Síða 4 af 4
Sent: Sun 21. Nóv 2004 16:51
af ErectuZ
mrpacman skrifaði:Alltaf núna þegar ég ætla að spila HL2 þá kemur bara þessi villa
Hefur einhver lent í essu?
Viss um að diskurinn er í DVD-Drifinu?
Sent: Mán 22. Nóv 2004 01:52
af gnarr
ertu viss um að dvd drifið þitt sé dvd drif..
Sent: Mán 22. Nóv 2004 11:41
af Bendill
Jæja, nú er ég búinn að spila þennan leik nokkuð og ég verð alltaf meira sáttari við að kalla þetta besta FPS leik síns tíma, hann gjörsamlega rúllar yfir alla aðra þegar á heildarmyndina er litið. Mér finnst gervigreindin betri en í FarCry og mikið betra gameplay en í Doom 3. Ég tel einnig grafíkina betri en í báðum þessum leikjum, að vísu býður FarCry upp á mikið flóknari og flottari útisenur.
Ég viðurkenni að ég er nú ekki búinn að klára kvikindið en ég get sagt það fyrir víst, ég er mikið smeykari við að spila þennan leik heldur en Doom3, þar óð maður bara í gegnum hann og þurfti hvorki að hugsa né að hafa fyrir neinu, en í HL2 er ég skíthræddur allan tíman, maður á aldrei skot í byssurnar og líf er af skornum skammti. Þá nefni ég sérstaklega Ravenholm, ég þurfti að byggja mér upp smá þor til að byrja á þeim kafla, skrölti í ísskápinn og náði í einn öl, svona aðeins til að róa taugarnar, og skellti mér síðan í þetta....
Svona eiga leikir að vera, það sem stendur upp úr þegar maður hugsar um þennan leik er "Gameplay" ekki grafík... og það er það sem skiptir máli!
Sent: Mán 22. Nóv 2004 12:35
af Hawley
mér þykir þú vera viðkvæm sál
Sent: Mán 22. Nóv 2004 14:41
af einarsig
leikurinn er tær snilld, mér finnst eiginlega of léttur fyrir utan 1-3 atriði annars er enda kaflinn á leiknum ótrúlega flottur og bjóst ég ekki við svona geðsýki þegar ég byrjaði að spila hann
annars er ég að spila hann með AA í 6 hitt þarna antiasoff... e-ð held það kallist AAF í 16 og 1024x768.
Sent: Mán 22. Nóv 2004 16:48
af Sup3rfly
Anisotropic Filtering.
annars er ég að spila hann með allt í High og í 1024x764 líka með 4x AA og 8x AF á, ótrúlegt hvað hann gengur vel á lélegum vélum.
Sent: Mán 22. Nóv 2004 16:49
af ErectuZ
Bendill skrifaði:Jæja, nú er ég búinn að spila þennan leik nokkuð og ég verð alltaf meira sáttari við að kalla þetta besta FPS leik síns tíma, hann gjörsamlega rúllar yfir alla aðra þegar á heildarmyndina er litið. Mér finnst gervigreindin betri en í FarCry og mikið betra gameplay en í Doom 3. Ég tel einnig grafíkina betri en í báðum þessum leikjum, að vísu býður FarCry upp á mikið flóknari og flottari útisenur.
Ég viðurkenni að ég er nú ekki búinn að klára kvikindið en ég get sagt það fyrir víst, ég er mikið smeykari við að spila þennan leik heldur en Doom3, þar óð maður bara í gegnum hann og þurfti hvorki að hugsa né að hafa fyrir neinu, en í HL2 er ég skíthræddur allan tíman, maður á aldrei skot í byssurnar og líf er af skornum skammti. Þá nefni ég sérstaklega Ravenholm, ég þurfti að byggja mér upp smá þor til að byrja á þeim kafla, skrölti í ísskápinn og náði í einn öl, svona aðeins til að róa taugarnar, og skellti mér síðan í þetta....
Svona eiga leikir að vera, það sem stendur upp úr þegar maður hugsar um þennan leik er "Gameplay" ekki grafík... og það er það sem skiptir máli!
Sjitt, já, ég er sammála þessu með Ravenholm. ég var drulluhræddur þegar ég sá alla þessa fast zombies hlaupa um húsþökin og öskra
Ég var alveg með gæsahúð. Mér finnst HL-2 vera meira spooky en Doom 3 á köflum...
Sent: Mán 22. Nóv 2004 17:14
af hahallur
Ég held að það sé til fullt af góðum gameplay leikjum.
Menn bjuggust líka alltaf við að gameplay-ið í þessum leik væri gott.
Svo voru allir að vona að grafíkin yrði svona revolution eins og í HL- 1.
Ég held að það hafi verið aðal pælinginn.
Að fá leik sem toppar allt og alla með yfirburðum.
Þeim tókst það ekki allveg
Sent: Mán 22. Nóv 2004 17:56
af skipio
hahallur skrifaði:Ég held að það sé til fullt af góðum gameplay leikjum.
Menn bjuggust líka alltaf við að gameplay-ið í þessum leik væri gott.
Svo voru allir að vona að grafíkin yrði svona revolution eins og í HL- 1.
Ég held að það hafi verið aðal pælinginn.
Að fá leik sem toppar allt og alla með yfirburðum.
Þeim tókst það ekki allveg
Ég held þig sé að misminna eitthvað. Þegar Half Life kom út var mesta byltingin við hann ekki hvað grafíkin væri flott enda var þetta tæknilega séð bara enn einn leikurinn með Quake-license (með smá viðbót reyndar) heldur var það sem skipti mestu máli hversu góð sagan var og hvað leikurinn var skemmtilegur.
Ég held það sé nefnilega alveg ljóst að langflestir leikir sem gefnir eru út í dag, líkt og árið '98, eru ágætlega flottir en þegar kemur að sögu og gameplay eru þeir crap.
Dr. Kári
Sent: Mán 22. Nóv 2004 23:59
af talkabout
Jæja, er nú bara rétt byrjaður á honum, en er ég sá eini sem finnst doktorinn ógurlegi á skjánum og talar niður til manns minna skuggalega á Dr. Kára? Bæði í útliti og svo þegar hann fer að tala um DNA og erfðafræði mannskepnunnar.......
Sent: Þri 23. Nóv 2004 15:37
af Snorrmund
ég skil þetta engan veginn, mér fannst doom3 ekkert góður.. og hann var ssvo fyrirsjáanlegur að ef að ai hefðu verið betra þá hefði maður alltaf geta brugðið skrímslunum.. ég vissi í svona 99% tilvika um þau..
Sent: Þri 23. Nóv 2004 16:06
af einarsig
doom III var náttúrulega bara auglýsing á vélinni, held að ID munu græða meira á að selja vélina frekar en leikinn sjálfan.
Sent: Mið 24. Nóv 2004 00:29
af Bendill
einarsig skrifaði:doom III var náttúrulega bara auglýsing á vélinni, held að ID munu græða meira á að selja vélina frekar en leikinn sjálfan.
Half-Life 2 er nú það sama, sem og FarCry. Mér finnst það allavega með HL2, ég tek eftir því þegar ég spila hann, svona senur þar sem einhverjir rosa flottir effectar eru sem ekkert gagn er af, hvorki fyrir söguþráð né framgang þinn í leiknum
Sent: Mið 24. Nóv 2004 00:36
af Bendill
BTW, var að klára leikinn, frekar snubbóttur endir ef ég segi mitt álit. Ég hef verið að safna screenshots og ég læt fylgja með það skot sem mér fannst flottast
Ég spilaði hann í gegn með allt í botni, reflect all, 1600x1200, 16xAF og 6xAA ...
Sent: Lau 27. Nóv 2004 16:09
af Gestir
Já.. verð að vera sammála Bendlinum....... soldið snubbóttur endir og leikurinn var .. oggu ponsu mínus.... enda svo sem ekki skrítið þar sem að maður er búinn að bíða í 2 ár eftir honum ... gat ekki í raun fengið betra samt held ég
ég gef samt leiknum topp einkun og fannst mér hann mjög flottur ... grafíkin er mjög góð og effectarnir flottir, hljóðið er magnað og spennan alveg til fyrirmyndar.... mér fannst HL2 amk gjersamlega Girða niðrum Doom3 og sápuþvo hann.... svo um munar
En fannt hann samt of stuttur fyrir minn smekk .....
jæja.. þá kveð ég héðan úr Náralind ... takk og bless
Sent: Lau 27. Nóv 2004 16:22
af ErectuZ
Endirinn átti að vera svona cliffhanger því að VALVe sögði að þetta væri trioligy. Það er að segja þrír leikir. Og síðasti á eftir að koma úr
En já, hann er voðalega stuttur, ég er sammála. En hei, Source vélin er mod-vænasta vél veraldar, þannig að þá eru öll moddin sem eiga eftir að koma eftir! Vá. Séu mod tekin til greina, þá er leikurinn eiginlega endalaus