Síða 4 af 7

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Fös 20. Maí 2011 21:07
af fallen
Gúrú skrifaði:Það eina skemmtilega við svona atburði er að horfa á fólk af annarri silly trú (þeim öllum) gera grín að þessari trú fyrir að vera svoooo silly.

Annars hefur fallen mikið fyrir sér í því að Jesú hafi átt að rísa aftur upp 'in the lives of his followers', avatarinn minn var ekki að skálda það.
Indeed, hræsnin er mindblowing.
Hitch er ákaflega mikill meistari og það verður gríðarlegur missir fyrir mannkynið þegar hann lýtur í lægri haldi fyrir veikindum sínum.
Einarr skrifaði:Ef þú trúir á eitthvað er það til/raunverulegt. Ef þú trúir ekki á eitthvað þá er það ekki til/raunverulegt. Hvernig á þá heimsendir þessara kirkju að drepa mig ef ég trúi ekki á hana?
Mynd

Ertu ekki að grínast? Hlutir verða einfaldlega ekki til sökum einskærrar trúar. Ef eitthvað er til, þá er það til _fyrir alla_. Þótt ég myndi trúa því að bróðir minn væri andsetinn af djöflinum þá gerir það eitt það ekki að verkum að djöfullinn sé orðinn raunverulegur, veraldlegur hlutur. Svo við vitnum nú aðeins í meistara Hitch: "That which can be asserted without evidence, can be dismissed without evidence." — Christopher Hitchens

Varðandi það að trúin ein geri hluti raunverulega, þá á þetta hérna líka mjög vel við.

"Reality is that which, when you stop believing in it, doesn't go away." — Philip K. Dick (I Hope I Shall Arrive Soon)

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 01:02
af wICE_man
fallen skrifaði:Hahahah, please. Talandi um að lesa sér meiningu eftir hentisemi.
Hvað held ég að hann sé að tala um þegar hann segir _ÞESSI KYNSLÓÐ_ við þá Pétur, Jakob, Jóhannes og Andrés? Auðvitað er það kynslóðin þeirra, því hann er jú að tala við þá..
"29Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að hann er í nánd, fyrir dyrum."
Það virðast oft vera góð rök í augum trúlausra að hlæja að fólki. Eins og það gefi rökleysunni sem eftir kemur eitthvað meira vægi.

Jesú er að kenna lærisveinum sínum hluti sem hann ætlast til að þeir kenni öðrum. Hann er ekki að tala til þeirra eingöngu heldur allra lærisveina sinna um alla tíð. Hann talar líka svona í dæmisögunum og þá er "þér" ekki bundið við viðmælandann heldur á það við um þann sem heyrir boðskapinn. Hver sem eyra hefur, hann heyri.

Pétur spyr Jesú hvort Jóhannes muni verða lifandi þegar Jesú komi aftur og Jesú svarar honum: "Hvað varðar þig um það?"

Jóhannes eyðir meira að segja púðri í að útskýra að þetta hafi ekki þýtt að hann muni vera lifandi þegar Jesú kemur aftur enda var strax komin upp sú ranghugmyn að Jesú hafi sagt eitthvað sem hann sagði ekki.
fallen skrifaði:Hann sagði ekki heldur "kynslóðin sem verður á lífi þegar allt þetta gerist", samt tókst þér að "fatta" það upp á eigin(?) spýtur. Munu hvorteðer ekki allar kynslóðir líða undir lok þegar "sólin sortnar, tunglið hættir að skína, stjörnur hrapa af himni og kraftar himnanna birtast"? Tilhvers að taka það þá fram, nema hann sé að gefa þáverandi kynslóð spádóm (loforð)?
Nei, aðeins kynslóðin sem er uppi þegar það gerist, hinar eru þegar liðnar undir lok, nema þú viljir meina að þær lifi áfram í afkomendum sínum sem er genetískt séð hægt að segja að sé ekki fjarri lagi.

Hann er að tala um þá sem upplifa það að sjá "viðurstyggð eyðileggingarinnar... ...standa á helgum stað", þessi kynslóð mun ekki líða undir lok fyrr en allt það sem á eftir kemur í versum 16-31 hefur komið fram.

Þetta er ekki hentisemi, þetta kallast samhengi. Við tölum venjulega um hentisemi þegar að hlutir eru teknir úr samhengi.
fallen skrifaði:Þetta var samt ekkert fyrsta lygin hans, en í Matteusarguðspjallinu kafla 16 kemur fram:
"28Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu."
Hvað gerðist svo?

Stefán kallar upp þegar er verið að grýta hann "Ég sé himnana opna og Mannssoninn standa til hægri handar Guði".

Jóhannes sá líka Jesú koma í ríki sínu, þú getur lesið allt um það í Opinberunarbókinni.

Telst þetta ekki með? Af hverju? Vegna þess að þú segir það? Hentisemi much?
fallen skrifaði:Eða þýðir þetta kannski ekki það sem stendur? Þú hlýtur að eiga afsökun fyrir þessu líka.
Ég hef engar afsakanir, aðeins útskýringar ef þú kærir þig um þær.
fallen skrifaði:Páll postuli er einnig ósammála þér, eins og kemur fram í Fyrra Þessaloníkubréfinu:
"4:15 Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu."

Þetta er vægast sagt afleit tilraun til að afsaka ósannindin sem skrifuð eru í Jesú nafni í þessari ævintýrasögu.
Páll er að skrifa til allra þeirra sem lesa bréfið, þar með töldum okkur og þeim okkar sem uppi munu vera þegar að endirinn kemur. Athugaðu að hér er ég ekki að segja að einhver núlifandi muni endilega verða vitni af þessu, það má líka nota orð eins og "okkar" í breiðara samhengi. Bara svo þú misskyljir ekki viljandi. Rétt eins og þegar ég segi "við erum allir mæðrasynir" þá er ég ekki bara að tala um okkur hér á spjallborðinu. Bara svo þú misskyljir ekki viljandi.

Ég efast ekki um að Páll hafi haldið að Jesú myndi koma á hans tíma enda er Jesú hvergi búinn að útiloka að það gæti gerst. Hann segist sjálfur ekki vita daginn, samt ætlast þú til að lesa dagsetningar út úr því sem hann segir!?!?

Ja hérna, ég held að þú sért varla skömmini skárri en Camping ](*,)

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 01:04
af wICE_man
einarr skrifaði:Ef þú trúir á eitthvað er það til/raunverulegt. Ef þú trúir ekki á eitthvað þá er það ekki til/raunverulegt. Hvernig á þá heimsendir þessara kirkju að drepa mig ef ég trúi ekki á hana?
#-o

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 04:49
af fallen
wICE_man skrifaði:.
Ah, ég skil. Þegar hann talar við þá, þá er hann að segja þeim, en líka öllum öðrum í ókominni framtíð, frá hlutum sem "munu" gerast. Þessi afsökun er alveg búin að tryggja sannleiksgildið í bak og fyrir. "Þetta gerist bara eitthverntíman sko, lofa."
Það sem hann segir á um við alla og engann. Hann segir þeim að hann muni snúa aftur áður en kynslóðin líður undir lok, en hann sagði bara ekki HVAÐA kynslóð. Hvílíkt argument.

"Ég kem í heimsókn eftir helgi."
*hittir gaurinn ári síðar*
"Gaur, þú komst aldrei.."
"Ég sagði ekki eftir HVAÐA helgi ég kæmi."

B U L L E T P R O O F.

Gildir þetta argument líka þegar hann er að tala við æðsta prestinn í Markúsarguðspjallinu?
61En hann þagði og svaraði engu. Enn spurði æðsti presturinn hann: "Ertu Kristur, sonur hins blessaða?"
62Jesús sagði: "Ég er sá, og þér munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins."
Þegar hann segir að presturinn muni sjá, er hann ekkert að meina að presturinn sjálfur muni sjá? Heldur bara kannski presturinn eða þá einhver annar seinna meir?

Þú ættir líka aðeins að tjékka á skilgreiningunni á kynslóð, ég held að þú vitir ekkert hvað það þýðir. Þú veist að það eru alltaf nokkrar kynslóðir á lífi hverju sinni?

Ég er engan veginn að lesa neinar dagsetningar út úr neinu, ég er að lesa textann og sjá "spádóma" fara forgörðum. Ef þessi bók á að hafa eitthvað sannleiksgildi, sem hún hefur ekki, þá hljóta hlutirnir sem í henni standa að gilda. Ef eitthvað bregst er þá í lagi að snúa því sem stendur orðrétt upp í eitthverja afsökun?

Maður hefði haldið það að bækur sem skrifaðar eru "after the fact" ættu að geta látið hlutina passa aaaaaaaaðeins betur saman, en nei. Það er einmitt mergur málsins, þetta eru ekkert annað en bækur sem er skrifuð af fáfróðum og fordómafullum köllum sem töldu talandi snáka, óléttar hreinar meyjar og uppvakninga vera fullkomlega eðlilega hluti.

Btw, afhverju er upprisa Jesú svona stórfengleg? Upprisur voru greinilega daglegt brauð á þessum tíma skv. Matt 27:52-53.
Ekki það að ég telji nokkurn einasta yfirnáttúrulega hlut í þessari bók vera sannann, og það ætti ekki heldur neinn annar að gera.

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 09:26
af Benzmann
WAIT FOR IT.... WAIT FOR IT....

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 10:05
af beatmaster
Ég vil benda á að í Kiritimati er kominn 22 Maí

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:00
af GuðjónR
Hvar er heimsendirinn?
Það er ekki einu sinni vont veður :face

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:04
af kemiztry
Það hlýtur að vera heimsendir er það er gott veður á Íslandi :sleezyjoe

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:08
af coldcut
Bíðiði hægir...þetta á að gerast klukkan sex í kvöld [-o<

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:10
af GuðjónR
Spámaðurinn ógurlegi minnir mig á Mr.Burns í Simpsons þáttunum.
Mynd

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:18
af EldJarn
Það er nátturulega ekki séns í helvíti að það gerist nokkur skapaður hlutur á jafn sólríkum sumardegi og er í dag :D

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:19
af guttalingur
Tic Toc Tic Toc Tic Toc

Persónulega finnst mér að það ætti að útvega svona fólki hjálp

SSé... KLEPPUR MUHAHAHAHA

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:25
af Gúrú

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 11:27
af guttalingur

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 13:17
af Raidmax
GuðjónR skrifaði:Spámaðurinn ógurlegi minnir mig á Mr.Burns í Simpsons þáttunum.
Mynd
HAHAHAAHAH satt !

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 13:29
af bulldog
ég var sofandi og missti af heimsendinum :sleezyjoe

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 15:20
af bixer
hvaða afsökun ætli hann noti þar sem ekkert er búið að gerast?

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 15:59
af chaplin
So far so good. Að vísu bara frábært verður út á palli hjá mér, búinn að baða mig í sólinni góðan hluta af deginum. :8)
bixer skrifaði:hvaða afsökun ætli hann noti þar sem ekkert er búið að gerast?
"Guð ákvað að gefa okkur annað tækifæri afþví fólk var svo duglegt að tilbiðja hann.. EN NÆST ÞEGAR ÉG SPÁI HEIMSENDI ÞÁ VERÐUR HEIMSENDI, MUHAHAHAHA"

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 16:03
af coldcut
bixer skrifaði:hvaða afsökun ætli hann noti þar sem ekkert er búið að gerast?
besta var að einn gaurinn úr þessum "sértrúarsöfnuði" var í viðtali á X-inu um daginn og Máni og Frosti vildu fá að hringja í hann á morgun (sunnudegi) ef að það yrði ekki heimsendir og heyra hvað hann hefði að segja þá. Hann sagði bara alltaf "That won't happen."

Það vantar alveg svona trúar-nöttera á Ísland samt...þetta lið er bara hlægilegt! :lol:

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 16:19
af schaferman
Hvað trú flokkið þið sem sértrú,, er það kristinn söfnuður með færri einstaklingum en kristna trúin þjóðkirkjan eða ?

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 16:39
af wICE_man
fallen skrifaði:"Ég kem í heimsókn eftir helgi"
*hittir gaurinn ári síðar*
"Gaur, þú komst aldrei.."
"Ég sagði ekki eftir HVAÐA helgi ég kæmi."
Tökum nákvæmara dæmi: "Ég kem síðar og tek til í garðinum þínum, ég mun klára það samdægurs, ég veit samt ekki hvenær þetta verður."

Er maðurinn að fara að taka til í garðinum þínum í dag?

En endilega haltu áfram að taka hluti úr samhengi ef það hentar þér.

Þú gleymir líka því sem hann segir í Matt 24:14: "Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma."

Tímamörkin semsagt byggjast á gjörðum heyrandans. Enn er t.d. talið að yfir 6.000 þjóðflokkar og þjóðarbrot sem hafa ekki heyrt fagnaðarerindið.

Endadæmið er því: "Þegar þú ert búinn að gera við slátturvélina þá kem síðar og tek til í garðinum þínum, ég mun klára það samdægurs, ég veit samt ekki hvenær það verður."

Sorry, en það á ennþá eftir að gera við slátturvélina.
fallen skrifaði:Gildir þetta argument líka þegar hann er að tala við æðsta prestinn í Markúsarguðspjallinu?
61En hann þagði og svaraði engu. Enn spurði æðsti presturinn hann: "Ertu Kristur, sonur hins blessaða?"
62Jesús sagði: "Ég er sá, og þér munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins."
Þegar hann segir að presturinn muni sjá, er hann ekkert að meina að presturinn sjálfur muni sjá? Heldur bara kannski presturinn eða þá einhver annar seinna meir?
Þú varst búinn að svara þessu sjálfur: "Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu."

Semsagt segir Biblían að þessir ágætu prestar muni verða vitni að endurkomu Jesú ásamt hinum lifandi. Ég gæti vitnað í fleiri staði en ég held að það hafi enga þýðingu fyrir þig.
fallen skrifaði:Þú ættir líka aðeins að tjékka á skilgreiningunni á kynslóð, ég held að þú vitir ekkert hvað það þýðir. Þú veist að það eru alltaf nokkrar kynslóðir á lífi hverju sinni?
Ég held að það sé betra að forðast að fullyrða um vitsmuni annara, þannig röksemdarfærsla bendir bara á mann sjálfan. Aftur er þetta spurning um hvað hann á við með "þessi kynslóð", við tölum gjarnan um kynslóðir í tengslum við hreyfingar og atburði, "hippakynslóðin", "X-kynslóðin" o.s.frv. Við tölum gjarnar um að ákveðin kynslóð sé við líði og þá sú kynslóð sem er áhrifamest hverju sinni skilgreind á þennan hátt. Það er sú skilgreining sem ég hallast að en get ekki fullyrt að sé sú rétta.

Það er líka hægt að segja að það sé ekki hægt að skilgreina hvar ein kynslóð endar og næsta byrjar sem myndi þýða að við værum ennþá sama kynslóð og Jesú var að tala við. Þ.e. nokkrum sekúndum eftir að Jóhannes fæddist, fæddist annað barn sem tilheyrði þá þessari sömu kynslóð og Jóhannes. Nokkrum sekúndum síðar fæddist annar sem tilheyrði þá sömu kynslóð og hinn og útfrá því samhengi sömu kynslóð og jóhannes o.s.frv. allt til dagsins í dag og engin skýr mörk geti afgert hvar "þessi kynslóð" byrjaði og hvar hún endar. Ég get ekki útilokað að Jesú hafi verið að benda okkur á að allar þessar kynslóðir sem við tölum um sem sitthvora séu í raun sama kynslóðin en ég hef ekki forsendur til að ætla að hann hafi meint það og textinn gerir ekki kröfur um þann skilning.

Ef þú vilt gefa þér forsendur utan textans sem brjóta gegn textanum þá verði þér að góðu en það segir minna um textan en um þig.

Sjálfur held ég að þetta sé orðið gott, það er ekkert að fara koma neitt nýtt fram hérna sem við (og hér er ég að tala um allt mannkyn á öllum viðeigandi tímum en ekki bara okkur tvo) höfum ekki séð áður.
fallen skrifaði:Ekki það að ég telji nokkurn einasta yfirnáttúrulega hlut í þessari bók vera sannann, og það ætti ekki heldur neinn annar að gera.
Og við hin eigum semsagt að fara eftir því sem þú segir... ...viltu ekki bara skrifa bók um það?

BTW þá elska ég þessa nýju avatara, mér fer svo þokkalega vel að vera með svona skegg :happy

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 16:42
af Ripparinn
Hef einhver verið var við þennan heimendi? hef allavega ekki séð hann í dag neinstaðar :S

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 16:55
af bAZik
Ripparinn skrifaði:Hef einhver verið var við þennan heimendi? hef allavega ekki séð hann í dag neinstaðar :S
Já, netið virkar ekki hjá mér :( (er á 3G í síma)

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 17:15
af worghal
bAZik skrifaði:
Ripparinn skrifaði:Hef einhver verið var við þennan heimendi? hef allavega ekki séð hann í dag neinstaðar :S
Já, netið virkar ekki hjá mér :( (er á 3G í síma)
IT HAS BEGUN !!! :-#

Re: Heimsendir 21 maí !

Sent: Lau 21. Maí 2011 18:24
af zedro
Mynd
fallen
Frelsarinn

Mynd
wICE_man
Postuli

LEGEN ....... wait for it ........ DARY!

Já helv. heimsendir kom ekki, ætlaði að sleppa snemma úr vinnunni en svo virðist vera að ég verði að klára daginn :x
Helvítis falsspámenn gerandi mann spenntann útaf engu! ](*,)