biturk skrifaði:
það er á allan hátt sambærilegt, það er nákvæmlega sami hluturinn því ef menn eru að slasast við eitthvað fótbolta drasl eða aðrar íþróttir þá eiga þeir að fyrirgera rétti sínum eins og aðrir samkvæmt þér hemmi minn.
Þótt ég sé augljóslega ósammála þér, þar sem þú ert að bera saman neyslu á tóbaki og áfengi, og ofneyslu á mat eða líklega þrjá stærstu heilsufaraldra í heiminum í dag, við íþróttaiðkun sem getur ekki undir neinum eðlilegum kringumstæðum verið álitin óholl, heldur þvert á móti, þá mætti vissulega skoða slíkt og setja jafnvel upp e-rja áhættustuðla til að miða við eftir íþróttum. Það er nú þegar til sér bótasjóður fyrir slys í íþróttum innan Íþrótta og Ólympíusambands Íslands, líklega kemur það nú samt allt úr sama tryggingarsjóðnum í dag.
biturk skrifaði:
já, það er nefnilega orðið voða kúl, ég leifi mér að efast um að skaðsemi og tek forvarnadóti með fyrirvörum, ég er ekki að friða eigin samvisku, ég kýs bara að lifa mínu lífi eins og ég vil hafa það og þetta er ekki að skaða mig á neinn hátt og þar með er það alvarleg aðför að frelsi mínu og annara að banna svona útí bláinn allt af því það er ekki ræktað sem grænmeti eða annað ógeð.
Það er bara svo margt rangt þarna hjá þér, og komið út fyrir skoðanaskipti og yfir í blákaldar rangfærslur. Fólk má lesa eins og það vill úr forvörnum, en það þýðir samt ekki að loka augum og eyrum og þykjast ekkert skilja eða vilja vita. Reykingar eru óhollar, staðreynd. Hversu óhollar, umdeilanlegt, en ekki að stóru leyti. Ef ekki væri fyrir óbeinar reykingar, lyktina og sóðaskapnum sem oft fylgir reykingum væri mér minna sama, þá væri í rauninni bara það atriði sem snýr að þeim gígantísku peningafjárhæðum sem fara í að sjá um reykingarfólk í heilbrigðisgeiranum sem myndi koma mér við. Við búum bara ekki í samfélagi þar sem "ég lifi mínu lífi og lifi því eins og ég vil" hugsunarháttur gengur upp, og þar sem fólkfjölgun verðuru meiri með hverri líðandi stundu verður sá hugsunarháttur að víkja meira með hverjum deginum. Þetta snýst um heildina, ekki eininguna.
biturk skrifaði:
búhú, þau eru feit, það er foreldranna að sjá til þess hvað börnin borða, ekki ríkissins, ekki mitt, ekki þitt eða annara heldur eingöngu foreldra, þegar þú ert svo orðinn 18 ára þá geturu étið það sem þú vilt og ég ætlast til að menn séu nógu skynsamir þá til að vera ekki að éta sig í spik.......nú ef ekki þá er það vandamál sem á að takast á við.......en ekki með að banna allt fyrir öllum
Kemur niður á svipuðu svari og gaf hérna fyrir ofan. Foreldrar í dag eru margir hverjir ábyrgðarlausir kærulausir hálvitar, einfalt. Þau vita ekki hvað orðið næringargildi merkir, og ef þau vita mun á helstu næringarefnum þá er þeim svo sama og of löt til þess að pæla í því. Það er orðið svo allt of algengt að fólk kippi mér sér skyndibita heim nokkur kvöld í viku afþví að það nennir ekki að elda. Feitir foreldrar eiga oft feit börn, tilviljun? Ónei. Foreldar eru alveg jafn stórt ef ekki stærra vandamál í dag heldur en krakkarnir sjálfir. Þangað til fólk þarf að standast próf til þess að eignast krakka, sem verður seint eða aldrei, er og verður ekki hægt að setja heilbrigði barna í umsjá foreldra - ekki lengur allavega.
Kannski myndi aukin heilsufræðsla í skólum, almenn næringarfræði og námskeið um heilbrigt líferni breyta þessu. En þetta yrði líka að vera jafn stór þáttur af námsskránni og stærðfræði og íslenska til þess að við myndum sjá tilætluð áhrif. Slíkt myndi líka seint fara í gegn, þar sem það er sífellt vera að troða meira og meira af námsefni inn í námsskrár, og sífelt vera að færa þyngra efni niður á við.
biturk skrifaði:
en málið er að þú átt ekki að fyrirgera rétti þínum til eins eða neins, þú ert partur af heildinn í samfélaginu og átt að hafa sömu réttindi til heilsuþjónustu og annara hluta.......eins og aðrir, annað er skýr mismunun og mannréttindabrot.....nógu slæmt er að það er þverbrotið á reykingarmönnum samkvæmt mannréttindarsáttmálnaum meðal annars með því að neita fólki um vinnu og borga hætti líftryggingar.
Hefuru prufað að taka saman hvað meðal reykingarmanneskja sem vinnur á eðlilegum skrifstofutíma kostar fyrirtæki? Ég hef gert það.
4-6 vikur. 4-6 vikur samtals á ári sem starfsmenn sem reykja á vinnutíma. Meðalstórt fyrirtæki er því að borga yfir tugmilljónir á ári, fyrir reykingar starfsmanna.
Ef ég ætti fyrirtæki myndi ég banna reykingar á vinnutíma, hiklaust.
biturk skrifaði:
ég tel nokkuð öruggt að við verðum ekki sammála hemmi.........engann veginn enda ert þú ræktargúrú sem étur grænmeti og prótín milli þess sem þú æfir þig en ég kýs að njóta lífsins á annan hátt......sem gerir mig hamingjusaman........er það ekki það sem við öll viljum? fá að vera hamingjusöm og lifa lífi sem veitir okkur sjálfum gleði?
Kemur aftur inn á það sem ég segi hérna fyrir ofan. Við erum einfaldlega orðin of mörg og of þéttbýl til þess að þessi hugsunarháttur gangi upp. Þótt að almenningur geti ekki séð stóru myndina og skilið þær frelsisfórnir sem þarf að færa til þess einfaldlega að halda samfélaginu gangandi eins og það er í dag, þá sem betur fer smátt og smátt virðist fólkið sem ræður geta séð stóru myndina.
Ég á líka afskaplega bágt með að trúa því að meðal manneskja sem elst upp með sígarettur sem e-ð jafn ólöglegt og hvert annað dóp myndi bölva því að geta ekki keypt sér pakka í næstu sjoppu. Þetta eru nokkrar kynslóðir sem myndu líða fyrir svona lagasetningar, en ágóðinn færist yfir á allar komandi kynslóðir.
Þetta er allt spurning um the greater good.