Síða 4 af 4

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 01:49
af chaplin
Gúrú skrifaði:Deildu því samt endilega hvað þú ætlar að láta fólk hérna vinna við án þess að það grafi bara undan
öðrum, sérhæfðari starfsmönnum sem að skapa raunvöruleg verðmæti á mun lægra verði en fjöldinn allur
af atvinnuleysingjum gera það, án þess að það hafi slæm áhrif.
Öll lönd í heiminum bíða. :|
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég myndi gera enda veit ég svo takmarkað um þetta málefni, en ég er viss um að lærðir hagfræðingar gætum komið með góðar hugmyndir og er ég viss um að ýmsar hugmyndir hafa verið lagðar fram en ríkisstjórnin var sannfærð um að skattahækkun myndi leysa öll vandamál.

Ef ég yrði þyrfti hinsvegar að koma með hugmynd núna strax að þá myndi ég sjálfsagt láta bæta samgöngur, vegir á Íslandi eru kannski ekki slæmir en gætu vissulega verið betri, var svo ekki umræða í fjölmiðlum um daginn um hvað sorp væri orðið mikið vandamál hér á landi? Væri svo ekkert galið að skoða starfsemi sem gæti aukið ferðamenn hér á landi, ss. að fá meiri gjaldeyri inn í landið. Ég man svo ekki í hvaða landi það var (Írland?) þar sem ríkið stofnaði banka með mun betri kjörum en stóru bankarnir veittu almenningi, veit þó ekki hvort það væri kannski aðeins of mikið af því góða. :snobbylaugh

Það fyrsta sem ég myndi þó gera, væri að setja lög um atvinnuleysisbæturnar, einstaklingur sem hefur verið atvinnulaus í fleiri mánuði/ár og ekki fengið vinnu eftir 170 atvinnuviðtöl er e-h sem mætti skoða, ef hann hafnar ríkisvinnu að þá er hann að hafna rétt á bótum. Ef hann hafnar atvinnutilboði sem er mjög raunhæflegt fyrir hann (mv. að hann sé ómenntaður og fái starfstilboð hjá Sorpu að þá hafni hann rétt á bótum eða menntaður maður sem hafnar raunhæflega starfstilboði í stöðu á hans sérsviði).

Eða kannski færi ég bara að selja hatta.. :lol:

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 03:57
af Heihachi
Best ef þú er krónískt atvinnulaus, hraustur, duglegur, heiðarlegur, sjálfstæður, hefur lokið menntaskóla min, ekki feitur, lítur ágætlega út, taktu þá flug til Noregs.

Sorglegt að segja þetta en ef ég væri atvinnulaus í dag þá mundi ég bara, hætta að borga af íbúð, leigja íbúðina selja, 100.000 auka á mánuði þangað til að bankinn hirðir íbúiðna, fleytir manni áfram örugglega í 2 ár, hoppa uppí vél til Noregs bara taka næstu vinnu sem væri til boða, þrífa klósett, alveg sama, Íslendingar eru eftirsóttustu eða einir af þeim sem Norsarinn óskar eftir, ef hann hefur val á milli : Congokalli, Muhammed, Slavatov eða Íslending í byggingar vinnu, þá hefur Íslendingurinn unnið sér gott orð og hann kemur til með að blaðra Norsku eins og innfæddur á no time, vs Muhammed, CongoKjammi og Slavatov ná aldrei að renna inní þjóðfélagið.

Við erum heppinn að því leiti, Noregur er sá staður í dag þar sem best er að lifa, -en, nýja Íslenska Facebook y-generation kynslóðinn oh dear, -hræddur um að henni takist að eyðileggja það góða orðspor okkar í Noregi sem byggt hefur verið með blóði og svita á nokkrum mánuðum og við verðum hreinlega settir á sama stall og : Muhammad, Nigerian Price og Svalicnitzch. :megasmile

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 07:55
af kazzi
GuðjónR skrifaði:
kazzi skrifaði:ég auglýsti eftir manni á lager og launin eru vel yfir atvinnuleysisbótum.
20 sóttu um, hvar er allt atvinnulausa fólkið.algjört bull hvað fáir sækja um vinnu og ALLIR sem sóttu um eru í vinnu fyrir.
erum við að byggja upp atvinnuleysingja þjóð sem finnst bara fínt að hanga á kerfinu ? ég bara spyr
En var ekki nóg að fá 20 umsóknir? Taka 3-4 í viðtal sem koma helst til greina og ráða svo.
Þetta finnst mér leiðinlegasti parturinn í rekstri að ráða fólk, næst leiðinlegast er að reka það.
það stóðu fimm eftir og einn af þeim verður ráðinn :)

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 08:13
af biturk
SolidFeather skrifaði:Væri ekki kúl að svissa námslánum við atvinnuleysisbætur? Nemendur fengju semsagt borgað fyrir að vera í skóla en atvinnuleysisfólkið fengi lán sem það þyrfti svo að borga þegar það fengi vinnu.

Just throwing it out there.

svoleiðis virka hlutirnir ekki, þegar þú ert í vinnu þá er borgað af þér trygging sem þú átt svo rétt á ef þú missir vinnuna, allir sem hafa verið á vinnumarkaði í einhvern tíma (eða síðann þeir voru krakkar eins og þeir sem eru utan hb svæðis) eiga rétt á því og það er ekkert óeðlilegt við það.

í það minnsta ekki borga krökkum pening fyrir að djamma og djúsa um helgar til að vera þunn á virkum dögum og slæpast ígegnum nám, það er það allra vitlausasta :face

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 11:42
af dori
biturk skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Væri ekki kúl að svissa námslánum við atvinnuleysisbætur? Nemendur fengju semsagt borgað fyrir að vera í skóla en atvinnuleysisfólkið fengi lán sem það þyrfti svo að borga þegar það fengi vinnu.

Just throwing it out there.

svoleiðis virka hlutirnir ekki, þegar þú ert í vinnu þá er borgað af þér trygging sem þú átt svo rétt á ef þú missir vinnuna, allir sem hafa verið á vinnumarkaði í einhvern tíma (eða síðann þeir voru krakkar eins og þeir sem eru utan hb svæðis) eiga rétt á því og það er ekkert óeðlilegt við það.

í það minnsta ekki borga krökkum pening fyrir að djamma og djúsa um helgar til að vera þunn á virkum dögum og slæpast ígegnum nám, það er það allra vitlausasta :face
Það er reyndar engan vegin vitlaus hugmynd að styrkja almennt fók í gegnum nám. Það er hægt að hafa það tekjutengt (þannig að það borgar sig ekki að vinna með því) og/eða árangurstengt. Svo er hægt að útfæra þetta þannig að þetta sé lán sem fellur niður ef þú býrð og starfar á Íslandi í einhvern tíma en ef þú flytur út beint eftir nám þá þarftu að borga til baka (svo að við séum nú ekki að borga fólki fyrir að læra sem við græðum svo ekkert á).

Annars varðandi atvinnutryggingasjóð. Heldurðu að einhver sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma sé ekki fljótur að ganga á það sem hefur verið borgað vegna hans vinnu í þennan sjóð? Ég er ekki að segja að SolidFeather sé alveg með þetta þegar hann segir að það eigi að víxla þarna. Það er engan vegin það sem atvinnulausir þurfa á að halda að vera að safna skuldum a la námsmenn. Það virðist samt virkilega þurfa hvatningu fyrir því að fá suma til að leita sér að vinnu og taka við vinnu sem þeim býðst og það mætti alveg skoða þetta.

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 11:51
af SolidFeather
Gat nú verið að bótaþeginn væri á móti hugmyndinni.

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 12:29
af Senko
http://eyjan.is/2011/11/25/eyglo/" onclick="window.open(this.href);return false;

Don't shoot the messenger, var bara að lesa þennan þráð og sá þessa frétt.

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 12:38
af dori
GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:Þið gerið ykkur grein fyrir að það er líka hægt að stækka bilið með því að lækka atvinnuleysisbætur? Það er ekkert svigrúm fyrir fyrirtæki til að hækka laun endalaust. Ef laun yrðu hækkuð meira en fyrirtæki hafa svigrúm til velta þau þeim hækkunum bara yfir í verðlagið og þá fer fólk aftur að kalla á launahækkanir.
Ég hef verið atvinnurekandi með fólk í vinnu, ég hef unnið sem verktaki og ég hef verið launamaður þannig að ég hef setið við allar hliðar borðsins. Málið er einfalt, fyrirtækin borga ekki launin, fólkið sem vinnur hjá fyrirtækjunum skapar tekjur þess og í leiðinni launin sín, ef ekki þá er verið að borga með manneskjunni og því ekki starfsgrundvöllur fyrir rekstrinum. Þegar ég ræð mann í vinnu þá borga ég honum engin laun, hann mætir til mín og vinnur fyrir sínum launum og meira en það, hann hækkar mín laun í leiðinni. Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa verið dugleg að hækka verð á vörum og þjónustu eftir hrun, en hafa þau verið dugleg að hækka launin?
Auðvitað ertu ekki að fara að borga með einhverjum. Sem launagreiðandi hefurðu ákveðinn buffer/gróða. Til að hækka laun getur þú ákveðið að minnka hann eða þú getur hækkað verð á vörunni/þjónustunni sem þú selur. Það er engin önnur leið í boði, nema með því að gera starfsmanninn "verðmætari". Vörur og þjónsta hafa hækkað rosalega en innkaupaverð hefur auðvitað líka hækkað hjá þessum aðilum. Það væri svosem hægt að reyna að finna hver það var sem hækkaði fyrst en ég er viss um að það endar alltaf á því að gengi krónunnar féll svona harkalega.

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 12:50
af Gúrú
Til að leiðrétta alla þessa umræðu ykkar um að nám (námsmenn) sé ekki nú þegar niðurgreitt og nemandinn
þar með styrktur (eins og atvinnuleysingjar) þá vil ég benda á það sem dæmi að ríkið niðurgreiðir hverja kennslustund hjá mér í VÍ um
algjörlega lágmark 600 krónur. (Skólagjöldin 100k, svo að þar bætist við 100 krónur per kennslustund)

Ég veit ekki hvort að ég myndi greiða 21.000 krónur á viku í viðbót fyrir það að stunda nám þarna, en ég
hefði ekki um neitt annað að ræða ef að ríkið væri ekki að styrkja mig um þessa upphæð þar sem að
allir menntaskólar landsins kosta svona mikið og eru svona mikið niðurgreiddir.

40 mínútna kennslustund hjá 29 krökkum kostar ríkið 17400 krónur hjá VÍ.

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 12:56
af GuðjónR
dori skrifaði:]Auðvitað ertu ekki ð fara að borga með einhverjum. Sem launagreiðandi hefurðu ákveðinn buffer/gróða. Til að hækka laun getur þú ákveðið að minnka hann eða þú getur hækkað verð á vörunni/þjónustunni sem þú selur. Það er engin önnur leið í boði, nema með því að gera starfsmanninn "verðmætari". Vörur og þjónsta hafa hækkað rosalega en innkaupaverð hefur auðvitað líka hækkað hjá þessum aðilum. Það væri svosem hægt að reyna að finna hver það var sem hækkaði fyrst en ég er viss um að það endar alltaf á því að gengi krónunnar féll svona harkalega.
Já, en!
Flestir eru með álagningu í % sem þýðir að þegar krónan féll þá hækkaði innkaupsverði og álagningin líka.
Dæmi hárlitur seldur í heildsölu fyrir hrun, kostaði 324 kr. mvsk eftir hrun 912kr. mvsk.
Ef við reiknum á einfaldasta hátt og segjum að helmingur sé kostnaður og helmingur álagning þá var álagningin fyrir hrun 162.kr. en 456. kr. eftir hrun. Álagningarprósentan heldur sér en næstum þrefaldast í krónum...kunnuglegt??

Og eins og ég sagði, starfsmennirnir skapa verðmætin, ef þú ert með t.d. verslun og ræður til þín þræla á lágarmkslaunum þá ertu að gera það til að maxa eigin hagnað, til þess að geta keypt þér stærra hús, flottari bíla, gæða Apple vörurog farið oftar til útlanda.
En hver er það sem heldur þér uppi þegar þú situr á ströndinni og drekkur ölið þitt? Eru það ekki þrælarnir þínir á lágmarkslaunum?
Svo ef dæmið gengur ílla þá kennirðu bara einhverjum pólitíkus um það, færð þér nýja kennitölu á skráir húsið á konuna og heldur áfram að sukka.

Re: vinna+ atvinnuleysi

Sent: Fös 25. Nóv 2011 13:28
af dori
GuðjónR skrifaði:Og eins og ég sagði, starfsmennirnir skapa verðmætin, ef þú ert með t.d. verslun og ræður til þín þræla á lágarmkslaunum þá ertu að gera það til að maxa eigin hagnað, til þess að geta keypt þér stærra hús, flottari bíla, gæða Apple vörurog farið oftar til útlanda.
En hver er það sem heldur þér uppi þegar þú situr á ströndinni og drekkur ölið þitt? Eru það ekki þrælarnir þínir á lágmarkslaunum?
Svo ef dæmið gengur ílla þá kennirðu bara einhverjum pólitíkus um það, færð þér nýja kennitölu á skráir húsið á konuna og heldur áfram að sukka.
Vissulega eru menn sem hafa alltaf verið í ruglinu, sbr. einkaþotubrjálæði hjá einhverjum uppáklæddum kaupmönnum hérna um árið.