberry-inn mæli ég hvenær mælirinn sem snýst einn hring fyrir hvern lítra fer yfir ákveðna punkta sem myndagreiningarforritið fylgist með. Er með tvo punkta þannig að ég get mælt með nákvæmi upp á hálfan lítra. Þetta set ég í lítinn gagnagrunn á raspberry-inn og setti upp jobb á henni sem teiknar upp súlurit yfir notkunina. Þá mynd tek ég síðan inn á HC2 tölvuna og get séð myndina innan um önnur "object" þar og séð þar notkun per mínútu yfir ákveðin tímabil, uppsafnaða notkun síðasta hálftíma, síðustu 6 tíma o.s.frv.
* Heitavatnsnotkun hússins núna hefur lækkað um ca. 40% síðan ég setti þetta húsastýringarkerfi upp.
* Skrúfaði upp stóra android spjaldtölvu við aðalinnganginn þannig að þegar ég kem inn sé ég strax yfirlitsmynd yfir húsið, hvort viðvörunarkerfið sé á, hve langt er síðan allar hurðir sem leiða inn í húsið voru opnaðar eða bílskúrinn voru opnaðar osfrv. Alltaf þegar einhver opnar inngang inn í húsið fæ ég skilaboð í símann.
* Það er erfitt að finna gott viðvörunarkerfi sem styður z-wave, ég smíðaði þess vegna eigið. Ég get alveg sætt mig við að nota símann eða spjaldtölvu til að sjá hvort viðvörunarkerfið er á og taka af og setja á en aðrir íbúar hússins vilja heyra píp þegar það er sett á eða tekið af. Ég setti því upp takkaborð í forstofunni og tengdi það inn á Fibaro Universal sensor. Setti síðan upp arduino rás með mini hátalara og tengdi það inn á HC2 sem þrjá rofa, einn rofinn gefur hægt píp, næsti hratt píp og síðasti samfelldan tón. Þegar það er komið er auðvelt að forrita HC2-inn þar sem auðvelt er að stýra rofum með henni, þannig að maður byrjar með hægt píp, 20 sek seinna hratt píp og loks samfellt píp og eftir það að setja HC2 í öryggisham. Öfugt þegar maður kemur heim, þá heyrist samfellt píp þegar maður opnar einhverja útidyrahurð, maður slær inn kóða á takkaborðið og slekkur þá á pípinu og tekur úr öryggisham. Annars fer sírena í gang eftir hálfa mínútu og ég fæ skilaboð í símann. Það er til margar týpur af z-wave sírenum þannig að það er ekki mikið mál með þær.
* Setti upp þrjár öryggismyndavélar sem taka myndir í allar áttir frá húsinu og eina inn í bílskúr. Þær tengast inn í HC2 þannig að ég get skoðað þær úr HC2 interface-inu og kemst hjá því að láta misjafna aðila úti í heimi fá upplýsingar úr myndavélunum. Einnig tengi ég þær í Synology Nas box sem er vel lokað af í húsinu, og geymi þar upptökur úr þeim "hlaupandi" í eina viku.
* Öll ljós eru tengt inn í kerfið, velflest með dimmar og flestar innstungur. Auðvelt er að sjá rafmagnsnotkun per tæki þannig, þ.e. stýringarnar mæla hve mörg wött hafa farið í gegnum þær og maður getur séð það bæði sem rauntímagildi eða sem línurit yfir tíma, per tæki eða per svæði/herbergi eða húsið.
* Reykskynjarar, gasskynjarar, hurðaskynjarar, vatnsskynjarar, ledstýringar (bæði hvítar og RGB) eru einnig þar sem það þarf. Er t.d. með hreyfiskynjara þegar maður gengur inn í þvottahúsið sem kveikir sjálfkrafa ljósin og slekkur á þeim aftur eftir hálftíma. Virkar ekki merkilegt en ótrúlega þægilegt eftirá.
* Setti upp z-wave hallaskynjara á bílskúrshurðina þannig að ef reynt er að spenna hana upp hana fæ ég boð.
* Sonos hljómtækin eru einnig tengt inn á kerfið.
* Setti upp z-wave veðurstöð, hún gerir svosem ekkert gagn annað en hægt er að sjá hitastig, vind osfrv. á henni. Er samt einnig með stakan z-wave hitaskynjara úti sem ég nota til að fylgjast með hitastiginu þar, t.d. til að geta slökkt á boostið inn á snjóbræðsluna ef hitastigið fer yfir ákveðnar plúsgráður.
* Setti saman stýringar fyrir gluggatjöld, keypti rúllugardínur í nokkur herbergi úr Rúmfatalagernum og Ikea og set langan mótor inn í þá, svipað og þessi, finn ekki nákvæmlega þá sem ég notaði núna,
https://www.aliexpress.com/item/AC-100- ... autifyAB=0, tengi þá síðan við Qubino Flush shutter DC og stýri þessu loks með Philio tech snúningshnappi sem tengist inn á HC2, get snúið honum og ákveðið þannig hvað tjöldin eiga að dragast mikið upp.
* Síðan eru takkaborð hér og þar um húsið, t.d. við svefnherbergið hjá mér get ég smellt á takka og þá slökkna öll ljós á heimilinu nema við herbergið. Önnur takkaborð eru með ýmsar forritaðar "scenes".
* Tengdi líka Fibaro universal sensor inn á útidyraopnunina og núverandi dyrabjöllu, þannig að ef einhver hringir bjöllunni fæ ég skilaboð. Ef ég vil get ég opnað dyrnar með símanum, t.d. ef að lykill gleymist hjá barni sem er að koma úr skólanum, þ.e. ég setti upp rofa og sendi straum gegnum hann inn á segullokann sem opnar dyrnar og forrita það þannig að hann gefi strauminn í 3 sek í einu.
* Nýjasta græjan er Fibaro doorbell, var að koma út núna fyrir jól. Er ekki búinn að setja hana upp úti, þarf að smíða nýja festingu þar sem hún er hringlaga. Er búinn að prófa að tengja hana upp inni og lofar góðu.
https://www.fibaro.com/en/products/inte ... -doorbell/. Er með HDR myndavél, hitara, tengist í símann þannig að ég fæ "hálfgert" símtal þegar einhver smellir á takkann og fleira sniðugt.