Síða 4 af 5

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 08. Jan 2013 14:42
af tlord
er þetta endanlegt varðandi hvaða rásir eru teknar upp, eða mun þeim fjölga?

væri alveg til í að hafa börn/gull í þessu

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 08. Jan 2013 14:47
af appel
Til að byrja með stöðvarnar í opna pakkanum (eða þ.e.a.s. þær stöðvar sem fylgja með grunnáskriftinni). Síðar verður þeim sjálfsagt fjölgað.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 08. Jan 2013 14:49
af tlord
appel skrifaði:Til að byrja með stöðvarnar í opna pakkanum (eða þ.e.a.s. þær stöðvar sem fylgja með grunnáskriftinni). Síðar verður þeim sjálfsagt fjölgað.
stöð2 er með upptöku

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 08. Jan 2013 14:49
af svensven
appel skrifaði:Til að byrja með stöðvarnar í opna pakkanum (eða þ.e.a.s. þær stöðvar sem fylgja með grunnáskriftinni). Síðar verður þeim sjálfsagt fjölgað.
Verð að segja að mín svona "first impression" á þennan möguleika er virkilega góð - Hef notað þetta slatta síðustu daga. :happy

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 09:35
af appel
Núna eiga allir að vera komnir með "Tímaflakkið".

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 09:47
af Daz
Þetta er hrikalega vondur fítus. Ömurlegur.

Núna hef ég eytt mörgum kvöldum síðan um áramót límdur fyrir framan sjónvarpið að glápa á eitthvað afþreyingarrusl þegar ég hefði venjulega geta setið límdur fyrir framan tölvuna að ... eh ... nevermind!

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 10:21
af appel
Daz skrifaði:Þetta er hrikalega vondur fítus. Ömurlegur.

Núna hef ég eytt mörgum kvöldum síðan um áramót límdur fyrir framan sjónvarpið að glápa á eitthvað afþreyingarrusl þegar ég hefði venjulega geta setið límdur fyrir framan tölvuna að ... eh ... nevermind!
Biðjumst velvirðingar á því að hafa rústað félagslífinu þínu 8-[

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 11:51
af kazzi
mig vantar ljósleiðarara/ljósnet í kef.....svo hægt sé að nota sjónvarp símann,eflaust afleitt með adsl eða hvað ?

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 11:53
af gardar
kazzi skrifaði:mig vantar ljósleiðarara/ljósnet í kef.....svo hægt sé að nota sjónvarp símann,eflaust afleitt með adsl eða hvað ?

Neinei fínt með adsl

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 11:56
af Moldvarpan
Ég reyndi í gær að prófa tímavélina að gamni, á elsta grá sagem myndlyklinum, en þegar ég valdi e-h efni, þá kom bara grár skjár á sjónvarpið. En ég heyrði samt hljóðið í þættinum.

Hvað er það?

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 12:11
af GuðjónR
Moldvarpan skrifaði:Ég reyndi í gær að prófa tímavélina að gamni, á elsta grá sagem myndlyklinum, en þegar ég valdi e-h efni, þá kom bara grár skjár á sjónvarpið. En ég heyrði samt hljóðið í þættinum.

Hvað er það?
Úreltur myndlykill???

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 14:46
af Moldvarpan
Já hann er það :D Skipti honum út á næstu dögum ef ég fæ Sagemcom, eða hætti með sjónvarp símans.

En mér finnst samt furðulegt að fá gráann skjá í þessum OFURmöguleika :D

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Fim 17. Jan 2013 15:08
af appel
Moldvarpan skrifaði:Já hann er það :D Skipti honum út á næstu dögum ef ég fæ Sagemcom, eða hætti með sjónvarp símans.

En mér finnst samt furðulegt að fá gráann skjá í þessum OFURmöguleika :D
Senda mér PM með símanúmeri.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Sun 20. Jan 2013 17:07
af biturk
ég er að lenda ítrekað í því að þættirnir spilast ekki þó ég ýti á play, stoppa svo uppuir þurru og get ekki spólað inní þátt og byrjað, fer alltaf beint á byrjunarreit á þætti

sent úr s2

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Sun 20. Jan 2013 17:39
af appel
biturk skrifaði:ég er að lenda ítrekað í því að þættirnir spilast ekki þó ég ýti á play, stoppa svo uppuir þurru og get ekki spólað inní þátt og byrjað, fer alltaf beint á byrjunarreit á þætti

sent úr s2
Það var álagstengd bilun í gær sem olli þessu, sem veldur því að sumir þættir á ákveðnum tíma spilast ekki eða illa. Við erum enn að betrumbæta, því við höfum ekki vitað hingað til hve mikil notkun yrði á þessari þjónustu... þurftum að byrja með eitthvað capacity, en á þessum örfáum dögum er notkunin búin að vera fáránlega mikil. Þetta verður stöðugra og betra með tíð og tíma og kerfið aðlagað fyrir þetta mikla load, þetta er í forgangi.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Mán 21. Jan 2013 14:56
af tlord
appel skrifaði:
biturk skrifaði:ég er að lenda ítrekað í því að þættirnir spilast ekki þó ég ýti á play, stoppa svo uppuir þurru og get ekki spólað inní þátt og byrjað, fer alltaf beint á byrjunarreit á þætti

sent úr s2
Það var álagstengd bilun í gær sem olli þessu, sem veldur því að sumir þættir á ákveðnum tíma spilast ekki eða illa. Við erum enn að betrumbæta, því við höfum ekki vitað hingað til hve mikil notkun yrði á þessari þjónustu... þurftum að byrja með eitthvað capacity, en á þessum örfáum dögum er notkunin búin að vera fáránlega mikil. Þetta verður stöðugra og betra með tíð og tíma og kerfið aðlagað fyrir þetta mikla load, þetta er í forgangi.
það myndi eflaust jafna álagið ef timinn yrði lengdur í 2 til 3 daga,

þetta er super :megasmile , er hægt að setja krakkar/gull í þetta

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Mán 21. Jan 2013 15:22
af appel
tlord skrifaði:
appel skrifaði:
biturk skrifaði:ég er að lenda ítrekað í því að þættirnir spilast ekki þó ég ýti á play, stoppa svo uppuir þurru og get ekki spólað inní þátt og byrjað, fer alltaf beint á byrjunarreit á þætti

sent úr s2
Það var álagstengd bilun í gær sem olli þessu, sem veldur því að sumir þættir á ákveðnum tíma spilast ekki eða illa. Við erum enn að betrumbæta, því við höfum ekki vitað hingað til hve mikil notkun yrði á þessari þjónustu... þurftum að byrja með eitthvað capacity, en á þessum örfáum dögum er notkunin búin að vera fáránlega mikil. Þetta verður stöðugra og betra með tíð og tíma og kerfið aðlagað fyrir þetta mikla load, þetta er í forgangi.
það myndi eflaust jafna álagið ef timinn yrði lengdur í 2 til 3 daga,

þetta er super :megasmile , er hægt að setja krakkar/gull í þetta
Við fjölgum stöðvum líklegast í vikunni, krakkar/gull er efst á lista, ásamt popptívi og öðrum. Markmiðið er að sem flestar stöðvar verði þarna, en við förum hægt í þetta til að byrja með.

Auk þess munum við kynna bráðum tvær nýjar þjónustur í viðbót, þ.e. að geta spilað dagskrárlið sem er nýhafinn frá byrjun. T.d. ef þú misstir af fyrstu 5 mínútunum af fréttatímanum, getur þú bara spilað hann frá byrjun í tímaflakkinu. Annar fídus er "pissupásan", að geta bara sett live-tv á pásu, farið og poppað eða pissað :) og svo gert resume aftur.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Mán 21. Jan 2013 15:37
af tdog
FOKK HVAÐ ÉG ER AÐ DIGGEDDA. Þetta er upphafið af nýrri sjónvarpsöld á Íslandi.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Mán 21. Jan 2013 15:57
af Sallarólegur
Hvernig taka stöðvarnar og framleiðendur sjónvarpsefnis í þetta? Hafa verið gerðir samningar við allar þessar stöðvar, eða er þetta eitthvað risky business, lagalega séð?
Á hvaða stöðvum virkar Tímaflakk?
Tímaflakkið virkar á 11 stöðvum: RÚV, Stöð2, SkjárEinn, DR1, Boomerang, National Geographic, SkyNews, ÍNN, VH1, BBC Entertainment og History.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Mán 21. Jan 2013 16:38
af appel
tdog skrifaði:FOKK HVAÐ ÉG ER AÐ DIGGEDDA. Þetta er upphafið af nýrri sjónvarpsöld á Íslandi.
Þetta er bara sjálfsögð og eðlileg þjónusta í nútímanum, Ísland hefur verið LANGGTTT Á eftir öðrum þjóðum hvað þróun í sjónvarpstækni varðar, en vonandi erum við að ná öðrum hvað þetta varðar, enda liggur við orðin sjálfsögð mannréttindi að geta notið sjónvarpsdagskrárnar sem maður borgar fyrir. T.d. hefur Tívo verið til í mörg mörg ár í BNA.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 22. Jan 2013 11:00
af Moldvarpan
Mhm sammála um eftir að hafa prófað þetta í gær að þetta er æðislegur fídus. En fann einn galla á honum á Sagemcom lyklinum, ég spilaði þátt um miðnætti þegar ég var að fara að sofa og sofnaði yfir þættinum.
Þegar ég vakna þá var myndlykillinn frosinn eftir að hafa staðið mest alla nóttina í Pause stillingunni sem kemur eftir að þætti lýkur.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 22. Jan 2013 11:28
af appel
Moldvarpan skrifaði:Mhm sammála um eftir að hafa prófað þetta í gær að þetta er æðislegur fídus. En fann einn galla á honum á Sagemcom lyklinum, ég spilaði þátt um miðnætti þegar ég var að fara að sofa og sofnaði yfir þættinum.
Þegar ég vakna þá var myndlykillinn frosinn eftir að hafa staðið mest alla nóttina í Pause stillingunni sem kemur eftir að þætti lýkur.
Sennilega verið eitthvað jaðartilvik, en við testum þetta.

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 22. Jan 2013 12:02
af appel
Nýjar stöðvar í tímaflakkinu:
- Stöð 2 krakkar og gull
- Popp tíví
- SkjárGolf

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 22. Jan 2013 12:32
af biturk
eitt sem eg var að spá

hvenær verður opnað fyrir að mðaur geti horft á stöðvar sem maður er með í sjónvarpi símans á netinu í gegnum heimasíðuna en ekki bara þætti sem hafa verið sýndir

svona livetv á netinu

það væri geggjaður möguleiki og ég myndi nota hann gríðarlega þar sem ég er lítið heima hjá mér og missi af leiðinlega miklu sem ég er að borga fyrir :(

en thumbs up með tímavélina, þetta hittir beint í mark á mínu heimili og ég verð endalaust ánægður með að fá þessa möguleika sem eru á döfinni, þeir hljóma eins og alger andsk snilld!

Re: Nýr ofurmöguleiki í Sjónvarpi Símans

Sent: Þri 22. Jan 2013 14:25
af Moldvarpan
En það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér sem tengist ekki bara símanum,,, en afhverju eru auglýsingar með hærri hljóðstyrk en myndefnið? Þetta hefur farið soldið í taugarnar á mér, maður hrekkur í kút þegar auglýsingarnar koma.