Síða 4 af 4

Re: XBMC þráðurinn

Sent: Mán 27. Feb 2012 20:17
af Sera
Er hægt að keyra XBMC inni á WD live spilara ?
Er að spá í að kaupa mér svona spilara, þeir sem ég er helst að skoða eru WD live eða Apple TV, kosta það sama í USA. Það sem ég hef lesið er að WD spilarinn styðji fleiri video fæla og streaming úr tölvu sé auðveldara úr þeirri græju. En á móti kemur þá hef ég ekki heyrt talað um að hægt sé að keyra XBMC af WD live spilaranum.

Einnig sá ég nýjan spilara á markaðnum í USA sem heitir Roku og lookar vel, en streamar ekki úr tölvu sem mér finnst stór ókostur.
http://www.roku.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Spurning mín er því sú, hvaða margmiðlunarspilara ætti ég að fá mér ef mig langar að hafa möguleika á að keyra XBMC af honum ?

http://www.howdini.com/howdini-video-14482517.html" onclick="window.open(this.href);return false;

http://news.cnet.com/8301-17938_105-200 ... t-for-you/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: XBMC þráðurinn

Sent: Mán 27. Feb 2012 20:24
af hagur
Held að ég sé ekki að ljúga að þér þegar ég segi að AppleTV sé eini "media spilarinn" sem getur keyrt XBMC. XBMC er til fyrir Windows, Linux og MacOS/iOS. Þar að auki er til standalone útgáfa (XBMC Live). Allar þessar útgáfur eiga það sameiginlegt að keyra á x86 CPU (allar nema iOS útgáfan). Ég veit ekki um neinn media spilara sem uppfyllir þetta skilyrði, fyrir utan AppleTV.

Re: XBMC þráðurinn

Sent: Mán 27. Feb 2012 20:47
af Sera
hagur skrifaði:Held að ég sé ekki að ljúga að þér þegar ég segi að AppleTV sé eini "media spilarinn" sem getur keyrt XBMC. XBMC er til fyrir Windows, Linux og MacOS/iOS. Þar að auki er til standalone útgáfa (XBMC Live). Allar þessar útgáfur eiga það sameiginlegt að keyra á x86 CPU (allar nema iOS útgáfan). Ég veit ekki um neinn media spilara sem uppfyllir þetta skilyrði, fyrir utan AppleTV.

Googlaði aðeins og sé að þetta er rétt hjá þér. Sé að Apple TV er í raun eini svona spilarinn sem getur keyrt XBMC. Hann er lang ódýrasti kosturinn til að koma sér upp media player fyrir TV. 99 dollarar er ekki mikill peningur :)

Re: XBMC þráðurinn

Sent: Þri 16. Okt 2012 22:14
af BugsyB
raspberry pi - kostar undir 10k og er jafn stór og stór eldspítustokkur

Re: XBMC þráðurinn

Sent: Mið 17. Okt 2012 09:27
af mikkidan97
BugsyB skrifaði:raspberry pi - kostar undir 10k og er jafn stór og stór eldspítustokkur
Vá, þú varst sko aldeilis að gefa mér ágæta hugmynd. Að gera kassa utanum RPi-ið mitt úr stórum eldspítnastokk

Sent from my GT-S5360 using Tapatalk