Pointið er nefnilega: Það er ekkert til sem heitir frítt download! Ef traffíkin er ókeypis þá er einhver annar að niðurgreiða hana.
Þekkir þú einhvern með frítt internet?
Auðvitað er ekkert sem heitir ókeypis traffík en maður hefði haldið að maður væri að greiða fyrir hana í áskriftargjaldinu.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 18:05
af GuðjónR
snjokaggl skrifaði:
Pointið er nefnilega: Það er ekkert til sem heitir frítt download! Ef traffíkin er ókeypis þá er einhver annar að niðurgreiða hana.
Þekkir þú einhvern með frítt internet?
Auðvitað er ekkert sem heitir ókeypis traffík en maður hefði haldið að maður væri að greiða fyrir hana í áskriftargjaldinu.
Nákvæmlega! 120.000.- á ári er ekkert lítið.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 18:14
af Bjosep
Revenant skrifaði:
Eins og hefur komið hefur fram áður þá er backbone búnaður mjög dýr (sérstaklega ef hann er redundant). Með tilkomu t.d. Deildu, HideMyAss o.fl þá hefur traffíkin innanlands margfaldast en tekjurnar (þ.e. fyrir sölu á gagnamagni) að öllum líkindum staðið í stað.
Ef þú þarft að uppfæra netbúnað til að geta þjónustað meiri innanlandstraffík en færð engar tekjur á móti þá er það frekar óréttlátt.
Það er búið að starfrækja íslenskar torrentsíður í nánast 10 ár núna og þar áður voru það DC tengipunktar. Nú veit ég ekki hvort það hefur orðið einhver stórkostleg sprenging í notkun torrentsíða en ég efa það stórkostlega. EInnig veltir maður því fyrir sér hvort að þeir sem skiptu yfir í vpn þjónustur hafi þá ekki bara minnkað við sig torrent í staðinn?
Ætli einhverjir fari að vera duglegri að kíkja með flakkarann sinn í heimsókn til vina. Það væri hreint út sagt stórkostleg þróun.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 18:26
af worghal
GuðjónR skrifaði:
snjokaggl skrifaði:
Pointið er nefnilega: Það er ekkert til sem heitir frítt download! Ef traffíkin er ókeypis þá er einhver annar að niðurgreiða hana.
Þekkir þú einhvern með frítt internet?
Auðvitað er ekkert sem heitir ókeypis traffík en maður hefði haldið að maður væri að greiða fyrir hana í áskriftargjaldinu.
Nákvæmlega! 120.000.- á ári er ekkert lítið.
ég borga nú hátt í 140þús á ári í internet hjá mér.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 18:43
af Revenant
Tökum dæmi:
Ljósleiðaraáskrift hjá Vodafone (50GB): 3570 kr
Gagnaveitan: 2610 kr
Á 100 Mbit/s ljósi nærðu (m.v. 30 daga og fulla nýtingu) um 31 terabæti af traffík.
Hentu inn HideMyAss áskrift fyrir 1300kr og þá ertu komin með erlend download líka.
Samtals: 6180 kr (7480 kr með HMA) á mánuði fyrir allt að 31 terabæti af gögnum(raunhæft væri kannski 3 til 15 terabæti).
Það þarf ekki marga svona aðila til að kostnaðurinn við backbone-ið fara upp úr öllu valdi.
Í þessu tilfelli þá er 50GB "erlent" niðurhal búið að niðurgreiða allt að 31 terabæti af "innlendu" niðurhali.
Nema auðvitað þú viljir fá gamla góða 56kbit/s hraðan með tilheyrandi packetloss-i...
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 18:46
af GuðjónR
worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
snjokaggl skrifaði:
Pointið er nefnilega: Það er ekkert til sem heitir frítt download! Ef traffíkin er ókeypis þá er einhver annar að niðurgreiða hana.
Þekkir þú einhvern með frítt internet?
Auðvitað er ekkert sem heitir ókeypis traffík en maður hefði haldið að maður væri að greiða fyrir hana í áskriftargjaldinu.
Nákvæmlega! 120.000.- á ári er ekkert lítið.
ég borga nú hátt í 140þús á ári í internet hjá mér.
Er backbónið innifalið?
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 18:49
af worghal
GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
snjokaggl skrifaði:
Pointið er nefnilega: Það er ekkert til sem heitir frítt download! Ef traffíkin er ókeypis þá er einhver annar að niðurgreiða hana.
Þekkir þú einhvern með frítt internet?
Auðvitað er ekkert sem heitir ókeypis traffík en maður hefði haldið að maður væri að greiða fyrir hana í áskriftargjaldinu.
Nákvæmlega! 120.000.- á ári er ekkert lítið.
ég borga nú hátt í 140þús á ári í internet hjá mér.
Er backbónið innifalið?
það ætla ég nú að vona.
en svo er spurning með viskiptavini innan símans. fá þeir að uploada frítt á milli sín?
annars er þetta bara peningaplokk að vera að rukka tvisvar fyrir pakkana.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 18:56
af GuðjónR
worghal skrifaði:en svo er spurning með viskiptavini innan símans. fá þeir að uploada frítt á milli sín?
annars er þetta bara peningaplokk að vera að rukka tvisvar fyrir pakkana.
Rukkað fyrir allt, það verður ekkert "frítt" á milli eins eða neins.
Annars þá hef ég ekki áhyggjur af þessu, er hjá Hringdu og þeir eru búnir að lýsa því yfir að þeir taki ekki þátt í svona hópnau*****
Fólk hefur val, þeir sem vilja láta taka sig * **** ****** geta verið áfram hjá þessum fyrirtækjum, ótrúlega margir sem þjást af "stockholm syndrome" en ég er ekki einn af þeim.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 19:04
af playman
Kunnuglegt?
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 19:31
af GuðjónR
playman skrifaði:Kunnuglegt?
Já heldur betur!!!
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 19:37
af teitan
Ágætis yfirferð um net neutrality...
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 19:45
af Black
Rusl.Ég er farinn yfir í hringdu
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 20:04
af fallen
Búinn að vera með internet hjá Símanum í meira en áratug og mun fara með viðskipti mín annað útaf þessu. Þvílík og önnur eins afturför sem þessi breyting er. Good riddance.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 20:05
af Captaintomas
Ein af stæðum þess að önnur símafyrirtæki elta Símann í þessum málum, er vegna vanþekkingar hins almenna neytenda. Hinn almenni óupplýsti neytandi mun skoða verðskrá hjá Símanum og sjá að þar sé boðið upp á 600 gb niðurhal fyrir 5000 krónur á mánuði á meðan það sé aðeins 200 gb (svo tilbúið dæmi sé tekið) hjá öðru símafyrirtæki. Hin símafyrirtækin óttast að neytandinn muni velja frekar Símann þó svo að það sé þegar uppi er staðið jafnvel óhagstætt fyrir hann að vera í viðskiptum við þessa risaeðlu. - Einmitt vegna þessa óttast ég að öll hin fyrirtækin, nema kannski Hringdu, muni fara þessa leið.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 20:12
af GuðjónR
Captaintomas skrifaði:Ein af stæðum þess að önnur símafyrirtæki elta Símann í þessum málum, er vegna vanþekkingar hins almenna neytenda. Hinn almenni óupplýsti neytandi mun skoða verðskrá hjá Símanum og sjá að þar sé boðið upp á 600 gb niðurhal fyrir 5000 krónur á mánuði á meðan það sé aðeins 200 gb (svo tilbúið dæmi sé tekið) hjá öðru símafyrirtæki. Hin símafyrirtækin óttast að neytandinn muni velja frekar Símann þó svo að það sé þegar uppi er staðið jafnvel óhagstætt fyrir hann að vera í viðskiptum við þessa risaeðlu. - Einmitt vegna þessa óttast ég að öll hin fyrirtækin, nema kannski Hringdu, muni fara þessa leið.
Það er nú frekar varasamt að gefa sér að íslenskir neytendur séu svo foráttuheimskir, nú séu þeir það þá er þeim lítil vorkun.
Svo má líka velta fyrir sér siðferðis hliðinni, ef þú ert "klárari" en einhver annar, þá gefur það þér ekki rétt á að svindla á honum.
Ekki veit ég hvort þessi ákvörðun Símans tengist nýja forstjóranum, en mér finnst hún ílla ígrunduð og dæmd til þess að koma harkalega í bakið á þeim.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 20:30
af Captaintomas
Ég er alla vega viss um að hin símafyrirtækin muni velta þessum möguleika fyrir sér, að neytendur muni velja að fara annað vegna þess að þeir fái "meira" niðurhal hjá símanum. - Og það muni auka líkurnar á að þau elti Símann í þessum málum. Og ég er nokkuð viss um að það muni gerast.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 20:42
af digitronic
Það þarf engann veginn að vera að hin, minni fjarskipta fyrirtækin fylgi þessu síðan eftir, allavega ekki í soldinn tíma.
Þetta eru ekki reglur eða lög frá PFS eingöngu tillögur, og enginn þarf að fara eftir þeim. Afhending gagna milli fjarskipta fyrirtækja er ekki það dýr miðað við að kaupa sambönd í gegnum farice og "peering" við erlendar internetveitur.
Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þessar tölur um að meðal tenging muni þrefalda gagnamagnið sitt og ég væri til í að sjá útreikninga á því.
Síminn og Vodafone eru að fara græða á tá og fingri á content speglunum sínum frá Akamai og fleirrum, þó svo að backbone traffíkin sé ekki ókeypis í rekstri fyrir þá, þá er það fáránlega mikið minna en traffíkin sem er til útlanda. Ég myndi skilja þetta betur ef að það rekstrarkostnaður grunnneta(backbone) Símans og Vodafone væri að sliga þá, en það virðist ekki vera málið miðað við gróða tölur þessara fyrirtækja.
Ég bý núna í mið-evrópu þar sem gagnamagn er frítt vegna þess að hér er ekki verið að senda traffík í gegnum dýra sæstrengi með há maintenance gjöld, hérna borgarðu bara fyrir bandvíddina og ef þú ert með ljósleiðara geturðu valið þér hraða frá 50 mb/s upp í 400 mb/s og borgar bara fyrir það.
Einnig er merkilegt sem stendur á síðu PFS
"Netþjónustufyrirtækin rukka viðskiptavini sína fyrir netnotkun. Oft er ákveðið magn netnotkunar innifalið í áskriftarleiðum. Einnig er mismunandi hvernig greitt er fyrir netnotkun eftir því hvaða tegund nettengingar er notuð. Notandi með fastlínutengingar, þ.e. ADSL, VDSL eða ljósleiðara, greiðir fyrir niðurhal frá erlendum netþjónum. Ekki er greitt fyrir innlent niðurhal eða það sem sent er. "
Fyrir mér er þetta meira prinsippmál heldur en eitthvað annað.
Auk þess rokkar internetnotkun mín mjög mikið. Einn mánuðinn er ég að flytja tugi ef ekki hundruði GB á milli servera yfir Plex/FTP o.s.frv. og hinn mánuðinn nota ég netið sáralítið. Ég vil bara ekki þurfa að hafa áhyggjur af innanlandsnotkun minni.
Ég er ekki mikið fyrir múgæsing en fyrir mér er þetta hjartans mál. Ég mun færa mig annað ef af þessu verður, það er bara þannig.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 21:07
af rapport
Þetta steindrepur alla sem eru með einhverskonar hýsingu heima hjá sér = steindrepur "small business" og mun örugglega gera þeim sem leigja út skrifstofupláss með interneti erfiðara um vik.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 21:15
af GuðjónR
rapport skrifaði:Þetta steindrepur alla sem eru með einhverskonar hýsingu heima hjá sér = steindrepur "small business" og mun örugglega gera þeim sem leigja út skrifstofupláss með interneti erfiðara um vik.
Eða...
...gullið tækifæri fyrir minni félög eins og Hringdu.is að stækka.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 21:27
af g0tlife
væri gaman að gera könnun með það hversu margir ætla að skipta um símafyrirtæki hérna á vaktinni bara til að sjá svona prósentutöluna. Ég mun allavega ekki versla við þá aftur eftir þetta
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 21:37
af viddi
Hringiðan ættlar ekki að byrja rukka fyrir innlent Topp þjónusta og stöðugar tengingar.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 21:43
af roadwarrior
Er ekki Síminn einfaldlega að drepa ákveðna samkeppni sem er þeir eru farnir að finna illa fyrir það er að segja Netflix, Hulu osf. Nokkuð viss um að þeir eru farnir að sjá mikla aukningu á umferð til útlanda á þessa tengipúnkta og þeir eiga hagsmuna að gæta varðandi Sjónvarp Símans, væri ekki hissa á að það sé farið að draga úr áskriftum í Sjónvarpi Símans vegna td Netflix. Til að drepa vandamálið endanlega, útiloka VPN þjónustur td, þá setja þeir mælingu á erlent/innlent niðurhal bæði til notanda og frá notanda.
Vildi gjarnan sjá hvað þeir munu gera varðandi fyrirtæki. Þar sem ég vinn er eitt miðlægt tölvukerfi sem útbú kringum landið vinna á. Ekki viss um að yfirmenn mínir yrðu hrifnir af því að Síminn færi að mæla upp/niðurhal innanlands hjá þeim.
Ég spái því að Vodafone og 365 munu fylgja í kjölfarið. Svo er spurning hvað þeir ná að kúga eða kaupa aðra Internetþjónustur til hlýðni við sig.
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 21:49
af roadwarrior
Svo var önnur pæling hjá mér. Er ekki verið að tvírukka sama hlutinn.
Ef ég væri td með hugbúnaðarþróun og vinnufélagi minn væri á Akureyri og ég í Reykjavík og við að senda gögn á milli okkar þá væri verið að tvírukka fyrir sama hlutinn. Sá sem byggi á Ak væri rukkaður fyrir að senda gögnin frá sér og ég væri rukkaður fyrir að sækja þau. Double Wammy fyrir Símann
Ekki viss um að hinn allmenni íslendingur væri ánægður ef hann þyrfti að fara að borga fyrir það að það væri hringt í hann og á sama tíma væri sá sem hringdi rukkaður líka
Re: Síminn telur allt gagnamagn
Sent: Þri 03. Jún 2014 21:57
af GuðjónR
roadwarrior skrifaði:Svo var önnur pæling hjá mér. Er ekki verið að tvírukka sama hlutinn.
Ef ég væri td með hugbúnaðarþróun og vinnufélagi minn væri á Akureyri og ég í Reykjavík og við að senda gögn á milli okkar þá væri verið að tvírukka fyrir sama hlutinn. Sá sem byggi á Ak væri rukkaður fyrir að senda gögnin frá sér og ég væri rukkaður fyrir að sækja þau. Double Wammy fyrir Símann
Ekki viss um að hinn allmenni íslendingur væri ánægður ef hann þyrfti að fara að borga fyrir það að það væri hringt í hann og á sama tíma væri sá sem hringdi rukkaður líka
Jú nákvæmlega, það myndi eitthvað heyrast ef þú færir á póstinn og myndir senda pakka, síðan myndi viðtakandinn líka greiða burðargjaldið.
Þeir gætu kallað þetta "sendingargjald (upload)" og "móttökugjald (download)" ... reyndar tíðkast þetta að hluta til með erlendar bögglasendingar, en þar er móttökugjald svokallað tollmeðferðargjald. Vona að ég hafi ekki verið að gefa Póstinum hugmynd.