Síða 4 af 4
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Fös 17. Okt 2014 12:26
af Sallarólegur
Bjosep skrifaði:Menn láta eins og netflix sé himinn og haf í afþreyingarefni. Það eru til mun fleiri efnisveitur en Netflix og ein efnisveita mun aldrei koma í stað þess úrvals sem er á þessum torrentsíðum.
Ha? Hver er að segja það?
Einhversstaðar verðum við að byrja. Netflix er bylting miðað við VOD þjónustur Vodafone og Símans.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Fös 17. Okt 2014 12:32
af Bjosep
Það leynir sér ekkert á málflutningri sumra að þeir láta eins og helsta ástæðan fyrir tilvist síðna eins og deildu sé sú að netflix sé ekki til staðar á Íslandi, minn skilningur vissulega. Þetta er ekkert endilega bundið við vaktina sjálfa heldur bara almennan málflutning (athugasemdakerfi).
P.S. Það er oft sama tilhneiging í tónlistarveitum. Spotify er hampað af svipuðum toga þrátt fyrir svipaða annmarka. Það er ekkert allt á spotify og það eru tli fleiri tónlistarveitur en spotify.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Fös 17. Okt 2014 12:35
af AntiTrust
Bjosep skrifaði:Það leynir sér ekkert á málflutningri sumra að þeir láta eins og helsta ástæðan fyrir tilvist síðna eins og deildu sé sú að netflix sé ekki til staðar á Íslandi, minn skilningur vissulega. Þetta er ekkert endilega bundið við vaktina sjálfa heldur bara almennan málflutning (athugasemdakerfi).
P.S. Það er oft sama tilhneiging í tónlistarveitum. Spotify er hampað af svipuðum toga þrátt fyrir svipaða annmarka. Það er ekkert allt á spotify og það eru tli fleiri tónlistarveitur en spotify.
Það er reyndar pínu sorglegt hvað fáir þekkja t.d. Amazon Prime, kostar það sama og að mörgu leyti betra en Netflixið. Líklega er talað mest um Netflix núna síðustu daga því það er sú efnisveita sem verður örugglega fyrst til landsins, löglega.
Ég er samt alveg harður á því að ef langflest efni færi beint í VOD og svo SVOD, sbr. það sem Amazon Prime gerir þá myndi ólöglegt niðurhal vart þekkjast eftir áratug.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Fös 17. Okt 2014 13:21
af flottur
AntiTrust skrifaði:Bjosep skrifaði:Það leynir sér ekkert á málflutningri sumra að þeir láta eins og helsta ástæðan fyrir tilvist síðna eins og deildu sé sú að netflix sé ekki til staðar á Íslandi, minn skilningur vissulega. Þetta er ekkert endilega bundið við vaktina sjálfa heldur bara almennan málflutning (athugasemdakerfi).
P.S. Það er oft sama tilhneiging í tónlistarveitum. Spotify er hampað af svipuðum toga þrátt fyrir svipaða annmarka. Það er ekkert allt á spotify og það eru tli fleiri tónlistarveitur en spotify.
Það er reyndar pínu sorglegt hvað fáir þekkja t.d. Amazon Prime, kostar það sama og að mörgu leyti betra en Netflixið. Líklega er talað mest um Netflix núna síðustu daga því það er sú efnisveita sem verður örugglega fyrst til landsins, löglega.
Ég er samt alveg harður á því að ef langflest efni færi beint í VOD og svo SVOD, sbr. það sem Amazon Prime gerir þá myndi ólöglegt niðurhal vart þekkjast eftir áratug.
Svona smá off topic, en ég var að velta þessu Amazon prime fyrir mér, getum við á íslandi notað það án þess að hafa fyrir því?
Sem sagt bara borga og horfa eða þarf maður að gera eitthvað húllumhæ eins og á netflix?
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Fös 17. Okt 2014 13:23
af AntiTrust
flottur skrifaði:
Svona smá off topic, en ég var að velta þessu Amazon prime fyrir mér, getum við á íslandi notað það án þess að hafa fyrir því?
Sem sagt bara borga og horfa eða þarf maður að gera eitthvað húllumhæ eins og á netflix?
Sama dæmi, þarft bara að verða þér úti um DNS þjónustu.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Lau 18. Okt 2014 00:14
af Sallarólegur
Bjosep skrifaði:Það leynir sér ekkert á málflutningri sumra að þeir láta eins og helsta ástæðan fyrir tilvist síðna eins og deildu sé sú að netflix sé ekki til staðar á Íslandi, minn skilningur vissulega. Þetta er ekkert endilega bundið við vaktina sjálfa heldur bara almennan málflutning (athugasemdakerfi).
P.S. Það er oft sama tilhneiging í tónlistarveitum. Spotify er hampað af svipuðum toga þrátt fyrir svipaða annmarka. Það er ekkert allt á spotify og það eru tli fleiri tónlistarveitur en spotify.
Það er ómögulegt að nálgast efni á Íslandi löglega á verði sem fólk er tilbúið að borga fyrir og finnst sanngjarnt.
Mig langar ekki að kaupa seríu á DVD, ég vil fá þetta í gegnum internetið. Ég vil hafa möguleikan á því að fá íslenskan texta. Ég þarf því að borga 200-500 kr. fyrir hvern einasta þátt á VOD - sem þýðir að seríur kosta um 2000-10000 kr. eftir því hversu margir þættir eru í henni - og þú hefur 48 klst. til að horfa á hvern þátt - þá þarftu aftur að borga sama fullt verð.
Að sjálfsögðu hampar fólk Netflix þar sem þú borgar 1500 kr. á mánuði og hefur aðgang að þeirra efni í öllum þínum tækjum. Ekkert óeðlilegt við það.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Lau 18. Okt 2014 22:07
af Stuffz
ég á eitthvað 800 dvd diska
ORIGINAL
þeir safna bara ryki uppí hillu*
enda allt komið í HD í dag, ég gaf litla VHS safnið mitt sem ég átti áður en ég fór að kaupa dvd, nú er DVD úrelt, maður skiljanlega nennir ekki þessu, marg kaupa margt sama efnið.
mér finnst maður eigi að geta skilað inn dvd mynddiski og fengið blueray diskinn af sömu mynd á x litlu verði yfir kosnaðarverði.
svo er svo mikið um dulinn undirróður í myndum, sem er svo augljóslega samsíða ónefndri utanríkisstefnu.
allavegana
http://www.globalresearch.ca/the-deep-p ... wood/12465" onclick="window.open(this.href);return false;
*ásamt 300 skrifuðum dvd sem löggan skilaði 3 árum eftir DC++ aðgerðina, "tengdust ekki málinu" sennilega eitthvað að gera með að STEF fær 50kr af hverjum tómum dvd (átti reyndar upphaflega að vera 100kr).
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Sun 19. Okt 2014 13:00
af thehulk
Eitt sem er dálítið spaugilegt í þessu öllu saman og það er að sjá STEF taka þetta á hörku á meðan Smáís sá bara um að hóta og gera ekki neitt
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Sun 19. Okt 2014 13:29
af Stuffz
thehulk skrifaði:Eitt sem er dálítið spaugilegt í þessu öllu saman og það er að sjá STEF taka þetta á hörku á meðan Smáís sá bara um að hóta og gera ekki neitt
Kannski þeir hafi önnur takmörk núna, t.d. að kosta viðgerðir á fjárhag sínum, það væri betra fordæmið.
annars geta þeir ekki fengið endurgreiðslu frá Ásgeiri fyrir illa unna vinnu þarna 2004, hvaðan komu þessar goðsagnakenndu 5 milljónir sem hann átti að hafa fengið fyrir tækjabúnaði, skáldsöguagerð, blekkingarstarfsemi o.s.f. voða hlýtur Smáís að hafa verið ríkt í þá daga.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Sun 19. Okt 2014 17:50
af Bjosep
Ástæða þess að STEF standa einir í þessu er sú að þeir einir hafa rétt til þess að fara fram á slíkt lögbann. SMÁÍS, SÍK og FHM voru upphaflega aðili að lögbannsbeiðninni en þeirri beiðni var vísað frá þar sem bara STEF gat farið fram á lögbann.
http://217.28.186.169/Frettir/Lesa_Innl ... %40version" onclick="window.open(this.href);return false; - Sýslumaður neitaði að loka á Deildu og Piratebay
http://www.vb.is/frettir/97052/" onclick="window.open(this.href);return false; - Fyrirsögn: Fengu ekki lögbann á skráaskiptisíður
https://www.dv.is/frettir/2014/4/29/mal ... visad-fra/" onclick="window.open(this.href);return false; - Máli STEF og SMÁÍS gegn Símanum vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá dómi sökum aðildarskorts. Af stefnendum hafa einungis STEF hlotið löggildingu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem höfundaréttarsamtök, og því hafa þau ekki málsóknarumboð.
Samtökin höfðuðu sams konar mál gegn Hringdu og Vodafone, eða Fjarskiptum hf, en í þeim málum var héraðsdómi gert að taka málið aftur fyrir hvað varðar STEF, en vísaði máli hinna þriggja höfundaréttarsamtakanna frá.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Sun 19. Okt 2014 18:17
af thehulk
Bjosep skrifaði:Ástæða þess að STEF standa einir í þessu er sú að þeir einir hafa rétt til þess að fara fram á slíkt lögbann. SMÁÍS, SÍK og FHM voru upphaflega aðili að lögbannsbeiðninni en þeirri beiðni var vísað frá þar sem bara STEF gat farið fram á lögbann.
http://217.28.186.169/Frettir/Lesa_Innl ... %40version" onclick="window.open(this.href);return false; - Sýslumaður neitaði að loka á Deildu og Piratebay
http://www.vb.is/frettir/97052/" onclick="window.open(this.href);return false; - Fyrirsögn: Fengu ekki lögbann á skráaskiptisíður
https://www.dv.is/frettir/2014/4/29/mal ... visad-fra/" onclick="window.open(this.href);return false; - Máli STEF og SMÁÍS gegn Símanum vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá dómi sökum aðildarskorts. Af stefnendum hafa einungis STEF hlotið löggildingu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem höfundaréttarsamtök, og því hafa þau ekki málsóknarumboð.
Samtökin höfðuðu sams konar mál gegn Hringdu og Vodafone, eða Fjarskiptum hf, en í þeim málum var héraðsdómi gert að taka málið aftur fyrir hvað varðar STEF, en vísaði máli hinna þriggja höfundaréttarsamtakanna frá.
Semsagt hin félögin eru bara djók til að græða pening?