Síða 4 af 5

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Mán 28. Maí 2012 21:27
af intenz
natti skrifaði:[...]

Ég er á Ljósneti Símans í dag, en ef að Síminn myndi bjóða sína þjónustu í gegnum net GR, þá myndi ég hiklaust fara þá leið.

[...]
+1

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Mán 28. Maí 2012 21:36
af dori
Tbot skrifaði:4-6 mbit er þörfin fyrir venjulega upplausn. Hún er 8 til 12 mbit ef þetta er HD rás. Svo 50 mbit ljósnet dugar ekki lengi ef það eru margir afruglarar á heimili sem eru á HD rásum. Þannig að það er ekki mikið eftir fyrir netið.
Mér finnst merkilegt hvernig allir hérna geta bent á þetta 50/25mbit dæmi sem Síminn er búinn að sætta sig við í bili en tala samt alltaf um hvernig ljósleiðari Gagnaveitunnar mun í framtíðinni ná einhverjum tbits. VDSL staðallinn ræður við miklu hærra og Síminn er pottþétt að prufa sig áfram með hvað þeir geta boðið viðskiptavinum.
Wikipedia skrifaði:Second-generation systems (VDSL2; ITU-T G.993.2 approved in February 2006) use frequencies of up to 30 MHz to provide data rates exceeding 100 Mbit/s simultaneously in both the upstream and downstream directions.
Svo er líka einn punktur sem mætti skoða. Til hversu langs tíma er þetta köngulóa-ljósleiðaranet sem er verið að leggja til mín (í Smáíbúðahverfinu) þessa dagana lagt? Því að þessi fjárfesting mun ekki borga sig upp á næstunni, spurning hvort hún mun gera það áður en það þarf að endurnýja og leggja aftur. Þetta er lagt þvers og kruss í gegnum garða hjá fólki og á alveg frekar litlu dýpi. Maður getur alveg ímyndað sér að einhver gæji muni eftir nokkur ár vera búinn að gleyma þessu og fer að búa til pall í bakgarðinum hjá sér og eyðileggur þetta. Gæti alveg orðið smá falinn viðhaldskostnaður þar.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Mán 28. Maí 2012 22:09
af GrimurD
dori skrifaði:
Tbot skrifaði:4-6 mbit er þörfin fyrir venjulega upplausn. Hún er 8 til 12 mbit ef þetta er HD rás. Svo 50 mbit ljósnet dugar ekki lengi ef það eru margir afruglarar á heimili sem eru á HD rásum. Þannig að það er ekki mikið eftir fyrir netið.
Mér finnst merkilegt hvernig allir hérna geta bent á þetta 50/25mbit dæmi sem Síminn er búinn að sætta sig við í bili en tala samt alltaf um hvernig ljósleiðari Gagnaveitunnar mun í framtíðinni ná einhverjum tbits. VDSL staðallinn ræður við miklu hærra og Síminn er pottþétt að prufa sig áfram með hvað þeir geta boðið viðskiptavinum.
Wikipedia skrifaði:Second-generation systems (VDSL2; ITU-T G.993.2 approved in February 2006) use frequencies of up to 30 MHz to provide data rates exceeding 100 Mbit/s simultaneously in both the upstream and downstream directions.
Við erum samt að tala um það að max hraði á VDSL2 í augnablikinu skv wikipedia er 200mbit downstream(samt alltaf að hækka). Vodafone og GR eru með 250mbit í prufum í augnablikinu(búnaðurinn hjá gr ræður við gigabit, Vodafone bara að cappa það) og það er örugglega ekki svo langt í það að það verði innleitt á einhverjum svæðum. Held að aðal vandamálið hjá þjónustuaðilum sé að finna almennilega routera sem kosta ekki morðfjár og höndla slíka bandvídd.

Ég vona annars að Orkuveitan selji GR þar sem það er svo margt að fyrirtækinu í núverandi mynd og nýjir eigendur myndu vonandi breyta því eitthvað. Annars finnst mér Síminn/Míla vera orðnir "Evil" eftir að þetta var allt einkavætt. Reyna að koma höggi á samkeppnina við hvert tækifæri. Enda sést líka hvað þeir eru búnir að fá margar sektir seinustu árin vegna samkeppnisbrota. Efa að ég fari aftur til þeirra nema að eitthvað breytist(eða þá að ég flytji einhverstaðar þar sem er ljósnet en ekki ljósleiðari ;)).

Ég er samt starfsmaður hjá Vodafone og það litar eflaust eitthvað álit mitt eitthvað gagnvart Símanum en eftir að hafa unnið þar seinasta hálfa árið þá get ég ekki ýmindað mér að vera með þjónustu neinstaðar annarstaðar, aðallega útaf því hvað þeir hugsa vel um viðskiptavini sína og hvernig mórallinn/menningin er innan fyrirtækisins.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 10:22
af dori
Ég var bara að benda á að VDSL ræður við 100/100 samtímis þannig að þó að Síminn bjóði bara uppá 50/25 af QoS ástæðum þá megi ekki gleyma því að það mun breytast.

En mér finnst öll þessi umræða frekar kjánaleg (s.s. þessi árás á "Ljósnetið"). VDSL er virkilega góður kostur fyrir 99% af fólki. Við erum að tala um að þú getur fengið 50mbps með mjög lágum biðtíma án þess að það þurfi að fara í fáránlegar framkvæmdir. Þetta er hagkvæmur kostur og þó svo að það sé alltaf krafa um meiri og meiri bandvídd þá mun VDSL örugglega ná að sinna þörfum þessa 99% næstu 5 ár. Þá erum við að tala um þó svo að fólk sé með einhverja 5HD myndlykla (ég þekki enga fjölskyldu sem horfir svo mikið á sjónvarp).

Punktarnir frá appel hvað þetta varðar eru mjög góðir. Auðvitað vilja allir fá ljósleiðara og gigabit tengingu til að ...? En ef við leggjum fanboiismann til hliðar þá er VDSL mjög samkeppnishæfur kostur til að bjóða uppá internet/síma/sjónvarp í dag.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 10:50
af Tbot
Greinin var í upphafi um að Síminn væri að bjóða ljósnet og þar með gefa í skyn að það væri ljós inn til fólk en ekki VDSL eins og er raunin.

Ég hef aldrei haldið því fram að vdsl sé einhvað slæmt, þetta var eini mögeliki Símans til að redda sér fyrir utan að nýta GR ljósið.

Þetta ljósnet dæmi er auglýsinga "stunt" sem spilar inn á að fólk haldi að það sé að fá ljósleiðara inn til sín og þar með er það minn skilningur að verið sé að blekkja.

Spurning hverning fólk túlkar þetta með að segja bara hálfan sannleikann.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 11:17
af Daz
Tbot skrifaði:Greinin var í upphafi um að Síminn væri að bjóða ljósnet og þar með gefa í skyn að það væri ljós inn til fólk en ekki VDSL eins og er raunin.

Ég hef aldrei haldið því fram að vdsl sé einhvað slæmt, þetta var eini mögeliki Símans til að redda sér fyrir utan að nýta GR ljósið.

Þetta ljósnet dæmi er auglýsinga "stunt" sem spilar inn á að fólk haldi að það sé að fá ljósleiðara inn til sín og þar með er það minn skilningur að verið sé að blekkja.

Spurning hverning fólk túlkar þetta með að segja bara hálfan sannleikann.
Eina fólkið sem væri verið að blekkja er fólkið sem þekkir muninn á ljósleiðara og VDSL en sér ekki muninn á "ljósnet" og "ljósleiðari". Almenningur veit bara að ljósleiðari er hratt net. Ljósnetið er hratt net.
Ég er með ljósnetstengingu. Ég hef möguleikann á ljósleiðara, fyrir ekki svo mikið meiri pening, en ég bara hef ekki séð neina ástæðu til að skipta. Ég veit samt hver hraðamunurinn er. Ég er annars ekki að vinna hjá neinu fjarskiptafyrirtæki, svo það sé nú skýrt.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 11:17
af appel
Tbot skrifaði:Þetta ljósnet dæmi er auglýsinga "stunt" sem spilar inn á að fólk haldi að það sé að fá ljósleiðara inn til sín og þar með er það minn skilningur að verið sé að blekkja.

Spurning hverning fólk túlkar þetta með að segja bara hálfan sannleikann.
Held nú að síminn hafi aldrei haldið því fram að fólk væri að fá ljósleiðara inn í stofuna, né hefur þetta eitthvað verið falið. Í raun hefur þessi tækni verið útskýrð margsinnis, af forstjóra og framkvæmdastjóra tæknisviðs símans í fjölmiðlum. En ljósleiðari í götuskáp, og svo kopar í hús í nokkur hundruð metra radíus. Ég veit nú um suma sem hafa verið með nokkra tugi metra cat snúru innanhúss hjá sér.
Ljósnet er hybrid lausn sem byggir á ljósleiðara og kopar. Er sanngjarnt að síminn noti orðið "ljós" til þess að markaðssetja þessa vöru? Síminn hefur farið í mikla vinnu og fjárfestingu í búnaði til þess að færa neytendum þessa vöru, og hún vissulega byggir á ljósleiðaratækni sem gerir þetta kleift. Hví má ekki nota orðið "ljós" í vöruheitinu án þess að fá ákúrur frá pjúristum? Satt að segja hljómar "ljósnet" betur en "koparnet" :)

Hvenær hættir ljósleiðari að vera löggildur ljósleiðari? Á einhverjum tímapunkti fer ljósleiðari úr því að vera ljósleiðari og í analog rafmerki á kopar. Bara smá íhugunarefni.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 11:58
af ÓmarSmith
gott svar


haters gona hate samt ...

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 12:30
af DaRKSTaR
eitthvað er þessi umræða algjörlega að rugla mig?

eru einhverjir að borga fyrir 50mb tengingu og með koparinn úr skáp inn í íbúð ?

ég lét leggja ljósleiðara hjá mér og fór síðan og fékk mér 50mb tengingu hjá símanum, ég greiði áskrift hjá símanum en línugjaldið hjá tengir sem lagði fiberinn.
það sem ég sá strax var að latency í öllum leikjum hjá mér lækkaði um helling.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 12:55
af Tbot
Þar sem Appel er greinilega tengdur Símanum og slíkt og þvílíkt gæðafyrirtæki fyrir finnst vart á byggðu bóli. ÆÆÆ hvaða fyrirtæki var það nú aftur sem fékk á sig nokkrar kærur vegna samkeppnisbrota.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 13:23
af dori
Tbot skrifaði:ÆÆÆ hvaða fyrirtæki var það nú aftur sem fékk á sig nokkrar kærur vegna samkeppnisbrota.
Öll... Samskiptafyrirtækin hérna eru í svipuðum leik með samkeppnislaga kærur og tæknirisarnir úti í USnA með einkaleyfa kærurnar.
DaRKSTaR skrifaði:eru einhverjir að borga fyrir 50mb tengingu og með koparinn úr skáp inn í íbúð ?
Já. Menn eru að borga fyrir 50mbps tengingu yfir ljósleiðara inní götuskáp og þaðan með kopar inní íbúð. Sjá hér.

Annars þá skilst mér að appel vinni við IPTV eitthvað hjá Símanum/Skjánum? Ég man ekki eftir að hafa séð það skrifað hreint út en mér skilst það. Ég er samt alveg sammála honum og ég verð að segja að þessi sandkassaleikur þar sem þau fyrirtæki sem nota ljósleiðara GR (og GR sjálfir) eru að henda skít í Símann fyrir að nota "ljósnet" hljóma mjög fáránlega (þar sem ég þekki ágætlega hvernig þessar tæknilausnir virka). Þetta er svipað og krakkinn á leikskólanum að monta sig yfir því að hann komist hraðar á leikskólann á morgnanna þar sem pappi hans á strumpastrætó sem tekur 7 manns en ekki bara 5 eins og aumi fólksbíllinn hjá hinum krakkanum.

Srsly, hraði á neti er ekki mældur í mbps heldur í ms. Hraðinn er það sem ultimately skiptir okkur mestu máli. Þessi 2 auka sæti eru bara "mont" og eru eiginlega aldrei notuð. 50-90% af biðtímanum er eitthvað sem verður til eftir að þú ert kominn inná gólf hjá þínu fyrirtæki svo að við ættum miklu frekar að hafa áhyggjur af því hvernig svissa þeir eru að nota heldur en hvort netið okkar fari yfir kopar í 50-200m extra.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 13:37
af appel
Svo má jú ekki gleyma að nefna að Síminn/Míla býður vissulega upp á ljósleiðara inn í hús með svokölluðu GPON. Kallast reyndar "Ljósnet" líka útaf branding ástæðum, en GPON/ljósleiðari hefur verið lagður inn í hús í öllum nýjum/nýlegum hverfum. Kopar er ekki lengur lagður inn í hús í nýjum hverfum. Veit ekki hvaða hverfi þetta eru, en líklegast öll hverfi byggð í gróðærinu.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 13:47
af Tbot
dori skrifaði:
Tbot skrifaði:ÆÆÆ hvaða fyrirtæki var það nú aftur sem fékk á sig nokkrar kærur vegna samkeppnisbrota.
Öll... Samskiptafyrirtækin hérna eru í svipuðum leik með samkeppnislaga kærur og tæknirisarnir úti í USnA með einkaleyfa kærurnar.

2012
Ólögmætur verðþrýstingur Símans hf. á farsímamarkaði
2011
Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift
2010
Ákvörðun til bráðabirgða: Meint brot Símans hf. á markaði fyrir farsímasþjónustu
Brot Símans hf. á ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005 Samruni Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf.
2009
Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift
Meint brot Teymis hf., Og fjarskipta ehf. og IP-fjarskipta ehf. á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008 og ákvæðum samkeppnislaga

Nennti ekki að fara lengra aftur í tímann, vantar eina færslu vegna IP fjarskipta.
Get ekki betur séð en að Siminn sé oftast nefndur í færslum.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 13:49
af emmi
Ég var að fá Ljósnetið á laugardaginn heima í Innri-Njarðvík, bara mjög sáttur. Núna þarf ég bara að fá þá til að setja tenginguna mína á venjulegan prófíl , ekki TV prófílinn svo ég nái að fullnýta niðurhals hraðann og lækka pingið úr 18ms í eitthvað sem er mun eðlilegra (3-4ms?). :)

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 13:52
af tlord
appel skrifaði:
Tbot skrifaði:Þetta ljósnet dæmi er auglýsinga "stunt" sem spilar inn á að fólk haldi að það sé að fá ljósleiðara inn til sín og þar með er það minn skilningur að verið sé að blekkja.

Spurning hverning fólk túlkar þetta með að segja bara hálfan sannleikann.
Held nú að síminn hafi aldrei haldið því fram að fólk væri að fá ljósleiðara inn í stofuna, né hefur þetta eitthvað verið falið. Í raun hefur þessi tækni verið útskýrð margsinnis, af forstjóra og framkvæmdastjóra tæknisviðs símans í fjölmiðlum. En ljósleiðari í götuskáp, og svo kopar í hús í nokkur hundruð metra radíus. Ég veit nú um suma sem hafa verið með nokkra tugi metra cat snúru innanhúss hjá sér.
Ljósnet er hybrid lausn sem byggir á ljósleiðara og kopar. Er sanngjarnt að síminn noti orðið "ljós" til þess að markaðssetja þessa vöru? Síminn hefur farið í mikla vinnu og fjárfestingu í búnaði til þess að færa neytendum þessa vöru, og hún vissulega byggir á ljósleiðaratækni sem gerir þetta kleift. Hví má ekki nota orðið "ljós" í vöruheitinu án þess að fá ákúrur frá pjúristum? Satt að segja hljómar "ljósnet" betur en "koparnet" :)

Hvenær hættir ljósleiðari að vera löggildur ljósleiðari? Á einhverjum tímapunkti fer ljósleiðari úr því að vera ljósleiðari og í analog rafmerki á kopar. Bara smá íhugunarefni.
er þetta ekki VDSL2?
svín verður alltaf svín. varalitur breytir því ekki. :)

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 14:49
af sigurfr
Skemmtilegar umræður og sitt sýnist hverjum augljóslega. Ég ætla að forðast að tjá mig um muninn á Ljósleiðaranum og Ljósnetinu, þar sem ég er starfsmaður GR, en vil samt leiðrétta nokkrar rangfærslur sem hafa komið fram hérna um Gagnaveituna og ljósleiðaravæðinguna.

Það er rangt að ljósleiðaravæðing GR sé greidd af skattborgurum landsins. Uppbyggingin á netinu er í dag fjármagnað bæði með tekjum sem rekstur Gagnaveitunnar skilur eftir sig og einnig með ytra fjármagni í formi lána. Hugsunin með ljósleiðaravæðingunni er að bæta lífskjör íslendinga og styrkja samkeppnishæfni okkar með öflugu gagnaflutningsneti, en einnig á þetta skila eigandanum arð þegar uppi er staðið. Ástæðan fyrir að GR hefur getað fjármagnað ljósleiðaravæðinguna að hluta til með ytra fjármagni er einmitt að viðskiptalíkanið lítur vel út, áætlanir hafa gengið eftir og fjárfestar sjá hag sinn í að fjármagna verkefnið og ávaxta þannig peninginn sinn. Auðvitað er þetta langtímaverkefni og eigandinn (Orkuveitan) er ekki byrjaður að fá arð ennþá.

Það er líka rangt að halda því fram að sú erfiða staða sem OR er í núna sé vegna Gagnaveitunnar, þar eru aðrir miklu veigameiri þættir. Hluti af aðgerðaráætlun OR er einmitt að selja Gagnaveituna og þannig losa fjármagn til að tryggja rekstur OR. Það fjármagn sem OR hefur í gegnum árin sett í ljósleiðaravæðinguna (fyrir bankahrun) var í formi lána sem greiddir eru vextir af, sem PFS fylgist vel með að sé veitt með eðlilegum hætti þannig að önnur veitustarfsemi OR, eins og hiti og rafmagn, sé ekki að niðurgreiða ljósleiðaravæðinguna og þannig mismuna öðrum fyrirtækjum í þessu samkeppnisumhverfi.

Kv. Sigurður starfsmaður GR.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 15:00
af tlord
Það má líka spá í hvað drifur Símann/Mílu í þessu. Koparinn er engin smá gullgæs, hver einasta koparlína sem er í notkun skilar tekjum upp á ca 1000 (??) kr á mánuði. Ljósleiðarinn er mikil ógn við þetta frábæra tekjudæmi þeirra. Það væri gaman að vita hvort Póst og Fjar hefur skoðað raunverulega framlegð á þessu. Þetta er á mörkunum að vera einokun..

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 15:06
af Ham
FTTH via Mile and Semen

That is Semen. :troll

http://www.youtube.com/watch?v=nIXCLeU3DLY

Enjoy 70 year old copper spaghetti, Nom Nom Nom :guy

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 15:10
af tlord
Ham skrifaði:FTTH via Mile and Semen

That is Semen. :troll

http://www.youtube.com/watch?v=nIXCLeU3DLY

Enjoy 70 year old copper spaghetti, Nom Nom Nom :guy
:)
Ring hefði auðvitað átt að heita Jizz

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 15:13
af appel
Það væri áhugavert að rýna í ársskýrslur GR síðustu árin, ef þær hafi verið birtar.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 15:16
af Ham
Semen is FTTC : Fiber To The Curb.

Semen is : LjósKantur. :troll

http://www.youtube.com/watch?v=Rz1gv2Jk ... re=related

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 16:48
af dori
Ham skrifaði:FTTH via Mile and Semen

That is Semen. :troll

http://www.youtube.com/watch?v=nIXCLeU3DLY

Enjoy 70 year old copper spaghetti, Nom Nom Nom :guy
Núna er ég ekkert rosalega ferskur í eðlisfræðinni minni en í þessu myndbandi er því haldið fram að FTTH sé 100 sinnum hraðari flutningsmáti en kopar... Eh.... k?

Það má vel vera að þú getir flutt stærri pakka eða fleiri pakka á sekúndu yfir stóran ljósleiðara og þú getur yfir kopar (það er enginn að halda öðru fram, a.m.k. ekki hérna). En rafmagn ferðast mjög nálægt ljóshraða í kopar... Að vitna í svona myndband til að dissa kopar er mjög heimskulegt. Vissirðu að tölvan þín er öll full af kopar.

Kopar var notaður sjúklega mikið fyrir 5000 árum síðan. Þetta hlýtur að vera hræðilegt efni. <- þetta eru þín rök.

Þó svo að línan sé sú sama þá er mikil þróun á tækninni sem er notuð til að vinna með merkið sem er flutt yfir þessa línu.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 16:55
af tdog
appel skrifaði:Það væri áhugavert að rýna í ársskýrslur GR síðustu árin, ef þær hafi verið birtar.
Ég er forvitinn. En GR er örugglega með 30.000 notendur og rukkar þá 2.410 kr fyrir aðganinn, það gera rúmlega 72 miljónir … Ekki séns að útsvarsgreiðendur í þeim sveitarfélögum sem eiga OR séu ekki að borga skuldir GR.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 17:00
af tdog
dori skrifaði:
Ham skrifaði:FTTH via Mile and Semen

That is Semen. :troll

http://www.youtube.com/watch?v=nIXCLeU3DLY

Enjoy 70 year old copper spaghetti, Nom Nom Nom :guy
Núna er ég ekkert rosalega ferskur í eðlisfræðinni minni en í þessu myndbandi er því haldið fram að FTTH sé 100 sinnum hraðari flutningsmáti en kopar... Eh.... k?

Það má vel vera að þú getir flutt stærri pakka eða fleiri pakka á sekúndu yfir stóran ljósleiðara og þú getur yfir kopar (það er enginn að halda öðru fram, a.m.k. ekki hérna). En rafmagn ferðast mjög nálægt ljóshraða í kopar... Að vitna í svona myndband til að dissa kopar er mjög heimskulegt. Vissirðu að tölvan þín er öll full af kopar.

Kopar var notaður sjúklega mikið fyrir 5000 árum síðan. Þetta hlýtur að vera hræðilegt efni. <- þetta eru þín rök.

Þó svo að línan sé sú sama þá er mikil þróun á tækninni sem er notuð til að vinna með merkið sem er flutt yfir þessa línu.
Þó svo að merkið ferðist „jafn“ hratt, þá er deyfingin í koparnum miiiiiiiiiiiklu meiri með hærri senditíðni. Á endanum deyr merkið út. Þar liggur munurinn.

Re: Ljósnet Símans lol

Sent: Þri 29. Maí 2012 17:02
af Daz
tdog skrifaði:
appel skrifaði:Það væri áhugavert að rýna í ársskýrslur GR síðustu árin, ef þær hafi verið birtar.
Ég er forvitinn. En GR er örugglega með 30.000 notendur og rukkar þá 2.410 kr fyrir aðganinn, það gera rúmlega 72 miljónir … Ekki séns að útsvarsgreiðendur í þeim sveitarfélögum sem eiga OR séu ekki að borga skuldir GR.
Spurning hvort það séu ekki einhver fyrirtæki í áskrift þarna líka. 72 milljónir á mánuði er 867,6 milljónir á ári. Eða 691 milljón eftir vsk. Borga þjónustuaðilarnir kannski eitthvað gjald til GR líka ofan á línugjaldið frá notendum??
Varla eru þetta einu tekjur Gagnaveitunnar.