Síða 4 af 7
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Sun 23. Okt 2011 22:24
af Plushy
Lexander skrifaði:Er hjá Tal og erlend umferð var niðri því sæstrengurinn datt út hjá öllum þjónustuveitum og þá duttu líka nokkrir serverar út. Talaði líka við vin minn sem er með tengingu hjá Voda og það datt líka út hjá honum og var svo komið 20-30 mín seinna.
Kom ekkert að hjá mér.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Sun 23. Okt 2011 23:53
af kazzi
Hvernig nenniði að vera hjá Hringdu ? bara spyr.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Sun 23. Okt 2011 23:58
af beatmaster
Ef að Hringdu stendur við sitt þá spara ég ca 50.000 kr. á ári, ég get gert margt fyrir þann pening
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mán 24. Okt 2011 00:42
af GuðjónR
beatmaster skrifaði:Ef að Hringdu stendur við sitt þá spara ég ca 50.000 kr. á ári, ég get gert margt fyrir þann pening
Akkúrat...það munar um minna.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mán 24. Okt 2011 19:34
af Treebeard
beatmaster skrifaði:Ef að Hringdu stendur við sitt þá spara ég ca 50.000 kr. á ári, ég get gert margt fyrir þann pening
það versta er samt að Hringdu er ekki að standa við sitt, maður getur ekki spilað tölvuleiki á netinu ánþess að lagga í döðlur. en mehh kannski er það bara fyrir bestu, þá fer maður að læra frekar
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mán 24. Okt 2011 20:18
af e330
beatmaster skrifaði:Ef að Hringdu stendur við sitt þá spara ég ca 50.000 kr. á ári, ég get gert margt fyrir þann pening
Hvernig færðu það út?
En hvernig væri þá að hætta að kvarta ef að þið eruð sáttir við að spara?
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mán 24. Okt 2011 20:28
af GuðjónR
e330 skrifaði:beatmaster skrifaði:Ef að Hringdu stendur við sitt þá spara ég ca 50.000 kr. á ári, ég get gert margt fyrir þann pening
Hvernig færðu það út?
En hvernig væri þá að hætta að kvarta ef að þið eruð sáttir við að spara?
Hjá Hringdu borga ég um 7.000.- krónur á mán fyrir net og heimasíma sem gerir 84.000.- á ári.
Hjá Símanum var ég að borga 11.200.- á mánuði eða 134.400.- á ári
Mismunur = 50.400.- kr.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mán 24. Okt 2011 20:42
af kazzi
Já þetta passar alveg .hjá voda með 80 ljós 4.840 OR 2.600 . 7.500 ca. á mán En ef menn eru ekki að nota þessi 150GB(Erlent gagnamagn
Sorry ég varð) hjá Hringdu myndi ég nú skoða mig um.
allavega ekkert bögg hérna nema þurfti að fá mér annan router
en það er bara vegna notkunnar.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mán 24. Okt 2011 20:49
af GuðjónR
kazzi skrifaði:Já þetta passar alveg .hjá voda með 80 ljós 4.840 OR 2.600 . 7.500 ca. á mán En ef menn eru ekki að nota þessi 150GB(Erlent gagnamagn
Sorry ég varð) hjá Hringdu myndi ég nú skoða mig um.
allavega ekkert bögg hérna nema þurfti að fá mér annan router
en það er bara vegna notkunnar.
Ætli ljósið kosti ekki svipað hjá þeim...annars get ég ekki nýtt mér það þar sem ég er í sveitinni
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mið 26. Okt 2011 00:09
af e330
Hjá Hringdu borga ég um 7.000.- krónur á mán fyrir net og heimasíma sem gerir 84.000.- á ári.
Hjá Símanum var ég að borga 11.200.- á mánuði eða 134.400.- á ári
Mismunur = 50.400.- kr.
Ég skal alveg kaupa það að það sé töluverður munur hjá Hringdu og öðrum, en ekki 50þ.
Tók stærstu pakkana hjá öllum, ég skal fyrstur manna viðurkenna að þetta er ekki fullkominn samanburður, það er ýmislegt mismunandi innifalið hjá þessum aðilum.
Tók þetta sample af síðum fyrirtækjanna,
Ljós/ljósnet Hringdu Voda Síminn
net 4495 5940 7190
Sími 495 850 1990
OR 2410 2410 0
Samtals 7400 9200 9180
ADSL Hringdu Voda Síminn
net 4995 7450 7690
Sími 1995 1750 1990
Samtals 6990 9200 9680
Í ljós/ljósnet er munurinn ca 21-22k á ári, en dsl er 26-32k á ári.
En allavega það sem ég var að reyna að setja er: Almennt gildir þegar það er verið að "hanna" vöru af þessu tagi:
Vara getur verið hröð/áreiðanleg/ódýr, en varan getur aðeins skorað hátt í tveimur af þessu eiginleikum.
Þegar að menn velja ódýru leiðina, þá má svo sannarlega búast við því að það vanti eitthvað upp á hina eiginleika.
Og það af auki heyrst manni af þessu vaktarspjalli að support sé töluvert mismunandi hjá þessum aðilum.
Bottom line: ef þið veljið ódýrasta kostinn, hættið þá að kvarta yfir því að netið sé að detta út
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mið 26. Okt 2011 00:51
af GuðjónR
e330 skrifaði:
Hjá Hringdu borga ég um 7.000.- krónur á mán fyrir net og heimasíma sem gerir 84.000.- á ári.
Hjá Símanum var ég að borga 11.200.- á mánuði eða 134.400.- á ári
Mismunur = 50.400.- kr.
Ég skal alveg kaupa það að það sé töluverður munur hjá Hringdu og öðrum, en ekki 50þ.
Ertu að segja að ég sé að ljúga?
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mið 26. Okt 2011 13:57
af ZiRiuS
Þótt verðið sé hærra á annari þjónustu þýðir það ekki að hún sé betri... (getur lesið meira um Veblen hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Veblen_good" onclick="window.open(this.href);return false;).
Netið hjá Símanum er til dæmis ekkert það stöðugt og datt það oft út hjá mér þegar ég var þar. Ég hef nú enga reynslu af Voda eða Tal en það eru örugglega einhverjir sem geta komið með svipaða sögur frá þeim...
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mið 26. Okt 2011 14:22
af tdog
Hafið þið einhverntíman látið yfirfara símalínurnar hjá ykkur í stað þess að kvarta sí og æ yfir því að netið sé að detta út? Oft er bara vesen innanhúss sem þarf að laga, og oft þarf vísvitandi að lækka bitahraðann til að auka stöðugleika línunnar.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mið 26. Okt 2011 14:52
af beatmaster
Þegar að bæði ljósleiðaranotendur og ADSL notendur Hringdu komast ekki á netð á sama tíma er klárlega lítið að innanhúslínunum í því tilfelli
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Mið 26. Okt 2011 14:53
af Daz
GuðjónR skrifaði:e330 skrifaði:
Hjá Hringdu borga ég um 7.000.- krónur á mán fyrir net og heimasíma sem gerir 84.000.- á ári.
Hjá Símanum var ég að borga 11.200.- á mánuði eða 134.400.- á ári
Mismunur = 50.400.- kr.
Ég skal alveg kaupa það að það sé töluverður munur hjá Hringdu og öðrum, en ekki 50þ.
Ertu að segja að ég sé að ljúga?
Ég held að tölurnar þínar séu sannar. Mig grunar að pakkarnir séu ekki eins og því ekki sanngjarnt að bera tölurnar saman.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 18:58
af svensven
Aftur hjá Hringdu ??
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 18:58
af Matti21
jææææææææææææææja. Þriðja skiptið í mánuðinum hjá hringdu? kemst ekki á eina erlenda síðu.
Held ég færi mig eitthvað annað á mánudaginn.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 18:59
af snaeji
hringdu...frábært
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 18:59
af GuðjónR
Ég get stillt klukkuna mína eftir þessu.
Alltaf á laugardögum kl 19:00 dettur samband við útlönd niður.
Þetta er búið að gerast....hvað ...síðustu 3-6 laugardaga?
Ekkert útlandasamband.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 19:02
af svensven
Þetta er gjörsamlega óþolandi..
Hvernig væri að allir myndu nú senda þeim mail og spyrja hvað er alltaf í gangi ?
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 19:04
af tdog
Þetta er ekki boðlegt...
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 19:09
af svensven
Jæja, komið aftur, en þetta er samt sem áður ömurlegt og núna hugsa ég að ég fari að færa mig annað...
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 20:35
af Tiger
svensven skrifaði:Þetta er gjörsamlega óþolandi..
Hvernig væri að allir myndu nú senda þeim mail og spyrja hvað er alltaf í gangi ?
Þeir svara ekki þegar einn sendir mail, hvernig eiga þeir að fara að því að svara mörgum
. En já grínlaust er þetta framtak þeirra ekki að virka sýnist mér, eins og ég óskaði þess heitt í upphafi. Bíð bara eftir að ljósnetið komið í Hafnarfjörðinn og færi mig þá.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 22:15
af Tesy
Aftur niðri hjá mér.
Re: Erlend umferð niðri?
Sent: Lau 29. Okt 2011 22:19
af lyfsedill
mér líka. Annað skifitð í kvöld